Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins

Þriðjudaginn 10. desember 2002, kl. 22:31:35 (2430)

2002-12-10 22:31:35# 128. lþ. 50.16 fundur 376. mál: #A Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins# (tryggingardeild útflutnings) frv. 143/2002, BH
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 128. lþ.

[22:31]

Bryndís Hlöðversdóttir:

Herra forseti. Hér hefur verið gerð grein fyrir meðferð þessa máls, bæði í efh.- og viðskn. og eins í hv. iðnn. þar sem ég á sæti. Ég vildi einungis greina frá því hvers vegna ég skrifa með fyrirvara undir álit iðnn. um þetta annars ágæta frv. Ástæðan er sú að ekki er tekið fram hvaða fjármuni eigi að veita í þetta verkefni sem ég hefði þó talið eðlilegra að gera. Ég hefði viljað sjá í frv. að það væri áætlað að einhverju leyti hvað við værum að tala um miklar fjárhæðir. Það er það eina sem ég geri fyrirvara um í þessu frv. en styð það annars að öllu leyti eins og fulltrúi okkar samfylkingarmanna í efh.- og viðskn., hv. þm. Össur Skarphéðinsson, gerir og er þar af leiðandi sammála málinu efnislega á allan hátt.