Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 332. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 362  —  332. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um eftirlit með vöruinnflutningi í gámum.

Frá Guðmundi Hallvarðssyni.



     1.      Hvernig er eftirliti háttað með vöruinnflutningi í gámum eða á pallettum, annars vegar með flugi og hins vegar skipum? Er tæknibúnaði beitt við eftirlitið, t.d. gegnumlýsingu eða öðrum slíkum aðferðum?
     2.      Hve margir vörugámar voru fluttir inn til landsins árið 2001 og með hvaða farartækjum?
     3.      Hve margir tollverðir starfa að eftirliti með vöruinnflutningi í gámum?
     4.      Hve stórt hlutfall heildarinnflutnings vöru í gámum annars vegar og á pallettum hins vegar var skoðað árið 2001?
     5.      Hversu oft hafa komið upp mál í tengslum við vöruinnflutning í gámum sem má rekja til
                  a.      rangrar tollflokkunar sem leiddi til of lágra eða hárra tollgreiðslna,
                  b.      vísvitandi rangra upplýsinga um innihald,
                  c.      fíkniefnainnflutnings?
     6.      Hvernig er eftirliti og vöruskoðun í gámum háttað annars staðar á Norðurlöndum og hve stórt hlutfall gáma er skoðað þar við innflutning?


Skriflegt svar óskast.