Ferill 616. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1432  —  616. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 30. apríl.)


1. gr.

    Ákvæði til bráðabirgða IV í lögunum orðast svo:
    Til að ljúka átaki til einsetningar grunnskólans, sbr. ákvæði laga um grunnskóla, nr. 66/1995, með síðari breytingum, skal árlegu lögbundnu framlagi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til Lánasjóðs sveitarfélaga á árunum 2002–2005 varið til að styrkja stofnframkvæmdir við grunnskólabyggingar. Skal verja til þessa verkefnis 200 millj. kr. á ári fyrstu þrjú árin en 135 millj. kr. árið 2005.
    Ráðstöfunarfé skv. 1. mgr. skal varið til að greiða allt að 20% af viðmiðunarkostnaði við grunnskólabyggingar í sveitarfélögum með 2.000 íbúa og yfir, í samræmi við viðmið og reglur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga eins og þær eru hverju sinni. Heimilt er að veita styrki til stofnframkvæmda við grunnskóla sem fjármagnaðar eru samkvæmt samningum um einkaframkvæmd, hvort sem er á grundvelli eignarleigu- eða rekstrarleigusamnings, enda sé um að ræða framkvæmdir sem falla undir ákvæði 1. mgr. og uppfylla að öðru leyti skilyrði til úthlutunar samkvæmt þessari grein. Í reglugerð er þó heimilt að ákveða árlegt hámarksframlag sem rennur til sveitarfélags vegna samnings um einkaframkvæmd.
    Heimilt er að færa til fjármuni skv. 1. mgr. sem sveitarfélögin nýta ekki á viðkomandi ári á milli ára innan tímabilsins.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.