Þjónustugjald á fjölsóttum náttúruverndarsvæðum

Fimmtudaginn 06. febrúar 2003, kl. 18:49:21 (3632)

2003-02-06 18:49:21# 128. lþ. 74.20 fundur 142. mál: #A þjónustugjald á fjölsóttum náttúruverndarsvæðum# þál., HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 74. fundur, 128. lþ.

[18:49]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég er alveg sammála hv. þm. um það að sú hugmynd sem liggur á bak við þjóðgarðana hér á landi er röng og stenst ekki og væri mjög glaður ef hv. þm. vildi standa með mér í því að leggja þá niður. Því auðvitað nær það ekki nokkurri átt að friðlandi úti um landið sé stjórnað héðan frá Reykjavík. Auðvitað á þetta að vera í höndum heimamanna.

En í annan stað gleymdi ég að segja að mér finnst hálfspaugilegt ef menn hugsa sér það ef fjölskylda á Akureyri vill nú aðeins fá að líta í kringum sig eigi hún að kaupa árskort á Mývatnssveit og Kelduhverfi. Það líst mér nú ekki á.