Fjárlög 2003

Fimmtudaginn 28. nóvember 2002, kl. 14:32:25 (1870)

2002-11-28 14:32:25# 128. lþ. 39.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., landbrh. (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur, 128. lþ.

[14:32]

Landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson):

Hæstv. forseti. Ég vil gera grein fyrir þessum 7 millj. Það er auðvitað fyrst og fremst mikilvægt að halda vaktina í Evrópu. (Gripið fram í.) Við þurfum á mörgum sviðum að fylgjast með þeim samningum sem við höfum gert til þess að standa vörð um íslenskan landbúnað. Ef heimóttar... --- ég má nú ekki segja svona ljótt orð, hæstv. forseti. En mér finnst það uppgjöf ef menn gera sér ekki grein fyrir því að við fórum í og erum í flóknum samningum, í GATT-viðræðum, WTO-samningum og í EES-samningum. Það ber að halda uppi rétti og stöðu Íslands. (SJS: Það er minnst af þessu í Brussel.) (JB: Þetta er í Genf.) (SJS: Þetta er í Genf.) Þessi maður vinnur mikið verk fyrir landbúnaðinn í heiminum öllum (Gripið fram í: Já!) þannig að það er mikilvægt í stöðunni að halda fram rétti íslensks landbúnaðar og varnarstöðu. (Forseti hringir.) Þið þekkið það nú, hv. þingmenn, að hér hefur margt gerst sem snýr bæði að innflutningi og öðru þar sem vissara er að standa vaktina til varnar (Forseti hringir.) íslenskum landbúnaði. (Gripið fram í: Góð verk skal vinna.)

(Forseti (HBl): Þá er það upplýst hvar heimurinn allur er.)