Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 360. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 400  —  360. mál.
Frumvarp til lagaum eftirlit með skipum.

(Lagt fyrir Alþingi á 128. löggjafarþingi 2002–2003.)I. KAFLI
Gildissvið og orðskýringar.
1. gr.
Gildissvið o.fl.

    Lög þessi gilda um öll íslensk skip.
    Ráðherra getur ákveðið í reglugerð að lög þessi gildi að hluta eða öllu leyti um erlend skip þegar þau eru í íslenskum höfnum eða innan íslenskrar lögsögu.
    Ráðherra getur ákveðið í reglugerð að eftirlit skuli haft með öryggi annarra skipa á sjó, ám og vötnum og hvernig því eftirliti skuli haga.
    Ráðherra er enn fremur heimilt að setja reglugerðir um eftirlit með skipum að því leyti sem það er nauðsynlegt vegna skuldbindinga samkvæmt samningi um Evrópskt efnahagssvæði, nr. 2/1993, með síðari breytingum.
    Farþegaflutningar í atvinnuskyni, þ.m.t. skoðunar- og veiðiferðir ferðamanna, með skipum sem lög þessi gilda um eru háðir leyfi Siglingastofnunar Íslands. Skal slíkt leyfi gefið út þegar leitt er í ljós að fullnægt er ákvæðum laga þessara og reglugerða settra samkvæmt þeim, svo og ákvæðum annarra laga og reglugerða sem gilda um skip í farþegaflutningum. Ráðherra er heimilt að setja reglugerð um útgáfu og skilyrði leyfis samkvæmt þessari málsgrein, svo og um gjald fyrir útgáfu leyfisins.
    Markmið þessara laga er að tryggja öryggi íslenskra skipa, áhafna þeirra og farþega og efla varnir gegn mengun sjávar. Þessu markmiði skal náð með því að gera tilteknar kröfur um gerð og búnað skipa, skoðun skipa og eftirlit með þeim.
    Tilgangur laga þessara og reglugerða settra samkvæmt þeim er að laga íslenskan rétt að þjóðréttarlegum skuldbindingum íslenska ríkisins samkvæmt ákvæðum alþjóðasamninga og samnings um Evrópska efnahagssvæðið.

2. gr.
Orðskýringar.

    Í lögum þessum hafa eftirfarandi orð og orðasambönd þá merkingu sem hér greinir:
     1.      Skip er sérhvert fljótandi far nema annars sé getið.
     2.      Íslenskt skip er hvert það skip sem skráð er hér á landi og rétt hefur til að sigla undir íslenskum fána.
     3.      Flokkað skip er hvert það skip sem er flokkað af flokkunarfélagi sem viðurkennt er af Siglingastofnun Íslands.
     4.      Hafnarríkiseftirlit er eftirlit og skoðun sem Siglingastofnun Íslands framkvæmir á skipum undir erlendum fána í íslenskum höfnum.
     5.      Viðurkenndur skoðunaraðili er flokkunarfélag eða skoðunarstofa sem hefur starfsleyfi Siglingastofnunar Íslands til að annast skoðun og eftirlit með skipum og búnaði þeirra skv. 10. gr.


II. KAFLI
Eftirlit með skipum.
3. gr.
Smíði, búnaður, mengunarvarnir skipa o.fl.

    Hvert skip skal smíðað og búið út á þann hátt að öryggi mannslífa sé tryggt eins og kostur er og með tilliti til þeirra verkefna sem því er ætlað á hverjum tíma.
    Skip skal fullnægja skilyrðum reglna á hverjum tíma um smíði, búnað og örugga starfsemi skips, þ.m.t. um burðarvirki þess, vatnsþétta niðurhólfun, lagnakerfi, bol, björgunar- og öryggisbúnað, vélbúnað, fjarskiptabúnað, rafbúnað, eldvarnarbúnað, mengunarvarnabúnað, siglingatæki, merkingar, lyf og læknisáhöld og annan búnað og mönnun sem varðar öryggi skipsins til að tryggja öryggi skipverja, farþega, skips, farms og varnir gegn mengun sjávar.
    Vinnusvæði og vistarverur skipverja skal hanna og búa með hliðsjón af öryggi og velferð skipverja.
    Ráðherra ákveður nánar í reglugerð um smíði, stöðugleika, hleðslumerki og búnað skipa.
    Ráðherra ákveður í reglum hvaða lög, stjórnvaldsfyrirmæli, skírteini og skipsbækur skuli vera um borð í skipum.
    Skip skulu smíðuð og búin í samræmi við lög og reglur um varnir gegn mengun sjávar og stranda.

4. gr.
Aðbúnaður og vinnuskilyrði.

    Ráðherra setur reglur um aðbúnað og vinnuskilyrði skipverja, svo sem hönnun og merkingar vinnusvæða, öryggisbúnað, notkun og viðhald vinnutækja og öryggisbúnaðar og heilbrigðis- og hollustuhætti í skipum.

5. gr.
Gömul skip.

    Ráðherra getur ákveðið að nýjar reglugerðir nái ekki til gamalla skipa og skipa sem kjölur hefur verið lagður að eða eru á hliðstæðu smíðastigi. Þó skal tekið tillit til varna gegn mengun, öryggis og aðbúnaðar um borð, enn fremur gerðar og fyrirhugaðrar notkunar skipanna. Sé gert ráð fyrir að ákvæði nýrra reglugerða nái til gamalla skipa skal þess getið sérstaklega. Þá skal að jafnaði veita eigendum slíkra skipa hæfilegan frest til að fara að nýjum ákvæðum.

6. gr.
Nýsmíði skipa.

    Nýsmíði skipa er háð eftirliti Siglingastofnunar Íslands í samræmi við reglugerð sem ráðherra setur. Þar sem þær ná ekki til skulu ekki gerðar vægari kröfur en gerðar eru af viðurkenndum flokkunarfélögum um smíði skipa. Eigandi skips skal tilkynna Siglingastofnun um smíðina. Áður en smíði hefst skal sá sem tekið hefur að sér smíði skips senda Siglingastofnun smíðalýsingu, teikningar og önnur þau gögn sem siglingamálastjóri telur nauðsynleg vegna eftirlits.
    Eiganda skips er heimilt að fela einhverju hinna viðurkenndu flokkunarfélaga eftirlit með smíði skips, enda sé skipið smíðað eftir reglum sem gilda hér á landi.

7. gr.
Breytingar á skipi.

    Engar meiri háttar breytingar má gera á skipi, svo sem stækkun farmrýmis eða yfirbyggingar, aðalvélarskipti eða breytingar sem hafa áhrif á mælingu skips, sjóhæfni og stöðugleika, öryggi og/eða aðbúnað áhafnar, án þess að fyrir liggi samþykki Siglingastofnunar Íslands eða annars aðila sem stofnunin hefur veitt umboð. Breytingarnar skulu gerðar undir eftirliti Siglingastofnunar og gilda þar um sömu reglur um eftirlit og tilkynningarskyldu og um nýsmíði.
    Sömu reglur um tilkynningarskyldu og eftirlit skulu einnig gilda um meiri háttar viðgerðir sem áhrif geta haft á öryggi skips, sjóhæfni og stöðugleika skips og aðbúnað áhafnar.

8. gr.
Innflutningur skipa.

    Skip sem er keypt eða leigt frá útlöndum til skráningar hér á landi skal hafa verið smíðað í samræmi við reglur viðurkennds flokkunarfélags um flokkuð skip eða sambærilegar reglur. Einnig skal slíkt skip fullnægja íslenskum lögum og reglum um styrkleika, búnað og haffæri. Skal skoðun fara fram áður en það er flutt inn. Innflutningur skipa er háður samþykki Siglingastofnunar Íslands að öðrum skilyrðum uppfylltum.

III. KAFLI
Skoðun skipa og framkvæmd eftirlits.
9. gr.
Ábyrgð.

    Útgerðarmanni og skipstjóra er skylt að sjá til þess að skip sé haffært þegar það leggur úr höfn og hafi gild lögboðin skírteini um borð. Eiganda skips, útgerðarmanni, skipstjóra og yfirvélstjóra er skylt að sjá um að lögskipaðar skoðunargerðir fari fram á skipi eftir því sem við á.
    Um starfsskyldur yfirmanna við skoðunargerð og verkaskiptingu fer skv. III. kafla sjómannalaga, nr. 35/1985.

10. gr.
Viðurkenndir skoðunaraðilar.

