Ferill 564. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1473  —  564. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um brottfall lagaákvæða um héraðslækna o.fl.

(Eftir 2. umr., 3. maí.)


I. KAFLI
Breytingar á lögum um heilbrigðisþjónustu,
nr. 97/1990, með síðari breytingum.
1. gr.

    6.–9. gr. laganna falla brott.

2. gr.

    Í stað orðanna „héraðsins (umdæmisins)“ í 4. mgr. 12. gr. laganna kemur: svæðisins.

3. gr.

    14. gr. laganna fellur brott.

4. gr.

    15. gr. laganna orðast svo:
    Kveðið skal á um skiptingu landsins í heilsugæsluumdæmi í reglugerð. Þar skal einnig kveðið á um fjölda og flokkun heilsugæslustöðva og starfssvæði þeirra, að höfðu samráði við hlutaðeigandi sveitarfélög og Samband íslenskra sveitarfélaga.

5. gr.

    Í stað orðanna „svo sem rakið er í 14. gr.“ í 16. gr. laganna kemur: sbr. 15. gr.

6. gr.

    3. mgr. 21. gr. laganna fellur brott.

7. gr.

    3. mgr. 24. gr. laganna fellur brott.

8. gr.

    Orðin „og viðkomandi héraðslæknis“ í síðari málslið 2. mgr. 27. gr. laganna falla brott.

9. gr.

    Orðið „héraðslækna“ í 1. málsl. 1. mgr. 31. gr. laganna fellur brott.

10. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 33. gr. laganna:
     a.      Orðin „14. og“ í 1. málsl. falla brott.
     b.      Orðin „heilbrigðismálaráð héraðanna og“ í 2. málsl. falla brott.

11. gr.

    Í stað orðanna „menntamálaráðuneyti og viðkomandi heilbrigðismálaráð“ í 5. mgr. 34. gr. laganna kemur: og menntamálaráðuneyti.

12. gr.

    41. gr. laganna fellur brott.

II. KAFLI
Breytingar á ljósmæðralögum,
nr. 67/1984, með síðari breytingum.
13. gr.

    2. mgr. 3. gr. laganna fellur brott.

III. KAFLI
Breytingar á lyfjalögum,
nr. 93/1994, með síðari breytingum.
14. gr.

    Í stað orðsins „héraðslæknis“ í fyrri málslið 2. mgr. 28. gr. laganna kemur: yfirlæknis heilsugæslu.

IV. KAFLI
Breytingar á sóttvarnalögum,
nr. 19/1997, með síðari breytingum.
15. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
     a.      Í stað orðsins „héraðslækna“ í 3. mgr. kemur: yfirlækna heilsugæslu.
     b.      4. mgr. orðast svo:
                  Ráðherra ákveður með reglugerð hvaða yfirlæknar heilsugæslu skulu vera ábyrgir fyrir sóttvörnum undir stjórn sóttvarnalæknis.
     c.      Í stað orðsins „Héraðslæknar“ í 5. mgr. kemur: Yfirlæknar heilsugæslu, sbr. 4. mgr.

16. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. laganna:
     a.      Orðin „viðkomandi héraðslækni eða“ í 1. mgr. falla brott.
     b.      Í stað orðanna „viðkomandi héraðslækni og sóttvarnalækni“ í 3. mgr. kemur: sóttvarnalækni og yfirlækni heilsugæslu, sbr. 4. mgr. 4. gr.

17. gr.

    Í stað orðsins „héraðslæknis“ í 10. gr. laganna kemur: yfirlæknis heilsugæslu, sbr. 4. mgr. 4. gr.

18. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:
     a.      Í stað orðsins „héraðslækni“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: yfirlækni heilsugæslu, sbr. 4. mgr. 4. gr.
     b.      Í stað orðsins „Héraðslæknir“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: Yfirlæknir heilsugæslu, sbr. 4. mgr. 4. gr.

19. gr.

    Síðari málsliður 2. mgr. 12. gr. laganna orðast svo: Sóttvarnalæknir getur beitt slíkum vörnum til bráðabirgða án þess að leita heimildar fyrir fram ef hann telur að hvers konar töf sé hættuleg, en gera skal hann ráðherra jafnskjótt kunnar ráðstafanir sínar.

20. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. laganna:
     a.      Í stað orðsins „héraðslækni“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: yfirlækni heilsugæslu, sbr. 4. mgr. 4. gr.
     b.      Í stað orðsins „Héraðslæknir“ í 4. málsl. 1. mgr. kemur: Yfirlæknir heilsugæslu, sbr. 4. mgr. 4. gr.
     c.      Í stað orðsins „héraðslæknis“ í 3. mgr. kemur: yfirlæknis heilsugæslu, sbr. 4. mgr. 4. gr.

