Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 104. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 104  —  104. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um fjárveitingar til rannsókna á nýjum orkugjöfum.

Frá Kristjáni Pálssyni.


     1.      Hve miklu fé hefur verið varið síðustu þrjú ár af hálfu ráðherra til rannsókna á nýjum orkugjöfum fyrir ökutæki, svo sem raforku, vetni, metani, lífdísli, etanóli og metanóli, sundurliðað eftir orkugjöfum?
     2.      Hvaða stefnu er fylgt við úthlutun fjár til slíkra þróunarverkefna?
     3.      Hvaða verkefni eru í undirbúningi og á vinnslustigi með öðrum aðilum eins og NýOrku ehf., VistOrku o.fl.?
     4.      Hve mikla fjármuni hefur NýOrka ehf. haft til umráða frá ráðuneytinu og til hvaða verkefna?