Fjárlög 2003

Föstudaginn 04. október 2002, kl. 17:57:44 (234)

2002-10-04 17:57:44# 128. lþ. 4.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., LMR (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 128. lþ.

[17:57]

Lára Margrét Ragnarsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vildi bara nefna að vitaskuld, eins og áður hefur gilt um heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, er hann ekki alvitur í þessum málum, og mér er spurn hvernig hann hefur kynnt sér íslenskt heilbrigðiskerfi og þann sveigjanleika sem til er í því. Ég veit að honum er vel kunnugt um agnúana á bandarísku heilbrigðiskerfi en hins vegar efast ég stórlega um að hann hafi farið vel í saumana á því sem við erum að gera hér á landi og hversu vel við skilum okkar. En ég veit að við skilum okkar kerfi mjög vel og höfum gert það á undanförnum áratugum.