    Starfsmenn Siglingastofnunar Íslands annast alla skoðun samkvæmt lögum þessum og reglum settum samkvæmt þeim eftir nánari ákvörðun siglingamálastjóra.
    Siglingastofnun Íslands hefur heimild til að fela öðrum að framkvæma skoðun og gefur út starfsleyfi þeim til handa. Ráðherra setur reglugerð um starfsemi viðurkenndra skoðunaraðila.

11. gr.
Skoðun skipa.

    Öll skip sem notuð eru í atvinnuskyni skulu sæta skoðun Siglingastofnunar Íslands í samræmi við ákvæði reglugerða sem samgönguráðherra setur um umfang, tíðni og framkvæmd skoðana á skipum. Við skoðun á skipum skal ganga úr skugga um að skip uppfylli ákvæði laga, reglna, alþjóðasamninga og samnings um Evrópska efnahagssvæðið um smíði, búnað og örugga starfsemi skips, þ.m.t. um burðarvirki þess, vatnsþétta niðurhólfun, lagnakerfi, bol, björgunar- og öryggisbúnað, vélbúnað, fjarskiptabúnað, rafbúnað, eldvarnarbúnað, mengunarvarnabúnað, siglingatæki, merkingar, lyf og læknisáhöld og annan búnað og mönnun sem varðar öryggi skipsins til að tryggja öryggi skipverja, farþega, skips, farms og varnir gegn mengun sjávar og stranda.
    Samgönguráðherra er heimilt með reglugerð að ákveða að skip sem ekki eru notuð í atvinnuskyni skuli skoðuð af Siglingastofnun Íslands með reglulegu millibili.
     Sé skip í flokki hjá viðurkenndu flokkunarfélagi og gildu flokkunarskírteini er framvísað skal sú skoðun sem fram fór á því til viðhalds á flokkuninni talin fullnægjandi um styrkleika bols, eimkatla, vél- og rafbúnaðar, enda fullnægi skipið jafnframt þeim ákvæðum sem sérstaklega er mælt fyrir um í íslenskum lögum eða reglum varðandi þau atriði sem flokkunin tekur til, svo og skuldbindingum samkvæmt ákvæðum samnings um Evrópska efnahagssvæðið og alþjóðasamningum sem Ísland hefur fullgilt og öðlast hafa gildi.

12. gr.
Framkvæmd skoðunar skipa.

    Siglingastofnun Íslands annast eftirlit með því að fullnægt sé ákvæðum gildandi laga og reglna um öryggi skipa.
    Þegar starfsmenn Siglingastofnunar eða þeir sem hún hefur veitt umboð eru að starfi hafa þeir rétt til þess að fara um borð í hvert skip sem statt er í íslenskri höfn, innan íslenskrar landhelgi eða í íslensk skip í erlendri höfn til þess að rannsaka það sem þeim ber samkvæmt stöðu sinni. Sama gildir um skip í smíðum.
    Komi í ljós að skip, búnaður eða örugg starfsemi þess er ekki í samræmi við lög þessi, reglur eða önnur fyrirmæli getur Siglingastofnun fyrirskipað að úr því skuli bætt þegar í stað eða innan ákveðins frests.
    Starfsmenn Siglingastofnunar skulu gæta þess að valda ekki óþarfa töfum á skipi né torvelda vinnu umfram nauðsyn.
    Starfsmenn Siglingastofnunar skulu framvísa starfsskírteinum sé þess óskað.
    Eigendur, útgerðarmenn, skipstjórar, vélstjórar og aðrir, sem starfa í umboði þeirra, skulu veita Siglingastofnun alla aðstoð og upplýsingar sem óskað er vegna eftirlits og öryggis skips, svo og upplýsingar um ástand skips, sem varðar lög þessi og reglur settar samkvæmt þeim. Eigandi eða útgerðarmaður skal sjá til þess að skip sé aðgengilegt til skoðunar.

13. gr.
Aukaskoðun skipa.

    Aukaskoðun skal fara fram á skipi sem hér segir:
     1.      Þegar skip hefur verið til viðgerðar vegna atriða sem varða öryggi skips og/eða áhafnar.
     2.      Þegar gerðar hafa verið breytingar eða endurbætur á skipi sem varða eða hafa áhrif á öryggi skips og áhafnar eða hættu á mengun frá skipi.
     3.      Þegar skip hefur orðið fyrir tjóni þar sem ætla má að skemmdir kunni að hafa áhrif á öryggi skips og áhafnar eða hættu á mengun frá skipi.
     4.      Þegar eigandi skips, útgerðarmaður, skipstjóri, yfirvélstjóri, skipverji, einstaklingur eða stofnun sem á réttmætra hagsmuna að gæta varðandi örugga starfsemi skips, aðbúnað og vinnuskilyrði um borð eða mengunarvarnir krefst skoðunar eða leggur fram kvörtun nema Siglingastofnun Íslands telji slíka kröfu eða kvörtun ekki á rökum reista. Óheimilt er að veita skipstjóra, útgerðarmanni eða eiganda viðkomandi skips vitneskju um nafn þess sem leggur fram slíka kröfu eða kvörtun.
     5.      Þegar Siglingastofnun Íslands telur annars ástæðu til að rannsaka öryggi tiltekinna hluta skips eða búnaðar þess eða atriði sem varða örugga starfsemi skips.

14. gr.
Hafnarríkiseftirlit.

    Siglingastofnun Íslands skal skoða erlend skip sem koma til hafnar á Íslandi í samræmi við reglur Parísarsamkomulagsins um hafnarríkiseftirlit með skipum og skuldbindingar samkvæmt ákvæðum samnings um Evrópska efnahagssvæðið. Ráðherra setur reglur um framkvæmd hafnarríkiseftirlits og um hæfniskröfur þeirra skoðunarmanna Siglingastofnunar sem annast hafnarríkiseftirlit.

15. gr.
Skyndiskoðun skipa.

    Skyndiskoðun er fyrirvaralaus skoðun Siglingastofnunar Íslands á haffæri skips.
    Siglingastofnun Íslands er heimilt að taka skip sem lög þessi gilda um til skyndiskoðunar án fyrirvara til að ganga úr skugga um hvort ástand skipsins og búnaður þess sé í samræmi við lög og reglur sem og önnur atriði sem varða örugga starfsemi skipsins, svo sem hvort gætt sé ákvæða laga og reglna um fjölda í áhöfn skipsins, skírteini þess, takmarkað farsvið og útivist, atvinnuréttindi áhafnar, lögskráningu og fjölda farþega á farþegaskipum.
    Siglingastofnun Íslands getur falið Landhelgisgæslu Íslands eða öðrum aðila framkvæmd eftirlits á hafi úti.

16. gr.
Skírteini skips.

    Að skoðunargerð lokinni úrskurðar Siglingastofnun Íslands hvort fullnægt er ákvæðum laga og reglna um smíði, búnað og örugga starfsemi skips og hvort útgáfa skírteina, áritun eða endurnýjun skírteina eigi sér stað.
    Viðeigandi skírteini skulu gefin út til skipa sem falla undir ákvæði alþjóðasamninga og samnings um Evrópska efnahagssvæðið í samræmi við ákvæði þeirra og reglugerðar sem samgönguráðherra setur.
    Haffærisskírteini eða önnur jafngild skírteini skulu gefin út til skipa sem falla ekki undir alþjóðasamninga og ákvæði samnings um Evrópska efnahagssvæðið í samræmi við reglugerð sem samgönguráðherra setur, þar sem m.a. skal kveðið á um form og gildistíma slíkra skírteina. Eigi skal þó haffærisskírteini eða annað jafngilt skírteini gefið út fyrir skip sem er minna en 20 brúttótonn nema fyrir liggi yfirlýsing tryggingafélags um áhafnartryggingu skv. 2. mgr. 172. gr. siglingalaga, nr. 34/1985.

17. gr.
Haffæri skips.

    Skip skal telja óhaffært:
     1.      Hafi það ekki gilt viðeigandi skírteini eða haffærisskírteini samkvæmt reglum settum samkvæmt ákvæðum alþjóðasamþykkta og/eða samnings um Evrópska efnahagssvæðið.
     2.      Liggi það dýpra en hleðslumerki þess leyfa samkvæmt alþjóðasamþykktum eða reglum.
     3.      Sé bol þess, búnaði, þar á meðal mengunarvarnabúnaði, vélum, tækjum eða skipshöfn svo áfátt eða skipið er af öðrum ástæðum svo á sig komið með tilliti til öryggis skipsins og þeirra manna sem skipinu fylgja að telja verður vegna sjóferðar þeirrar er skipið skal fara að hættulegra sé að vera í förum með það en venjulegt er.

