Fjárlög 2003

Föstudaginn 04. október 2002, kl. 13:58:06 (155)

2002-10-04 13:58:06# 128. lþ. 4.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 128. lþ.

[13:58]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Í fyrsta lagi er aðgengi að heilsugæslunni í Reykjavík grundvöllur þess að sjúklingar séu meðhöndlaðir á réttum stöðum í kerfinu. Þar er fyrsti viðkomustaður sjúklingsins og þaðan á að vísa honum á önnur úrræði. Við höfum að vísu ekki afnumið valfrelsi sjúklinga til að leita til sérfræðinga. Ég hef ekki hugsað mér að gera það. En það er mjög áríðandi að aðgengi að heilsugæslunni sé þannig að sjúklingarnir geti þangað leitað en þurfi ekki að hrekjast inn á bráðadeildir sjúkrahúsa eða til sérfræðinga í fyrsta umgangi. Ég held að ekki sé deilt um þetta og menn gera sér alveg fulla grein fyrir þessu.