21. gr.

    Á eftir orðunum „náttúruhamfarir“ í síðari málslið 18. gr. laganna kemur: og aðra vá.

V. KAFLI
Breytingar á lögum um dánarvottorð, krufningar o.fl.,
nr. 61/1998.
22. gr.

    4. mgr. 2. gr. laganna orðast svo:
    Við óvænt dauðsföll eða ef ekki tekst að ná til læknis sem stundaði hinn látna í banalegunni skal tilkynna andlátið til yfirlæknis heilsugæslu sem ber þá ábyrgð á að líkið verði skoðað.

VI. KAFLI
Breytingar á lögum um málefni aldraðra,
nr. 125/1999, með síðari breytingum.
23. gr.

    Orðin „í læknishéruðum landsins“ í 4. tölul. 2. gr. laganna falla brott.

24. gr.

    2. málsl. 1. mgr. 7. gr. laganna orðast svo: Yfirlæknir heilsugæslu tilnefnir lækni með sérmenntun á sviði öldrunar- eða heimilislækninga og hjúkrunarforstjóri heilsugæslu tilnefnir hjúkrunarfræðing með þekkingu á öldrunarþjónustu.

25. gr.

    Orðin „og viðkomandi héraðslæknis“ í síðari málslið 5. mgr. 16. gr. laganna falla brott.

VII. KAFLI
Breytingar á lögum um skipströnd og vogrek,
nr. 42/1926, með síðari breytingum.
26. gr.

    1. og 2. málsl. 14. gr. laganna orðast svo: Lögreglustjóri skal sjá um að matvæli þau eða drykkjarföng, sem skemmst hafa við strand og ef til vill eru skaðvæn heilsu manna, verði rannsökuð af eftirlitsaðilum samkvæmt lögum um matvæli. Skulu þeir segja til um það hvort nota megi vörurnar og hvernig, án þess að tjón hljótist af, og skal þá selja þær með því skilorði er eftirlitsaðilar setja.

VIII. KAFLI
Breytingar á lögum um almannavarnir,
nr. 94/1962, með síðari breytingum.
27. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. laganna:
     a.      Í stað orðsins „borgarlæknir“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: yfirlæknir heilsugæslunnar í Reykjavík.
     b.      Orðin „héraðs- eða“ í 3. málsl. 2. mgr. og 1. málsl. 3. mgr. falla brott.

IX. KAFLI
Breytingar á lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu,
nr. 36/1993, með síðari breytingum.
28. gr.

    Orðin „og héraðslæknis“ í fyrri málslið 3. mgr. 16. gr. laganna falla brott.

29. gr.

    Orðið „héraðslækni“ í síðari málslið 2. mgr. 27. gr. laganna fellur brott.

30. gr.

    Í stað orðsins „héraðslæknis“ í 4. málsl. 46. gr. laganna kemur: yfirlæknis heilsugæslu í umdæminu.

31. gr.

    Í stað orðsins „héraðslæknir“ í 1. tölul. og fyrri og síðari málslið 2. tölul. 2. mgr. 47. gr. laganna kemur: yfirlæknir heilsugæslu í umdæminu.

X. KAFLI
Breytingar á lögum um laun starfsmanna ríkisins,
nr. 92/1955, með síðari breytingum.
32. gr.

    Orðið „Héraðslæknar“ í 26. gr. laganna fellur brott.

XI. KAFLI
Breytingar á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins,
nr. 70/1996, með síðari breytingum.
33. gr.

    11. tölul. 1. mgr. 22. gr. laganna fellur brott.

XII. KAFLI
Breytingar á lögum um málefni fatlaðra,
nr. 59/1992, með síðari breytingum.
34. gr.

    3. málsl. 3. mgr. 6. gr. laganna orðast svo: Jafnframt skal landlæknir tilnefna einn fulltrúa úr hópi yfirlækna heilsugæslu á svæðinu.

35. gr.

    Í stað orðsins „héraðslækna“ í 7. tölul. 1. mgr. 12. gr. laganna kemur: heilsugæslu.

XIII. KAFLI
Breytingar á lögum um framhaldsskóla,
nr. 80/1996, með síðari breytingum.
36. gr.

    Fyrri málsliður 2. mgr. 13. gr. laganna orðast svo: Yfirlæknir heilsugæslu í umdæminu hefur umsjón með þessari starfsemi undir yfirstjórn heilbrigðisstjórnar og lítur eftir að aðbúnaður og aðstaða nemenda og starfsmanna sé viðhlítandi.

XIV. KAFLI
Gildistaka.
37. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.