Viðvera ráðherra

Þriðjudaginn 05. nóvember 2002, kl. 14:29:26 (1039)

2002-11-05 14:29:26# 128. lþ. 22.94 fundur 219#B viðvera ráðherra# (um fundarstjórn), JÁ
[prenta uppsett í dálka] 22. fundur, 128. lþ.

[14:29]

Flm. (Jóhann Ársælsson) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Næst á dagskránni eru þrjú mál sem öll heyra undir hæstv. iðnrh. Ég tel ekki vansalaust að ræða þau án þess að hæstv. iðnrh. sé til staðar, enda geri ég ráð fyrir því að hæstv. ráðherra hafi mikinn áhuga á að vera viðstödd umræðu um þessi mál, m.a. málefni Sementsverksmiðjunnar og byggðamál sem til stendur að ræða nú. Ég bið hæstv. forseta að kanna hvort ekki væri hægt að veita hæstv. iðnrh. og byggðamálaráðherranum tækifæri til að taka þátt í þessari umræðu.