Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 295. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 317  —  295. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um byggingarkostnað hjúkrunarheimila.

Frá Ástu Möller.



     1.      Hver hefur hlutfallsleg kostnaðarskipting við byggingu hjúkrunarheimila verið sl. tvo áratugi milli:
                  a.      ríkis,
                  b.      sveitarfélaga,
                  c.      annarra framkvæmdaraðila,
        sundurliðað eftir hjúkrunarheimilum?
     2.      Á hvaða tímabilum hefur kostnaðarhlutdeild ríkisins í byggingarkostnaði hjúkrunarheimila verið miðuð við 85% og frá hvaða tíma hefur almennt verið miðað við 40%, sbr. reglur um Framkvæmdasjóð aldraðra? Ef kostnaðarhlutdeildin hefur verið 85% á fyrri tímum, á hvaða grundvelli byggðist lækkun hennar?
     3.      Brjóta stjórnvöld lög um heilbrigðisþjónustu með því að leggja ekki til 85% byggingarkostnaðar hjúkrunarheimila heldur lægri hlutdeild?


Skriflegt svar óskast.