18. gr.
Skemmdir á skipi.

    Hafi skip lent í árekstri, tekið grunn eða annað að borið svo að ástæða sé til að ætla að skip sé óhaffært er skipstjóra skylt að láta skoða skipið á þeim stað er því verður fyrst við komið. Starfsmenn Siglingastofnunar Íslands eða aðrir aðilar sem stofnunin hefur viðurkennt skulu framkvæma þá skoðun.
    Þurfi að færa skip sem er óhaffært af slysstað eða úr höfn til viðgerðar eða nánari skoðunar skal Siglingastofnun Íslands eða aðrir aðilar sem stofnunin hefur viðurkennt ákveða hvaða ráðstafanir skuli gerðar með tilliti til öryggis skipsins og þeirra manna sem skipinu fylgja.

19. gr.
Upplýsingaskylda.

    Löggæslumenn, hafnaryfirvöld, leiðsögu- og hafnsögumenn, tollgæslumenn, trúnaðarmenn skipverja, starfsmenn tryggingafélaga eða lögskráningarstjórar, sem fá vitneskju um að lög þessi eða reglur settar samkvæmt þeim eru brotin eða telja sig hafa ástæðu til að ætla að skip sé ekki haffært, skulu tafarlaust gera næsta umdæmisstjóra Siglingastofnunar Íslands viðvart. Sama gildir um starfsmenn skipasmíðastöðva og verkstæða er þeir eru að starfi sínu, þó þannig að þeir skulu gera yfirmanni sínum viðvart sem tilkynnir það tafarlaust til næsta umdæmisstjóra.

IV. KAFLI
Farbann.
20. gr.
Farbann.

    Eigi að leggja skipi úr höfn án þess að það hafi gild viðeigandi skírteini samkvæmt reglum samkvæmt ákvæðum alþjóðasamþykkta og/eða samnings um Evrópska efnahagssvæðið eða haffærisskírteini eða skip er annars óhaffært á ferð skal leggja farbann á það.
    Enn fremur skal leggja farbann á skip ef starfsmenn Siglingastofnunar Íslands eru hindraðir í störfum við framkvæmd eftirlits samkvæmt lögum þessum.

21. gr.
Farbannsheimild.

    Siglingamálastjóri getur lagt farbann á skip. Einnig geta þeir starfsmenn Siglingastofnunar Íslands lagt farbann á skip sem siglingamálastjóri hefur sérstaklega veitt til þess umboð. Skulu þeir tilkynna siglingamálastjóra þegar um farbann sem þeir leggja á.

22. gr.
Tilkynning um farbann.

    Ákvörðun um farbann skal þegar í stað tilkynna skipstjóra og útgerðarmanni skriflega. Ástæður fyrir farbanni skulu tilgreindar, svo og skilyrði fyrir því að banni verði aflétt. Starfsmenn Siglingastofnunar Íslands geta óskað eftir því ef nauðsyn krefur að lögreglustjórar, hafnar- og tollyfirvöld á hverjum stað, svo og starfsmenn Landhelgisgæslu Íslands, veiti þeim fulltingi við framkvæmd farbanns og ber þeim að verða við þeirri ósk.

23. gr.
Brottfall farbanns.

    Ef ástæður farbanns eru ekki lengur fyrir hendi skal farbanni aflétt þegar í stað.
    Telji siglingamálastjóri að farbann, sem starfsmenn hans hafa lagt á, sé ekki á rökum reist skal hann þegar í stað fella það úr gildi.

24. gr.
Farbannsnefnd.

    Útgerðarmaður skips og skipstjóri geta kært farbann til farbannsnefndar.
    Samgönguráðherra skipar farbannsnefnd til þriggja ára í senn. Farbannsnefnd skipa fimm menn og jafnmargir til vara. Formaður skal fullnægja almennum dómaraskilyrðum. Hinir fjórir nefndarmennirnir skulu búa yfir sérþekkingu á sviði siglinga eða skipatækni í samræmi við verksvið nefndarinnar. Ráðherra setur nefndinni starfsreglur.
    Úrskurði nefndarinnar verður ekki skotið til æðra stjórnvalds.

25. gr.
Verkefni farbannsnefndar.

    Verkefni farbannsnefndar eru:
     1.      Að skera úr um hvort farbann skuli lagt á skip og úrskurða um gildi farbanns.
     2.      Að annast yfirskoðunargerðir og kveðja til yfirskoðunarmenn.
    Málshöfðun til ógildingar á úrskurði farbannsnefndar frestar ekki réttaráhrifum hans.

V. KAFLI
Málsmeðferð fyrir dómi.
26. gr.
Refsingar o.fl.

    Um refsimál sem höfðað er út af brotum á lögum þessum fer að hætti opinberra mála. Sé þörf sérkunnáttu við úrlausn máls skulu tveir sérfróðir meðdómendur skipa dóm, auk eins héraðsdómara.
    Áður en ákærandi höfðar opinbert mál út af brotum á lögunum getur hann leitað umsagnar siglingamálastjóra liggi hún ekki þegar fyrir. Ber siglingamálastjóra að láta í té rökstudda umsögn svo fljótt sem verða má.
    Ákærandi skal útvega samgönguráðuneyti og Siglingastofnun Íslands eftirrit dóma í málum út af brotum á lögum þessum.

27. gr.
Málsmeðferð.

    Málum sem höfðuð eru til ógildingar á úrskurðum farbannsnefndar skv. 24. og 25. gr. skal hraða svo sem kostur er. Um mál þessi fer eftir almennri meðferð einkamála.

VI. KAFLI
Gjöld.
28. gr.
Gjöld.

    Eigandi skips skal greiða árlega í ríkissjóð sérstakt gjald, skipagjald, af hverju skipi sem skráð er á aðalskipaskrá eins og hér segir:
     Skráningarlengd skips
Árlegt gjald (í kr.)

    < 8 metrar
     6.250

    8–15 metrar
   11.200

    15–24 metrar
   25.000

    24–45 metrar
   49.600

    45–60 metrar
   81.900

    > 60 metrar
 108.400

Gjöldin skulu miðuð við skráningu 1. janúar ár hvert og er gjalddagi og eindagi þeirra sá sami 1. apríl ár hvert. Við eigendaskipti ber hinn fyrri eigandi ábyrgð á gjaldinu þar til umskráning hefur farið fram.
    Utan Reykjavíkur skulu gjöld skv. 1. mgr. innheimt af sýslumönnum en í Reykjavík skulu þau innheimt af tollstjóra. Innheimtumenn skulu skila gjöldum sem þeir innheimta skv. 1. mgr. í ríkissjóð. Ef skipagjald er ekki greitt á gjalddaga skal greiða ríkissjóði dráttarvexti, sbr. III. kafla laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá næsta degi eftir gjalddaga, af þeirri fjárhæð sem þá er ógreidd fram að greiðsludegi.
    Fyrir skoðun á skipum og búnaði þeirra, útgáfu skírteina, samþykkt smíðalýsinga og teikninga og aðra lögboðna þjónustu sem Siglingastofnun Íslands veitir skal eigandi greiða samkvæmt gjaldskrá sem samgönguráðherra setur að tillögu Siglingastofnunar Íslands og miðast hún við kostnað stofnunarinnar.
    Gjöldum samkvæmt grein þessari fylgir lögveð í skipi í eitt ár frá því er gjald var kræft.
    Siglingastofnun Íslands er heimilt að halda eftir haffærisskírteini eða öðrum jafngildum skírteinum samkvæmt samningum og alþjóðasamningum sem Ísland hefur fullgilt, að skoðun lokinni, ef gjöld skv. 3. mgr. eru ekki greidd.
    Ráðherra er heimilt að setja nánari ákvæði um framkvæmd þessa ákvæðis í reglugerð.

VII. KAFLI
Refsingar, svipting réttinda o.fl.
29. gr.
Brot.

    Brot gegn lögum þessum eða reglum settum samkvæmt þeim varða sektum eða fangelsi allt að tveimur árum og lúta meðferð opinberra mála.

30. gr.
Hlutdeild.

    Um brot skv. 29. gr. skal beitt reglum almennra hegningarlaga um hlutdeild.
    Nú er brot framið með verknaði sem refsiverður er samkvæmt almennum hegningarlögum og skal þá einnig beita viðeigandi ákvæðum þeirra.

31. gr.
Svipting réttinda.

