Ferill 729. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1375  —  729. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 24/1986, um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins.

Frá meiri hluta sjávarútvegsnefndar



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Jón B. Jónasson frá sjávarútvegsráðuneyti og Örn Pálsson og Arthúr Bogason frá Landssambandi smábátaeigenda.
    Það frumvarp sem hér er til umfjöllunar er flutt af meiri hluta nefndarinnar í tengslum við frumvarp til laga um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða, 562. mál. Frumvarpið tryggir að greiðslur samkvæmt lögum um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins renni til félagasamtaka í sömu hlutföllum og verið hefur þrátt fyrir stækkun bátanna.
    Meiri hlutinn leggur til þá breytingu að í stað þess að tala um krókaaflamarksbáta undir 15 brúttótonnum í lögunum verði einfaldlega talað um krókaaflamarksbáta. Það ræðst síðan af ákvæðum laga um stjórn fiskveiða hvaða bátar teljast til þess bátaflokks. Breytingin hefur ekki efnislega breytingu í för með sér.
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt með svofelldri

BREYTINGU:

    Orðin „undir 15 brúttótonnum“ í 1. og 2. gr. falli brott.

Alþingi, 24. apríl 2002.



Einar K. Guðfinnsson,


form., frsm.


Kristinn H. Gunnarsson.


Vilhjálmur Egilsson.



Guðjón Guðmundsson.


Helga Guðrún Jónasdóttir.