Ferill 621. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1427  —  621. mál.
Breytingartillögurvið frv. til l. um breyt. á l. nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta landbúnaðarnefndar (DrH, SJóh, GuðjG, KVM, EOK, SI, KHG).     1.      Við bætist ný grein er verði 1. gr. og orðist svo:
                  Eftirfarandi breytingar verða á 38. gr. laganna:
                  a.      2. mgr. orðast svo:
                      Heimilt er að flytja greiðslumark milli lögbýla. Aðilaskipti að greiðslumarki taka þó ekki gildi fyrr en staðfesting Bændasamtaka Íslands liggur fyrir. Framsal greiðslumarks skal taka gildi 1. janúar ár hvert og beingreiðslur greiðast framsalshafa frá sama tíma. Tilkynna skal Bændasamtökum Íslands framsal fyrir 15. janúar ár hvert vegna beingreiðslna fyrir viðkomandi ár.
        b.    Í stað orðsins „tvö“ í 4. mgr. kemur: þrjú.
     2.      Við bætist ný grein er verði 2. gr. og orðist svo:
                  Í stað orðanna „1. janúar 2003“ í 3. mgr. 40. gr. laganna kemur: 1. janúar 2004.
     3.      Við 1. gr. Greinin orðist svo:
                  Eftirfarandi breytingar verða á 41. gr. laganna:
                  a.      Í stað tímabilsins „2003–2007“ kemur: 2004–2007.
                  b.      Við bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                       Með gæðastýrðri sauðfjárframleiðslu er átt við framleiðslu sauðfjárafurða samkvæmt gæðakerfi Bændasamtaka Íslands sem landbúnaðarráðherra staðfestir. Gæðakerfið nær til eftirtalinna þátta: landnota, aðbúnaðar og umhverfis, sauðfjárskýrsluhalds, jarðræktar, fóðrunar, heilsufars og lyfjanotkunar. Gæðakerfið byggist á því að skjalfesta framleiðsluaðferðir og framleiðsluaðstæður.
                       Sauðfjárframleiðendur sem óska eftir að taka upp gæðastýrða sauðfjárframleiðslu skulu senda skriflega umsókn til búnaðarsambands á því svæði þar sem framleiðslan fer fram. Umsóknum skal skilað eigi síðar en 30. júní ef framleiðendur óska eftir álagsgreiðslum fyrir næsta almanaksár. Ef umsókn er endurnýjuð, sbr. 45. gr., er umsóknarfrestur til 15. desember. Búnaðarsamböndin fara yfir umsóknir og senda þær framkvæmdanefnd búvörusamninga sem heldur skrá yfir umsækjendur og aðila sem fengið hafa staðfest að þeir uppfylli skilyrði um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu.
     4.      Við 2. gr. Inngangsmálsgrein orðist svo:
                  Á eftir 41. gr. laganna koma sjö nýjar greinar og breytist röð annarra greina og millivísanir samkvæmt því.
     5.      Við 3. gr. Greinin orðist svo:
                  Við lögin bætast tvö ný ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                  a.      Samningur milli ríkisstjórnar Íslands og Bændasamtaka Íslands um framleiðslu sauðfjárafurða frá 11. mars 2000 skal tekinn til endurskoðunar á árinu 2002.
                  b.      Vegna frestunar á gildistökuákvæði um gæðastýrðan framleiðsluferil til 1. janúar 2004 skal sú fjárhæð sem beingreiðslur lækka um á árinu 2003, sbr. 39. gr., renna til greiðslu sérstaks álags á framleitt dilkakjöt á sama hátt og uppkaupaálag, sbr. 4. mgr. 38. gr.
     6.      Í stað orðsins „Landgræðslan“ hvarvetna í frumvarpinu komi í viðeigandi falli orðin: Landgræðsla ríkisins.