    Þegar um brot er að ræða og sérstaklega miklar sakir eru má svipta sökunaut rétti til skipstjórnar, stýrimennsku, vélstjórnar eða fjarskiptastarfa um ákveðinn tíma er eigi sé skemmri en þrír mánuðir.
    Nú er brot að öðru leyti sérstaklega stórfellt eða ítrekað og skal þá beita réttindasviptingu eigi skemur en sex mánuði og allt að fimm árum eða ævilangt.

32. gr.
Svipting réttinda.

    Svipting réttinda skv. 31. gr. skal gerð með dómi. Þó má ljúka máli um sviptingu réttinda með ákvörðun dómara hafi ákærði játað sekt sína og fallist skriflega á slík málalok enda mótmæli ákærandi þeim ekki.
    Ákærandi skal tilkynna öllum lögreglustjórum í landinu um réttindasviptingu og senda samgönguráðuneyti réttindaskírteini.
    Þegar tvö ár hið fæsta eru liðin frá því að réttindasvipting var dæmd getur samgönguráðherra veitt réttindin á nýjan leik mæli sérstakar ástæður með því, enda þótt sviptingartími sé ekki liðinn.

33. gr.
Sektir.

    Sektir fyrir brot gegn lögum þessum renna í ríkissjóð. Dómara er heimilt að ákveða að þeim fylgi lögveð í skipi og búnaði þess.

34. gr.
Önnur lög.

    Lög þessi raska í engu ákvæðum áfengislaga að því er snertir viðurlög ef menn eru undir áhrifum áfengis við störf sín.

VIII. KAFLI
Gildistaka.
35. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2003. Jafnframt falla úr gildi lög nr. 35/1993, um eftirlit með skipum, með síðari breytingum. Reglugerðir settar samkvæmt ákvæðum þeirra laga halda gildi sínu að svo miklu leyti sem þær fara ekki í bága við ákvæði þessara laga.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Frumvarp þetta er samið í Siglingastofnun Íslands í samvinnu við samgönguráðuneyti.
    Lög um eftirlit með skipum, nr. 35/1993, þarfnast breytinga, einkum með tilliti til nýrra EES-gerða samkvæmt samningi um Evrópska efnahagssvæðið. Í 11. gr. gildandi laga er gert ráð fyrir að öll skip skulu skoðuð aðalskoðun einu sinni á ári. Á undanförnum árum hafa verið innleiddar tilskipanir vegna aðildar Íslands að samningi um Evrópska efnahagssvæðið sem að nokkru leyti ganga á skjön við ákvæði 11. gr. gildandi laga, þar sem gert er ráð fyrir að öll skip skuli skoðuð aðalskoðun einu sinni á ári. Í því sambandi má nefna:
     a.      SOLAS-alþjóðasamþykktina sem gerir ráð fyrir upphafsskoðun fyrir ný flutningaskip, aðalskoðunum á fimm ára fresti, milliskoðunum á tveggja til þriggja ára fresti, árlegum skoðunum þar sem við á og botnskoðunum á að minnsta kosti þriggja ára fresti. Hvað farþegaskip varðar skal fara fram upphafsskoðun og aðalskoðun á tólf mánaða fresti. Ísland er aðili að SOLAS-samþykktinni frá 1974 sem tekur til flutningaskipa og farþegaskipa.
     b.      Reglugerð um öryggi fiskiskipa sem eru 24 metrar að lengd eða lengri, nr. 26/2000, þar sem tekin eru upp ákvæði tilskipunar ráðsins 97/70/EB frá 11. desember 1997 um að setja samræmdar reglur um öryggi fiskiskipa sem eru 24 metrar að lengd og lengri. Sú tilskipun byggist á Torremolinos-bókuninni frá 1993. Í 6. reglu I. kafla í viðauka reglugerðarinnar er kveðið á um að hvert skip skuli háð nánar tilteknum skoðunum, þ.e. upphafsskoðun vegna nýsmíða, reglubundinni aðalskoðun með fjögurra ára millibili hvað varðar bol og vélbúnað með heimild til eins árs framlengingar, tvö ár er varðar búnað skips og eitt ár er varðar fjarskiptabúnað. Milliskoðun skal vera á tveggja ára fresti, en árlega á skipum úr tré. Skoðunin skal einnig tryggja að breytingar sem geta rýrt öryggi skips eða áhafnar þess hafi ekki verið gerðar.
     c.      Reglugerð um öryggi farþegaskipa í innanlandssiglingum, nr. 666/2001, þar sem tekin eru upp ákvæði tilskipunar ráðsins 98/18/EB frá 17. mars 1998 um öryggisreglur og staðla fyrir farþegaskip. Í 8. gr. reglugerðarinnar er kveðið á um að öll skip skuli skoðuð áður en þau eru tekin í notkun, reglubundinni aðalskoðun á tólf mánaða fresti og viðbótarskoðun eftir því sem ástæða er til.
     d.      Reglugerð um skoðanir ekjuferja og háhraðafarþegafara í millilandasiglingum, nr. 743/2001, þar sem tekin eru upp ákvæði tilskipunar ráðsins 1999/35/EB frá 29. apríl 1999 um kerfi lögboðinna skoðana til að stuðla að öruggum rekstri ekjuferja og háhraðafarþegafara í áætlunarferðum.
    Hinn 10. janúar 2000 tók í gildi hér á landi reglugerð nr. 26/2000, um öryggi fiskiskipa sem eru 24 metrar að lengd og lengri. Reglugerðin var sett samkvæmt lögum nr. 35/1993, um eftirlit með skipum, og með hliðsjón af tilskipun 97/70/EB frá 11. desember 1997 um að koma á samræmdum reglum um öryggi fiskiskipa yfir 24 metrum að lengd. Reglugerðin á við um ný fiskiskip og einnig gömul í einstaka tilfellum. Tilskipunin hefur verið tekin upp í íslenskan rétt með framangreindri reglugerð og gert er ráð fyrir að íslensk stjórnvöld aðlagi sitt lagaumhverfi til samræmis við hana. Í viðauka I, 1. kafla, eru almenn ákvæði sem fjalla m.a. um skoðunartímabil skipa, útgáfu og áritun skírteina, gerð þeirra og skrár yfir búnað. Þessi ákvæði fela í sér veigamiklar breytingar á skoðunartímabilum og útgáfu skírteina og eru ekki í samræmi við núgildandi lög um eftirlit með skipum. Jafnframt er nauðsynlegt með tilliti til alþjóðasamþykktar um öryggi mannslífa á hafinu frá 1974, SOLAS 74, með áorðnum breytingum, að breyta skoðunartímabilinu.
    Frumvarpið byggist á því að skoðanir á skipum verði áfram þrenns konar, þ.e. aðalskoðun, milliskoðun og skyndiskoðun. Milliskoðun kemur í stað aukaskoðunar. Byggt er á að skoðunarferlið verði í samræmi við EES-gerðir og SOLAS-alþjóðasamþykktina. Hins vegar er gert ráð fyrir því að skoðun á öryggisbúnaði skipa fari ætíð fram árlega og er lagt til að skoðunartímabilin verði eftirfarandi:
     Aðalskoðun (fullnaðarskoðun) á skipi fari fram:
     1.      áður en skip er tekið í notkun,
     2.      á fimm ára fresti er varðar bol, raf- og vélbúnað,
     3.      á tveggja ára tímabili er varðar búnað skipsins,
     4.      árlega er varðar fjarskipta- og öryggisbúnað og
     5.      samkvæmt samningum og alþjóðasamþykktum.
    Heimilt er að framlengja gildistíma aðalskoðunar um eitt ár ef fyrir liggur rökstudd og skrifleg beiðni þar um.
     Milliskoðun er reglubundin einföld skoðun á tveggja ára fresti en árlega fyrir tréskip. Lagt er til að Siglingastofnun geti framlengt gildistíma milliskoðunar um sex mánuði ef fyrir liggur rökstudd og skrifleg beiðni þar um. Einnig á að framkvæma milliskoðun eftir viðgerð á skipi, ef hennar er krafist og ef Siglingastofnun metur svo.
     Skyndiskoðanir verði óbreyttar.
    Helstu áhrif breytinganna er að skoðunartímabil lengjast, þ.e. aðalskoðun verður á fimm ára fresti og milliskoðun á tveggja ára fresti í stað árlegrar aðalskoðunar. Aðalskoðunum mun fækka með tilliti til skoðunar bols og vélbúnaðar. Lagt er til að skoðun öryggisbúnaðar verði með sama hætti og í 11. gr. gildandi laga um eftirlit með skipum, þ.e. skoðaður árlega. Milliskoðun er eins konar viðbótareftirlit með þeim þáttum sem skoðunaraðilar meta við skoðanir. Þótt skoðunartímabil lengist getur Siglingastofnun hvenær sem er beitt skyndiskoðun og fylgst þannig vel með ástandi skipa. Ekki er verið að slaka á kröfum um öryggi skipa og áhafna með þessu frumvarpi.
    Fjölmargar reglugerðir hafa verið settar á grundvelli laga um eftirlit með skipum, nr. 35/1993, og eldri laga um sama efni. Verði frumvarp þetta að lögum munu þessar reglugerðir halda gildi sínu að því marki sem þær fara ekki gegn lögunum. Hér á eftir er samantekt um þær reglugerðir sem settar hafa verið á grundvelli laganna:
    Rg. um þjónustustöðvar gúmmíbjörgunarbáta, 588/2002.
    Rg. um gjöld fyrir skoðun, skráningu og mælingu skipa o.fl., 587/2002.
    Rg. um fjarskiptabúnað og fjarskipti íslenskra skipa, 53/2000.
    Rg. um ráðstafanir er stuðla að bættu öryggi og heilsu starfsmanna um borð í skipum, 786/1998, sbr. 656/2001.
    Rg. um heilbrigðisþjónustu, lyf og læknisáhöld um borð í íslenskum skipum, 365/1998.
    Rg. um hafnarríkiseftirlit, 128/1997, sbr. 439/1997, 97/1999, 188/2000, 656/2000 og 361/2001.
    Reglur um smíði báta styttri en 6 metrar, 661/1996.
    Reglur um smíði og búnað báta með mestu lengd allt að 15 metrum, 592/1994, sbr. 210/1995, 55/1998 (stöðugleiki skipa), 693/1998 (útblástur), 398/1999, (logamörk), 489/1999 (salerni) og 720/2000 (Norðurlandareglur um smíði og búnað)
    Reglur um björgunar- og öryggisbúnað íslenskra skipa, 189/1994, sbr. 14/1995, 714/1995, 18/1996, 359/1996, 705/1996, 337/1997, 530/1997, 2/1998, 314/1998, 744/1998, 522/1999, 891/1999, 147/2000 og 667/2001.
    Rg. um viðurkenningu flokkunarfélaga vegna eftirlits með skipum, 153/1994, sbr. 364/ 1999.
    Reglur um hávaðamörk í íslenskum skipum, 179/1985.
    Rg. um skráningu á afli aðalvéla íslenskra skipa, 143/1984.
    Reglur um raforku og raflagnir, 28/1977 sbr. 516/1979 og 667/2001
    Reglur um eftirlit með skipum og öryggi þeirra, 11/1953 kafli I, sbr. 52/1965, 263/1969, 76/197, 553/1975, 327/1977 og 521/1984 og 667/2001.
    Reglur um smíði tréskipa, 260/1947 sbr. 159/1967 og 521/1984
     Fiskiskip:
    
