Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 81. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 81  —  81. mál.




Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um launa- og starfskjör á vernduðum vinnustöðum.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.


     1.      Hver eru launa- og starfskjör á vernduðum vinnustöðum, sundurliðað milli sambærilegra vinnu- og starfsþjálfunarstöðva, og gilda samræmdar reglur um launa- og starfskjör þar og mat á vinnugetu fatlaðra? Ef ekki, mun ráðherra beita sér fyrir því að settar verði reglur sem tryggi samræmd lágmarkskjör á vinnu- og starfsþjálfunarstöðvum fatlaðra?
     2.      Hverjir gæta hagsmuna fatlaðra varðandi kaup og kjör á vernduðum vinnustöðum?
     3.      Hvernig hefur lífeyrisréttindum fatlaðra verið háttað á hverri vinnu- og starfsþjálfunarstöð fyrir sig síðustu fimm ár og hafa verið virt ákvæði laga um skyldu til greiðslu í lífeyrissjóð? Óskað er eftir að greint verði frá hvernig málum þessum er háttað á hverjum stað fyrir sig.


Skriflegt svar óskast.