Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 234. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 237  —  234. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um aukna heilsugæsluþjónustu.

Frá Þuríði Backman.



     1.      Eru áform um að fjölga stöðugildum lækna í heilsugæslu á heilsugæslustöðvum
                  a.      utan höfuðborgarsvæðisins, m.a. vegna mikils vaktaálags og hvíldarákvæða EES- samningsins,
                  b.      á höfuðborgarsvæðinu vegna mikillar eftirspurnar eftir þjónustu?
     2.      Eru áform um að fjölga stöðugildum hjúkrunarfræðinga á heilsugæslustöðvum?
     3.      Eru áform um að ráða fleiri starfsstéttir á heilsugæslustöðvar, svo sem sálfræðinga og næringarráðgjafa?
     4.      Eru áætlanir um sérstakar aðgerðir til að
                  a.      auka áhuga ungra lækna á heimilislækningum,
                  b.      vekja áhuga lækna, hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á því að verja hluta starfsævinnar í dreifbýli,
                  c.      stuðla að því að fleiri leggi fyrir sig ljósmæðranám og ljósmóðurstarf?
        Ef svo er, í hverju eru þær fólgnar?


Skriflegt svar óskast.