Rg. um öryggi fiskiskipa sem eru 24 metrar að lengd eða lengri, 26/2000.
    Rg. um lágmarkskröfur er varða öryggi, hollustuhætti og heilsu við vinnu um borð í fiskiskipum, 785/1998.
    Reglur um vinnuöryggi á fiskiskipum 15 metrar og lengri, 414/1995.
    Reglur um vistarverur áhafna fiskiskipa, öryggi og aðbúnað í vinnu- og vinnslurými fiskiskipa, 185/1995.
    Smíði fiskiskipa úr stáli allt að 50 m að lengd, 327/1977, sbr. 481/1989 og 521/1984.
    Reglur um stöðugleika og öryggi fiskiskipa, 553/1975, sbr. 124/1988, 275/1989 og 54/1998.
    Reglur um eldvarnir í fiskiskipum, 260/1969, 521/1984 og 522/1984.
     Farþegaskip:
    Rg. um skoðanir ekjuferja og háhraðafarþegafara í millilandasiglingum, 743/2001.
    Rg. um breytingu á ýmsum reglugerðum vegna rg. nr. 666/2001 um öryggi farþegaskipa í innanlandssiglingum og reglugerðar nr. 26/2000 um öryggi fiskiskips sem eru 24 metrar að lengd og lengri, 667/2001.
    Rg. um öryggi farþegaskipa í innanlandssiglingum, 666/2001.
    Rg. um skráningu einstaklinga sem sigla með farþegaskipum, 659/2000.
    Rg. um ráðstafanir er stuðla að bættu öryggi og heilsu starfsmanna um borð í skipum, 786/1998, sbr. 656/2001.
    Rg. um leyfi til farþegaflutninga með skipum, 463/1998.
    Reglur um björgunar- og öryggisbúnað vöruflutninga- og farþegaskipa, 3/1987, sbr. 667/2001.
    Um vél- og rafbúnað vöruflutninga og farþegaskipa, 635/1983.
    Reglur um vinnuöryggi á flutninga- og farþegaskipum, 440/1980.
    Reglur um vistarverur áhafna flutninga- og farþegaskipa, 492/1979.
    Reglur um eftirlit með skipum og öryggi þeirra, nr. 11/1953, sbr. 521/1984 og 667/2001.
     Flutningaskip:
    
Reglur um björgunar- og öryggisbúnað vöruflutninga- og farþegaskipa, 3/1987, sbr. 667/2001.
    Reglur um skoðun vöruflutningaskipa og útgáfa öryggisskírteina, 638/1983.
    Reglur um flutning á korni, 637/1983.
    Reglur um eldvarnir í vöruflutningaskipum, 636/1983.
    Reglur um vél- og rafbúnað vöruflutninga- og farþegaskipa, 635/1983, sbr. 542/1994.
    Reglur um flutning á hættulegum varningi, 801/1982.
    Reglur um flutninga á lausu kísiljárni í lestum skipa, 292/1981.
    Reglur um vinnuöryggi á flutninga- og farþegaskipum, 440/1980.
    Reglur um vistarverur áhafna flutninga- og farþegaskipa, 492/1979.
     Skemmtibátar:
    
Rg. um skemmtibáta, 168/1997, sbr. 708/2000.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.
Um 1. gr.

    Með frumvarpinu er lagt til að lögin gildi um öll íslensk skip, þ.e. hvert það skip sem skráð er hér á landi, sbr. 1. gr. laga um skráningu skipa, nr. 115/1985, með síðari breytingum. Ráðherra gerur ákveðið að eftirlit verði haft með öryggi annarra skipa og hefur sú heimild verið nýtt, t.d. með reglugerð um skemmtibáta, nr. 168/1997, með síðari breytingum.
    Með 2. mgr. er kveðið á um að ráðherra geti í reglugerð ákveðið að lögin gildi að hluta eða öllu leyti um erlend skip þegar þau eru í íslenskum höfnum. Þetta ákvæði er óbreytt frá gildandi lögum. Í mörgum alþjóðasamningum sem Ísland hefur fullgilt t.d. MARPOL og SOLAS, eru „hafnarríkjum“ veittar umfangsmiklar heimildir til eftirlits með erlendum skipum sem taka höfn hjá viðkomandi „hafnarríki“. Þá er Ísland orðið aðili að sérstöku samkomulagi um hafnarríkiseftirlit, sjá nánar 14. gr. frumvarpsins og athugasemdir við hana.
    Í 5. mgr. er kveðið á um að farþegaflutningar í atvinnuskyni með skipum séu háðir leyfi Siglingastofnunar. Ákvæði þessarar málsgreinar kom í lög nr. 35/1993, um eftirlit með skipum, með lögum nr. 74/1998. Þá þótti brýnt, í ljósi þess að framboð á ýmiss konar skemmti- og útsýnisferðum með skipum á sjó, ám og vötnum hérlendis hafði aukist ár frá ári, að auka eftirlit með þessari starfsemi. Gildissviði laganna var breytt þannig að þau taka til allra skipa sem flytja farþega í atvinnuskyni á sjó, ám eða vötnum án tillits til stærðar. Skiptir þar ekki máli hvort skipið er skráð á skipaskrá sem farþegaskip, hversu marga farþega það má flytja og hvar og hvenær það siglir með farþega. Með reglugerð getur ráðherra ákveðið að erlend skip í farþegaflutningum falli undir ákvæðið, sbr. 2. mgr. 1. gr. laganna. Kveðið var á um að farþegaflutningar með skipum væru háðir leyfi. Tilgangurinn með ákvæðinu er að lögfesta skýran grundvöll fyrir samræmdu eftirliti með smíði og búnaði skipa í farþegaflutningum, aðbúnaði og öryggi farþega, mönnun skipanna, atvinnuréttindum og þjálfun skipverja og öðrum öryggisþáttum í starfseminni. Siglingastofnun Íslands gefi út slíkt leyfi þegar sýnt hefur verið fram á að uppfyllt séu ákvæði laga og reglugerða sem um skipið og starfsemi þessa gilda. Átt er við lög um eftirlit með skipum og reglugerðir sem settar hafa verið með stoð í þeim lögum, en einnig önnur lög og reglugerðir sem gilda um skip í farþegaflutningum. Sem dæmi um slík lög má nefna siglingalög og atvinnuréttindalög. Ákvæði 5. gr. gildandi laga er stytt með frumvarpi þessu þar sem nú er fjallað um lágmarksmönnun farþegaskipa í lögum um áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa, nr. 76/2001. Frumvarpið gerir ráð fyrir að sett verði reglugerð þar sem nánar verði kveðið á um útgáfu og skilyrði leyfisins, og gjaldtöku fyrir leyfið. Í reglugerð verður þannig heimilt að setja m.a. ákvæði um gildistíma leyfisins, takmörkun farsviðs, hámarksfjölda farþega og önnur atriði sem lúta að öryggi farþega, t.d. að keypt hafi verið vátrygging fyrir tjóni farþega, sbr. reglugerð um leyfi til farþegaflutninga með skipum, nr. 463/1998.

