Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 74. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 196  —  74. mál.




Svar



dómsmálaráðherra við fyrirspurn Rannveigar Guðmundsdóttur um réttaraðstoð við einstaklinga sem leita nauðasamninga.

     1.      Hve margir einstaklingar hafa óskað eftir réttaraðstoð við að leita nauðasamninga samkvæmt lögum nr. 65/1996 frá 1. janúar 1998 til 1. október 2002, sundurliðað eftir árum?
    
Árið 1998 ókaði 21 einstaklingur eftir réttaraðstoð, árið 1999 11 einstaklingar, árið 2000 voru þeir 20, 22 árið 2001 og 13 árið 2002.

     2.      Hversu oft hefur réttaraðstoð við nauðasamningsumleitanir verið veitt á framangreindu tímabili, sundurliðað eftir árum?

    Árið 1998 var réttaraðstoð veitt í 10 tilvikum, árið 1999 í 7 tilvikum, árið 2000 í 12 tilvikum, í 13 tilvikum árið 2001 og réttaraðstoð var veitt í 6 tilvikum árið 2002.