Lyfjaávísanir lækna

Miðvikudaginn 30. október 2002, kl. 14:27:59 (773)

2002-10-30 14:27:59# 128. lþ. 18.2 fundur 122. mál: #A lyfjaávísanir lækna# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., KF
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur, 128. lþ.

[14:27]

Katrín Fjeldsted:

Herra forseti. Mig langar að blanda mér í þessa umræðu út frá ályktun sem Læknafélag Íslands gerði sl. vor. Stjórn þess ályktaði og lagði til ein fimm atriði sem voru send til ráðherra. Mig langar til að spyrja hvort tillögur stýrihópsins sem hæstv. heilbrrh. vísaði til hér áðan feli m.a. í sér tillögur Læknafélags Íslands. Þar bar hæst að stofnuð yrði afeitrunarmiðstöð, sem svo er kölluð, og önnur atriði voru svo sem að verkjateymi á Landspítala -- háskólasjúkrahúsi yrði styrkt. Ég vil spyrja ráðherrann hvort þetta sé inni í frv. sem hann leggur fram á næstunni.