Um 2. gr.

    Greinin svarar til 2. gr. laga um eftirlit með skipum, nr. 35/1993, með síðari breytingum. Þó hafa eftirfarandi breytingar orðið á greininni:
     a.      Í 3. tölul. er miðað við að Siglingastofnun Íslands viðurkenni flokkunarfélag en ekki ráðherra.
     b.      Felldar hafa verið brott skilgreiningar á fiskiskipi, farþegaskipi og kaupskipi, þar sem þau orð eru ekki notuð í lögunum.
     c.      Bætt er við skilgreiningu á hafnarríkiseftirliti með tilliti til 14. gr. frumvarpsins.


Um 3. gr.

    Greinin svarar til 3. gr. laga um eftirlit með skipum, nr. 35/1993, með síðari breytingum, en 2. mgr. hefur verið víkkuð út og talin upp fleiri atriði en í gildandi lögum sem fullnægja þarf.


Um 4. gr.

    Greinin er samhljóða 4. gr. laga um eftirlit með skipum, nr. 35/1993, með síðari breytingum.
    Skv. 2. og 3. gr. laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980, með síðari breytingum, ná lögin ekki til skipa og skipverja, nema vegna fermingar og affermingar skipa, þ.m.t. fiskiskipa, svo og til viðgerða um borð í skipum og starfsemi, sem því er tengd. Lögin ná þó ekki til búnaðar í skipum, sem notaður er í þessum tilgangi. Lögin ná heldur ekki til lögskráðra manna, nema þegar þeir starfa undir verkstjórn úr landi.
    Á grundvelli þessa ákvæðis laganna hafa verið settar tvær reglugerðir:
     a.      Reglugerð um ráðstafanir er stuðla að bættu öryggi og heilsu starfsmanna um borð í skipum, nr. 785/1998, sem var sett m.a. með hliðsjón af tilskipun ráðsins 93/103/EBE frá 23. nóvember 1993 um lágmarkskröfur er varða öryggi, hollustuhætti og heilsu við vinnu um borð í fiskiskipum (þrettánda sértilskipun í skilningi 1. mgr. 16. gr. tilskipunar nr. 89/391/EBE). Þessi tilskipun fjallar um lágmarkskröfur um öryggi- og heilsuvernd um borð í fiskiskipum, m.a. út af hinum erfiðu og sérstöku vinnuskilyrðum um borð í fiskiskipum.
     b.      Reglugerð um lágmarkskröfur er varða öryggi, hollustuhætti og heilsu við vinnu um borð í skipum, nr. 786/1998, sbr. breytingu nr. 656/2001.


Um 5. gr.

    Greinin svarar til 5. gr. laga um eftirlit með skipum, nr. 35/1993, með síðari breytingum, og fjallar um það álitaefni hvort nýjar reglugerðir taki til eldri skipa. Hér er kveðið á um þá meginreglu að nýjar reglugerðir taki til eldri skipa nema annað sé sérstaklega tekið fram. Með frumvarpinu er lagt til að við setningu nýrra reglugerða verði sérstaklega tekið fram hvort ákvæði þeirra taki til eldri skipa og að jafnaði skuli veita eigendum slíkra skipa hæfilegan frest til að verða við nýjum ákvæðum.

Um 6. gr.

    Greinin er samhljóða 6. gr. laga um eftirlit með skipum, nr. 35/1993, með síðari breytingum.
    Í 1. mgr. felst að smíðalýsingar og önnur gögn skuli senda Siglingastofnun áður en smíði hefst. Það er afar mikilvægt að öll gögn, sem nauðsynleg eru vegna öryggis skips og mengunarvarna, berist áður en smíði hefst, bæði til að tryggja eftir föngum markmið laganna og hugsanlega koma í veg fyrir óþarfa kostnaðarauka síðar.
    Eigandi skips er ábyrgur fyrir tilkynningu til Siglingastofnunar um nýsmíði hvort sem skip er smíðað hér á landi eða erlendis. Sá sem tekið hefur að sér smíði skips, þar með taldar erlendar skipasmíðastöðvar, er áfram ábyrgur fyrir að senda stofnuninni teikningar og önnur nauðsynleg gögn.

Um 7. gr.

    Greinin er samhljóða 7. gr. laga um eftirlit með skipum, nr. 35/1993, með síðari breytingum.
    Meiri háttar breyting er tengd sjóhæfni, stöðugleika og öryggi skips, þ.e. samþykki Siglingastofnunar er krafist þegar breytingar á skipi hafa áhrif á mælingu, sjóhæfni, stöðugleika og öryggi skips. Auk meiri háttar breytinga, svo sem stækkunar, lengingar, yfirbyggingar og nýrrar brúar, falla undir ákvæðið breytingar sem hafa áhrif á stöðugleika skips, svo sem veiðarfærabúnaður, toggálgar, togspil o.s.frv. Siglingastofnun getur veitt umboð til hæfs aðila til að annast samþykki og eftirlit með breytingum skipa, t.d. flokkunarfélög sem viðurkennd eru hérlendis og aðrir viðurkenndir skoðunaraðilar.
    Í 2. mgr. er kveðið á um að sama gildi um viðgerðir sem geta haft áhrif á sjóhæfni og öryggi skips og aðbúnað skipverja. Þetta ákvæði kom í lög með samþykkt laga nr. 35/1993. Þótt viðgerðir á skipum séu oftast í sinni einföldustu mynd ekki þess eðlis að þær hafi áhrif á öryggi eða aðbúnað skipverja, þá eru allt of mörg dæmi þess að fram hafa farið viðgerðir á skipum og búnaði skipa sem hafa verið ófullnægjandi og jafnvel leitt af sér slys. Helstu hættur hvað þetta varðar tengjast veiðibúnaði á fiskiskipum, t.d. spilum, vindum, toggálgum og blökkum. Því er mikilvægt að staðið sé eins vel að þess konar viðgerðum og kostur er á.


Um 8. gr.

    Greinin svarar til 8. gr. laga um eftirlit með skipum, nr. 35/1993, með síðari breytingum.
    Greinin gildir um skip sem flutt eru til landsins fullsmíðuð. Láti íslenskur aðili smíða skip erlendis eða kaupi slíkt skip í smíðum gilda ákvæði 6. gr. frumvarpsins.


Um 9. gr.

    Greinin svarar til 9. gr. laga um eftirlit með skipum, nr. 35/1993, með síðari breytingum, en hér er lagt til að yfirvélstjórum verði bætt í hóp þeirra sem ábyrgð bera á að lögskipaðar skoðunargerðir fari fram og að útgerðarmanni sé auk skipstjóra skylt að sjá til þess að skip sé haffært þegar það leggur úr höfn. Er það m.a. gert til samræmis við 53. gr. sjómannalaga, nr. 35/1985, þar sem segir að yfirvélstjóri beri ábyrgð á fyrirskipuðum skoðunum og eftirliti á vélbúnaði skipsins.


Um 10. gr.

