Mannaskipti í nefndum

Þriðjudaginn 21. janúar 2003, kl. 13:36:16 (2814)

2003-01-21 13:36:16# 128. lþ. 61.94 fundur 353#B mannaskipti í nefndum#, Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 61. fundur, 128. lþ.

[13:36]

Forseti (Halldór Blöndal):

Eftir þingvenju, samanber einnig 2. mgr. 17. gr. þingskapa, tekur Adolf H. Berndsen sæti Vilhjálms Egilssonar í nefndum þingsins nema þingflokkur hans óski annars eins og heimilað er í 16. gr. þingskapa. Þetta eru efh.- og viðskn., sjútvn. og kjörbréfanefnd. Hins vegar hefur borist ósk frá þingflokki sjálfstæðismanna um að Gunnar Birgisson taki sæti Vilhjálms Egilssonar sem varamaður í utanrmn. Enn fremur að Gunnar Birgisson verði aðalmaður í Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA í stað Vilhjálms Egilssonar en Adolf H. Berndsen verði varamaður. Þess er vænst að efh.- og viðskn. kjósi sér formann á næsta reglulegum fundi nefndarinnar, sem er á fimmtudag, svo og Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA.

Borist hefur tilkynning um að á fundi sjútvn. í dag sagði Einar K. Guðfinnsson af sér formennsku í nefndinni. Í hans stað var Árni R. Árnason kjörinn formaður sjútvn.