Fjárlög 2003

Föstudaginn 04. október 2002, kl. 15:13:27 (182)

2002-10-04 15:13:27# 128. lþ. 4.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., KHG (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 128. lþ.

[15:13]

Kristinn H. Gunnarsson (um fundarstjórn):

Herra forseti. Við heyrðum það hér í þingsal í gær eða fyrradag að forseti gerði athugasemd við málflutning hv. þm. Jóhanns Ársælssonar. Hann mun hafa vikið að Kjartani Gunnarssyni í máli sínu og forseta fannst það mjög óviðeigandi. Nú ætla ég ekki að leggja neinn dóm á það mat forseta. En ég vek athygli á því að síðasti ræðumaður vék mjög hörðum orðum að fyrrv. varaformanni Framsfl., mjög hörðum orðum, miklu harðari orðum en heyra mátti á hv. þm. Jóhanni Ársælssyni. Ég hlýt því að spyrja hæstv. forseta: Hverng víkur því við að forseti gerir engar athugasemdir við þessi ummæli hv. þm. Sverris Hermannssonar þegar hin meinlausari ummæli hv. þm. Jóhanns Ársælssonar eru tilefni athugasemda af forsetastóli? Það getur ekki verið, herra forseti, að mönnum detti í hug að það ráði athugasemdum forseta hvort í hlut á sjálfstæðismaður eða framsóknarmaður.