    Greinin svarar til 10. gr. laga um eftirlit með skipum, nr. 35/1993, með síðari breytingum, en ákvæði 1. mgr. greinarinnar hefur verið fellt brott enda miðar frumvarpið við að nánar verði kveðið á um eðli og umfang skoðunar með reglugerð.
    2. mgr. er efnislega samhljóða gildandi lögum og kveður á um heimild til Siglingastofnunar til að fela öðrum hæfum aðilum að framkvæma einstaka þætti skoðunar. Gildandi lög miða við að þessi heimild sé bundin við einstaka þætti skoðunar en hér er heimildin víkkuð út og nær til þess að fela skoðanir og eftirlit með skipum eða skipsbúnaði í heild sinni eða að hluta til viðurkenndra skoðunaraðila, t.d. flokkunarfélaga eða sérstakra skoðunarstofa í samræmi við reglugerð sem samgönguráðherra setur þar um. Ákvæðið tekur einnig til þess þegar sérstakar skoðunarstofur annast skoðun á einstaka búnaði skips, t.d. gúmmíbjörgunarbátum, sleppibúnaði björgunarbáta og slökkvitækjum.

Um 11. gr.

    Greinin svarar til 11. gr. laga um eftirlit með skipum, nr. 35/1993, með síðari breytingum.
    Skv. 11. gr. gildandi laga er meginreglan um tíðni skoðana Siglingastofnunar og þeirra sem til þess hafa umboð að aðalskoðun skuli fara fram á hverju skipi árlega eða samkvæmt alþjóðareglum þegar það á við og að við aðalskoðun skuli athuga búnað skipsins og annað er lýtur að öryggi þess og áhafnar. Siglingastofnun Íslands getur þegar sérstakar ástæður mæla með því veitt heimild til frestunar á aðalskoðun í allt að þrjá mánuði.
    Í 4. mgr. 11. gr. gildandi laga kemur fram að sé skip í viðurkenndu flokkunarfélagi og gildu flokkunarskírteini er framvísað skuli sú skoðun sem fram fór á því til viðhalds á flokkuninni talin fullnægjandi um styrkleika bols, eimkatla, vél- og rafbúnað, enda fullnægi skipið jafnframt þeim ákvæðum sem sérstaklega er mælt fyrir um í íslenskum lögum eða reglum varðandi þau atriði sem flokkunin tekur til.
    Á undanförnum árum hafa verið innleiddar tilskipanir vegna aðildar Íslands að samningi um Evrópska efnahagssvæðið sem að sumu leyti ganga á skjön við áðurnefnd ákvæði laga um eftirlit með skipum, nr. 35/1993, með síðari breytingum, en í því sambandi má nefna:
     a.      Reglugerð um öryggi fiskiskipa sem eru 24 metrar að lengd eða lengri, nr. 26/2000, þar sem tekin eru upp ákvæði tilskipunar ráðsins 97/70/EB frá 11. desember 1997 um að setja samræmdar reglur um öryggi fiskiskipa sem eru 24 metrar að lengd og lengri. Í 6. reglu I. kafla í viðauka reglugerðarinnar er kveðið á um að hvert skip skuli háð nánar tilteknum skoðunum, þ.e. upphafsskoðun, reglubundinni aðalskoðun á tilteknu árabili eftir því hvort um er að ræða bol, vélbúnað, fjarskiptabúnað, öryggisbúnað o.fl. og milliskoðun samkvæmt nánari ákvörðun stjórnvalda, en milliskoðun skal vera með tveggja ára millibili á skipum með bol úr öðru efni en tré en með eins árs millibili á skipum með bol úr tré. Skoðunin skal einnig tryggja að breytingar sem geta rýrt öryggi skipsins eða áhafnar þess hafi ekki verið gerðar.
     b.      Reglugerð um öryggi farþegaskipa í innanlandssiglingum, nr. 666/2001, þar sem tekin eru upp ákvæði tilskipunar ráðsins 98/18/EB frá 17. mars 1998 um öryggisreglur og staðla fyrir farþegaskip. Í 8. gr. reglugerðarinnar er kveðið á um að öll skip skuli skoðuð áður en þau eru tekin í notkun, reglubundinni aðalskoðun á 12 mánaða fresti og viðbótarskoðunum eftir því sem ástæða er til.
    Hinn 16. júlí 1983 fullgilti Ísland alþjóðasamning um öryggi mannslífa á hafinu frá 1. nóvember 1974 (SOLAS), en sá samningur leysti af hólmi eldri alþjóðasamninga um sama efni frá 1948 og 1960. Samningurinn tekur til farþegaskipa og flutningaskipa. Í bókun frá 1988 við SOLAS-samþykktina er innleitt samræmt skoðunarkerfi (Harmonized System of Survey and Certification, HSSC) fyrir skip sem falla undir samþykktina. Í því felst m.a. að fimm ára skoðunarhringur er tekinn upp frá gildistíma skírteina til sama tíma. Mikið hagræði hlýst af þessu því að skoðanir sem krafist er samkvæmt ýmsum alþjóðasamþykktum og kóðum verða framkvæmdar á sama tíma. Ísland hefur nýlega fullgilt þessa bókun og í framhaldi af því þarf að breyta skírteinum sem heyra undir SOLAS-alþjóðasamþykktina. Í samþykktinni er m.a. fjallað um skoðanir á burðarvirki, vélbúnaði og búnaði flutningaskipa og þar kemur eftirfarandi fram:

„10. regla. Skoðanir á burðarvirki, vélbúnaði og búnaði flutningaskipa.

     a.      Burðarvirki, vélbúnaður og búnaður flutningaskipa (önnur en atriði sem tengjast útgáfu öryggisskírteinis fyrir búnað flutningaskips og öryggisskírteinis fyrir fjarskiptabúnað flutningaskips) eins og um getur í i-lið b-liðar skulu sæta skoðunum og eftirliti eins og um getur hér á eftir:
                  i.      upphafsskoðun, þar með talið skoðun á ytra byrði botns, áður en skipið er tekið í notkun;
                  ii.      endurnýjunarskoðun með millibilum, samkvæmt nánari ákvörðun stjórnvalda en ekki sjaldnar en á 5 ára fresti nema þegar b-, e-, f- og g-liðir 14. reglu eiga við;
                  iii.      milliskoðun innan þriggja mánaða fyrir eða eftir aðra árlegu dagsetninguna eða innan þriggja mánaða fyrir eða eftir þriðju árlegu dagsetningu öryggisskírteinis um smíði flutningaskips, sem skal gerð við eina af árlegu skoðununum sem tilgreindar eru í iv- lið a-liðar;
                  iv.      árleg skoðun innan þriggja mánaða fyrir eða eftir hverja árlegu dagsetningu öryggisskírteinis um smíði vöruflutningaskips;
                  v.      að lágmarki tvær skoðanir á ytra byrði botns á hverju fimm ára tímabili nema þegar e- eða f-liðir 14. reglu eiga við. Þegar e- eða f-liðir 14. reglu eiga við má framlengja þetta fimm ára tímabil þannig að það stemmi við framlengdan gildistíma skírteinisins. Í öllum tilvikum skal millibilið milli hverra tveggja slíkra skoðana ekki vera lengra en 36 mánuðir;
                  vi.      aukaskoðun sú sem mælt er fyrir um fyrir farþegaskip í iii-lið b-liðar 7. reglu.“

Um 12. gr.

    Greinin svarar til 18. gr. laga um eftirlit með skipum, nr. 35/1993, með síðari breytingum.
Þessi grein fjallar um hlutverk Siglingastofnunar Íslands við eftirlit með skipum og réttindi og skyldur starfsmanna Siglingastofnunar við framkvæmd þessa eftirlits. Um skipulag Siglingastofnunar, hlutverk hennar, skipun starfsmanna og önnur atriði, sem að henni lúta, vísast til laga um Siglingastofnun Íslands, nr. 6/1996. Samkvæmt lögunum er verkefni Siglingastofnunar m.a. að annast framkvæmd laga um eftirlit með skipum, laga um mælingu skipa og laga um skráningu skipa. Jafnframt á Siglingastofnun að annast mál er varða lög um varnir gegn mengun sjávar og reglugerðir samkvæmt þeim að því leyti sem þau varða skip og búnað þeirra samkvæmt reglum sem umhverfisráðherra setur. Auk þess er kveðið á um að stofnunin annist mál er varða siglinga- og sjómannalög að því leyti sem þau tengjast skipum, skráningu þeirra og búnaði, siglingaöryggi og öðrum málum sem samgönguráðuneytið kann að fela stofnuninni varðandi siglingar og áhafnir skipa.
    1. mgr. er samhljóða 1. mgr. 18. gr. gildandi laga.
    2. mgr. hefur verið víkkuð út frá gildandi lögum með því að vísa til þess að hún taki einnig til þeirra skoðunarmanna sem Siglingastofnun hefur veitt umboð til að annast skoðanir skv. 10. gr. frumvarpsins. Hér geta fallið undir starfsmenn flokkunarfélaga eða annarra skoðunarstöðva sem framkvæma skoðanir á skipum og búnaði þeirra sem til þess hafa heimild á grundvelli 10. gr. frumvarpsins.


