Ferill 607. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1476  —  607. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum nr. 28/1998, um verslunaratvinnu, með síðari breytingum .

(Eftir 2. umr., 3. maí.)


1. gr.

    1. málsl. 4. mgr. 1. gr. laganna orðast svo: Verði ágreiningur um hvort um verslun fari samkvæmt lögum þessum sker skráningaraðili samkvæmt lögunum úr honum innan þrjátíu daga.

2. gr.

    2. gr. laganna orðast svo:
    Til að stunda verslun á Íslandi eða í íslenskri landhelgi skal uppfylla skilyrði laga þessara og atvinnustarfsemin skal skráð í samræmi við löggjöf um skráningu firma, hlutafélaga og einkahlutafélaga, samvinnufélaga og sjálfseignarstofnana, eftir því sem við á.

3. gr.

    1. mgr. 4. gr. laganna orðast svo:
    Skylt er að skrásetja verslun, sem stunduð er skv. 1. gr. laga þessara, í firmaskrá, hlutafélagaskrá, samvinnufélagaskrá eða skrá á grundvelli löggjafar um sjálfseignarstofnanir, eftir því sem við á.

4. gr.

    6. gr. laganna orðast svo:
    Skráningaraðili samkvæmt lögum þessum lætur í té staðfestingu á því að verslun hafi verið skráð samkvæmt lögum þessum.

5. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. laganna:
     a.      1. mgr. orðast svo:
                  Hver sá sem vill reka verslun eða umboðssölu með notuð ökutæki skal hafa til þess sérstakt leyfi lögreglustjóra í umdæmi þar sem föst starfsstöð bifreiðasala er.
     b.      2. og 3. mgr. falla brott.

6. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:
     a.      Á eftir orðunum „sem fullnægja eftirtöldum skilyrðum“ í 1. mgr. kemur: sbr. 2. gr.
     b.      Í stað orðanna „Meiri hluti stjórnarmanna“ í 2. mgr. kemur: Allir stjórnarmenn.

7. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 19. gr. laganna:
     a.      Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Lögreglustjórum, sbr. 1. mgr., ber að halda skrá yfir þá sem leyfi hafa til starfsemi samkvæmt þessum kafla í umdæmi þeirra.
     b.      2. mgr., er verður 3. mgr., orðast svo:
                  Nú fylgir bifreiðasali ekki lögum og reglum sem um starfsemi þessa gilda þrátt fyrir tilmæli lögreglustjóra eða fullnægir ekki skilyrðum laganna og skal lögreglustjóri þá að undangenginni aðvörun svipta viðkomandi starfsleyfi. Ákvörðun um sviptingu starfsleyfis er unnt að skjóta til viðskiptaráðherra. Enn fremur má leita úrskurðar dómstóla.

8. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 23. gr. laganna:
     a.      5. mgr. orðast svo:
                  Þegar sérstaklega stendur á getur lögreglustjóri veitt aðilum leyfi til að halda lokað uppboð í umdæmi sínu í því skyni að styrkja viðurkennt líknarstarf og kirkjustarf, menntir, vísindi og menningu, m.a. íþróttastarfsemi. Þegar um lokað uppboð á listmunum er að ræða skal vekja sérstaka athygli á ákvæðum V. kafla laga þessara varðandi frjáls uppboð og reglugerð menntamálaráðherra um fylgiréttargjald. Jafnframt skal innheimtuaðila, Myndhöfundasjóði Íslands Myndstefi, tilkynnt um veitingu leyfisins.
     b.      3. málsl. 6. mgr. orðast svo: Menntamálaráðherra getur sett nánari reglur um fylgiréttargjald að höfðu samráði við Myndhöfundasjóð Íslands – Myndstef og kveðið þar á um viðurlög við brotum á reglunum, sbr. 24. gr.
     c.      Á eftir 6. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Uppboðsstjórar skulu ársfjórðungslega senda skilagreinar um sölu listmuna á næstliðnu tímabili, staðfestar af löggiltum endurskoðanda, til innheimtuaðila skv. 6. mgr. Skylt er þeim uppboðsstjórum, sem stunda uppboð á listmunum, að senda einnig skilagrein fyrir þau tímabil þegar engin sala fer fram hjá uppboðsstjóra nema þeir hafi sannanlega tilkynnt innheimtuaðila, Myndhöfundasjóði Íslands – Myndstefi, að þeir hafi hætt slíkum uppboðum.

9. gr.

    24. gr. laganna orðast svo:
    Með brot á lögum þessum skal farið að hætti opinberra mála.
    Sá sem vanrækir tilkynningar til firmaskrár, hlutafélagaskrár, samvinnufélagaskrár eða skrár á grundvelli löggjafar um sjálfseignarstofnanir, eftir því sem við á, skal sæta sektum nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum. Brot gegn ákvæðum IV. kafla um sölu notaðra ökutækja eða gegn 7. mgr. 23. gr. um sendingu skilagreina um sölu listmuna skal sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári. Heimilt er að krefjast þess í refsimáli að verslun verði afmáð úr einhverri framangreindra skráa, eftir því sem við á, hafi verslun framið ítrekað eða alvarlegt brot gegn ákvæðum laga er um starfsemina gilda. Í refsimáli gegn aðila, sem hefur leyfi til sölu notaðra ökutækja skv. IV. kafla laga þessara, er auk þess eða einvörðungu heimilt að krefjast sviptingar þess leyfis í samræmi við ákvæði 68. gr. almennra hegningarlaga.
    Brot á samþykktum sveitarstjórna, sem settar verða samkvæmt lögum þessum, varða sektum.
    Nú hefur sá sem ábyrgð ber á verslun verið dæmdur til greiðslu sektar vegna brots í starfi sínu og ber lögaðilinn þá ábyrgð á greiðslu sektar ef innheimta hefur orðið árangurslaus hjá sökunaut sjálfum. Ef ekki er ákvæði í refsidómi um ábyrgð lögaðila verður sektin því aðeins innheimt með aðför hjá honum að dæmt sé um skyldu hans í sérstöku opinberu máli.

10. gr.

    Í stað orðanna „firma- eða hlutafélagaskrá“ í ákvæði til bráðabirgða í lögunum kemur: skráningaraðila.

11. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. desember 2002.

Ákvæði til bráðabirgða.

    Fyrir útgáfu leyfis til sölu notaðra ökutækja skv. 1. mgr. 12. gr. laganna skal greiða 25.000 kr. gjald þar til kveðið verður á um gjaldið í lögum um aukatekjur ríkissjóðs. Gjaldið rennur í ríkissjóð.