Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 344. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 380  —  344. mál.
Frumvarp til lagaum brottfall laga nr. 48/1966, um Stofnlánadeild verslunarfyrirtækja (verslunarlánasjóð).

(Lagt fyrir Alþingi á 128. löggjafarþingi 2002–2003.)1. gr.

    Lög nr. 48/1966, um Stofnlánadeild verslunarfyrirtækja (verslunarlánasjóð), eru felld úr gildi.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Árið 1998 sameinuðust Íslandsbanki hf. og Stofnlánadeild verslunarfyrirtækja (hér eftir nefnd Verslunarlánasjóður). Í framhaldinu óskaði Íslandsbanki hf. eftir því að viðskiptaráðherra beitti sér fyrir að lög um sjóðinn og reglugerð um starfsemi hans yrðu felld úr gildi. Ráðuneytið taldi eðlilegt að tengja niðurfellingu laganna áformaðri endurskoðun á lögum um lánastofnanir, enda heyrði Verslunarlánasjóður undir lög nr. 123/1993, um lánastofnanir aðrar en viðskiptabanka og sparisjóði, frá gildistöku þeirra laga til sameiningar sjóðsins við Íslandsbanka. Nú hefur frumvarp til laga um fjármálafyrirtæki verið lagt fram á Alþingi og því eðlilegt að lög um þessa lánastofnun verði felld úr gildi.
    Með lögum nr. 48/1966 var Verslunarbanka Íslands hf. heimilað að stofna sérstaka deild við bankann sem kölluð var Verslunarlánasjóður. Árið 1967 var sett reglugerð nr. 85/1967 um sjóðinn samkvæmt heimild í lögunum. Árið 1990 sameinaðist Íslandsbanki hf. þremur öðrum bönkum undir nafni Íslandsbanka hf. Verslunarlánasjóður fylgdi ekki með í sameiningunni en var eftir hana í eigu eignarhaldsfélags Verslunarbankans með sérstöku samkomulagi um kaup bankans á sjóðnum af eignarhaldsfélaginu. Í framhaldi af kaupunum setti bankaráð Íslandsbanka hf. meginreglur um stjórn og skipulag sjóðsins. Hinn 27. desember 1991 lýsti viðskiptaráðuneytið yfir samþykki sínu við yfirtöku bankans á sjóðnum. Hinn 1. janúar 1995 sameinaðist veðdeild Íslandsbanka hf. Verslunarlánasjóði. Hinn 16. september 1998 birtist í Lögbirtingablaði nr. 105/1988 auglýsing um samruna Íslandsbanka hf. og Verslunarlánasjóðs. Fylgiskjal.


Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga um brottfall laga nr. 48/1966,
um Stofnlánadeild verslunarfyrirtækja (verslunarlánasjóð).

    Markmiðið með frumvarpinu er að fella úr gildi lög nr. 48/1966 þar sem þau eiga ekki lengur við eftir sameiningu Íslandsbanka og Stofnlánadeildar verslunarfyrirtækja 1998.
    Verði frumvarpið óbreytt að lögum verður ekki séð að það hafi aukinn kostnað í för með sér fyrir ríkissjóð.