Skattfrelsi lágtekjufólks

Fimmtudaginn 10. október 2002, kl. 11:58:51 (441)

2002-10-10 11:58:51# 128. lþ. 8.4 fundur 10. mál: #A skattfrelsi lágtekjufólks# þál., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 8. fundur, 128. lþ.

[11:58]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Það er afskaplega einfalt stærðfræðilegt samband á milli persónuafsláttar og frítekjumarks og menn tala ýmist um frítekjumark, ég gerði það áðan, eða um persónuafslátt. Það er samhengi þarna á milli. (Gripið fram í: ... persónuafsláttinn.) Þannig að um 3 þús. kr. hækkun á frítekjumarki þýðir þúsund kr. í persónuafslátt (Gripið fram í.) og það kostar ríkissjóð 3 milljarða, því að þumalputtareglan er að þúsund króna hækkun á frítekjumarki þýði þúsund milljónir minni tekjur í ríkissjóð.

Þannig að hækkun á persónuafslætti um þúsundkall á mánuði mundi auka tekjur hvers einstaklings í landinu um þúsundkall á mánuði en tekjur ríkissjóðs mundu minnka um 3.000 milljónir á ári. Sparnað á móti, gjörið svo vel.