Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 139. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 139  —  139. mál.




Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um einelti á vinnustað.

Frá Margréti Frímannsdóttur.



     1.      Hefur farið fram ítarleg könnun á því hversu víðtækt einelti er á vinnustöðum hér á landi? Ef svo er, hverjar voru helstu niðurstöður? Ef ekki, mun ráðherra beita sér fyrir því að slík athugun verði gerð?
     2.      Eru fyrirhugaðar einhverjar lagabreytingar sem tryggja betur en nú er rétt þeirra sem verða fyrir einelti á vinnustað og þá hverjar?