Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 129. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 129 —  129. mál.




Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um úrbætur í jafnréttismálum.

Frá Margréti Frímannsdóttur.



    Hvað hefur verið gert til þess að framfylgja niðurstöðum um réttindi kvenna hér á landi í skýrslu sérfræðinganefndar Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna, um afnám allrar mismununar gegn konum, þar sem m.a. voru gerðar athugasemdir við kynbundinn launamun og þá staðreynd að niðurstöður kærunefndar jafnréttismála eru ekki bindandi þegar stjórnvöld eiga hlut að máli?