Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 80. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 80  —  80. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um fæðingarorlof.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.


     1.      Hve oft hafa foreldrar í fæðingarorlofi, flokkað eftir hjúskaparstétt og stöðu, orðið af umönnunargreiðslum eða sjúkradagpeningum vegna ákvæða 2. mgr. 33. gr. laga um fæðingar- og foreldraorlof?
     2.      Hve mikil getur skerðing lífeyrisgreiðslna til öryrkja orðið og í hve langan tíma eftir töku fæðingarorlofs eða greiðslu fæðingarstyrks?
     3.      Telur ráðherra rétt að fella niður skerðingarákvæði 2. málsl. 2. mgr. 33. gr. laganna?


Skriflegt svar óskast.