Um 13. gr.

    Greinin svarar til 12. gr. laga um eftirlit með skipum, nr. 35/1993, með síðari breytingum.
    Samkvæmt 1. tölul. skal aukaskoðun fara fram á skipi þegar það hefur verið til viðgerðar vegna atriða sem varða öryggi skips og/eða áhafnar. Hér er t.d. átt við viðgerð á veiðarfærabúnaði og togbúnaði, en hér mun mat skipstjóra ráða mestu um hvenær þörf er á aukaskoðun samkvæmt þessum tölulið.
    Ákvæði 2. tölul. er nýmæli frá gildandi lögum og kveður á um að aukaskoðun skuli fara fram á skipi vegna breytingar eða endurbóta á því sem þær varða eða hafa áhrif á öryggi skips og áhafnar eða hættu á mengun frá skipi. Slíkar breytingar geta m.a. haft áhrif á stöðugleika skips.
    Ákvæði 3. tölul. er nýmæli frá gildandi lögum og kveður á um að aukaskoðun skuli fara fram á skipi þegar skip hefur orðið fyrir tjóni þar sem ætla má að skemmdir kunni að hafa áhrif á öryggis skips og áhafnar eða hættu á mengun frá skipi. Þetta ákvæði er af svipuðum toga og ákvæði 19. gr. frumvarpsins.
    Ákvæði 4. tölul. er sams konar og ákvæði 2. tölul. 12. gr. gildandi laga. Það er nýmæli að óheimilt sé að veita skipstjóra, útgerðarmanni eða eiganda viðkomandi skips upplýsingar um nafn þess sem leggur fram kröfu um skoðun.
    Ákvæði 5. tölul. felur í sér að mat á því hvort annars sé ástæða til aukaskoðunar er lagt í hendur Siglingastofnunar Íslands.


Um 14. gr.

    Greinin er nýmæli frá ákvæðum laga um eftirlit með skipum, nr. 35/1993, með síðari breytingum.
    Ísland er eitt af aðildarlöndum Parísarsamkomulagsins (Paris Memorandum of Understanding on Port State Control) um hafnarríkiseftirlit en það er eftirlit með erlendum kaupskipum sem koma til hafnar hjá viðkomandi aðildarríki. Aðild Íslands var samþykkt einróma á aðalfundi Parísarsamkomulagsins í maí 2000. Ísland var 19. aðildarríkið frá og með 1. júlí 2000, en fyrir voru strandríki ESB ásamt Kanada, Noregi, Póllandi, Króatíu og Rússlandi. Tilgangur hafnarríkiseftirlits er að stemma stigu við siglingum skipa sem ekki uppfylla alþjóðakröfur um aðbúnað, mengunarvarnir, öryggi og hollustuhætti áhafna kaupskipa, atvinnuréttindi þeirra og mengun frá skipum. Reynt er að skoða a.m.k. 25% þeirra erlendu kaupskipa sem koma í hafnir aðildarríkjanna árlega. Áætlað er að 365 erlend skip hafi komið til landsins árið 2001 en mörg þeirra komu oftar en einu sinni. Af þeim voru skoðuð 120 eða 33%. Skipin sem skoðuð voru komu frá 25 ríkjum. Fimm skip voru sett í farbann og athugasemdir voru gerðar við 112 skip og á 93 skipum voru teknar út athugasemdir sem skipin höfðu fengið annars staðar. Í apríl árið 2001 gekk Schengen-samkomulagið í gildi. Það felur í sér að öll skip verða að tilkynna sig til Landhelgisgæslunnar áður en þau sigla inn í landhelgi Íslands. Samkvæmt samkomulagi við Landhelgisgæsluna fær Siglingastofnun daglega sendan lista yfir skipakomur. Reglur kveða á um að skoða skuli a.m.k. fjórðung þeirra skipa sem koma í hafnir aðildarríkjanna árlega. Á árinu 2001 efndu aðildarlönd Parísarsamkomulagsins til skoðunarherferðar þar sem sérstök áhersla var lögð á öryggi við sjóbúnað farms. Í ár verður sjónum beint að alþjóðlegum atvinnuskírteinum sjómanna með gildistöku STCW- alþjóðasamþykktarinnar 1. febrúar 2002 og að innleiðingu ISM-gæðakerfisins á flutningaskipum sem eru 500 brúttótonn og stærri sem tók gildi 1. júlí 2001.
    Á vettvangi Evrópusambandsins hafa verið settar tilskipanir um hafnarríkiseftirlit, þ.e. tilskipun ráðsins 95/21/EB frá 19. júní 1995 um hvernig alþjóðlegum stöðlum um öryggi skipa, mengunarvarnir, aðbúnað og vinnuskilyrði um borð í þeim er framfylgt (hafnarríkiseftirlit) að því er varðar skip sem nota hafnir innan bandalagsins og sigla á skipaleiðum sem heyra undir lögsögu aðildarríkjanna. Tilskipunin tók gildi innan ESB 1. júlí 1997 og tekur til annarra skipa en fiskiskipa, herskipa, tréskipa og lystisnekkja. Hún kveður á um eftirlit hafnarríkis með því að erlend skip fari eftir alþjóðlegum stöðlum um öryggi, mengunarvarnir, aðbúnað og vinnuskilyrði um borð. Tilskipuninni hefur verið breytt nokkrum sinnum, sbr. 98/25, 98/42, 1999/97. Jafnframt hefur verið gefin út tilskipun sem fjallar um faglegar kröfur til skoðunarmanna og kennivottorð, þ.e. tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 96/40/EB frá 25. júní 1996 um að taka upp sameiginlega fyrirmynd að kennivottorði fyrir skoðunarmenn sem sjá um hafnarríkiseftirlit.
    Þessar tilskipanir eru hluti af EES samningnum og hafa þær verið innleiddar í íslenskan rétt með reglugerð um hafnarríkiseftirlit nr. 128/1997, með breytingum nr. 439/1997, 97/1999, 1888/2000, 656/2000 og 361/2001.

Um 15. gr.

    Greinin svarar til 13. gr. laga um eftirlit með skipum, nr. 35/1993, með síðari breytingum. Þetta ákvæði var þá nýmæli en í samræmi við framkvæmd Siglingamálastofnunar ríkisins á skyndiskoðunum.
    Með 2. mgr. er sett ítarlegra ákvæði um skyndiskoðanir Siglingastofnunar og áréttað að heimild til skyndiskoðana er ekki einungis bundin við skoðun á skipi og búnaði þess, heldur einnig annarra atriða sem varða öryggi skips eins og fjölda í áhöfn, skipsskírteini, farsvið, útivist, lögskráningu og fjölda farþega á farþegaskipum. Heimild til skyndiskoðunar nær jafnt til þess þegar skip er í höfn eða á hafi úti.
    Með 3. mgr. er Siglingastofnun Íslands veitt heimild til þess að fela Landhelgisgæslu Íslands eða öðrum aðila framkvæmd skyndiskoðunar á hafi úti. Er þetta í samræmi við gildandi lög og framkvæmdina undanfarin ár og hefur verið gott samstarf milli þessara tveggja ríkisstofnana í þessu efni og sérstakur samstarfssamningur í gildi.

Um 16. gr.

    Greinin svarar til 15. gr. laga um eftirlit með skipum, nr. 35/1993, með síðari breytingum.
    1. mgr. er í samræmi við 1. mgr. 15. gr. gildandi laga og kveður á um að hafi skoðun leitt í ljós að ákvæðum laga og reglna um smíði og búnað sé fullnægt úrskurði Siglingastofnun um hvort útgáfu skírteina, áritun eða endurnýjun skírteina eigi sér stað.
    Í 2. mgr. er miðað við að viðeigandi skírteini skuli gefin út til skipa sem falla undir ákvæði alþjóðasamninga sem Ísland er aðili að og samnings um Evrópska efnahagssvæðið í samræmi við reglur sem um þau skip gilda og gerð var grein fyrir í athugasemdum við 11. gr. frumvarpsins. Hvað kaupskip varðar er m.a. um að ræða öryggisbúnaðarskírteini, smíðaöryggisskírteini, öryggisfjarskiptaskírteini, hleðslumerkjaskírteini, mengunarvarnaskírteini o.s.frv.
    Í 3. mgr. er fjallað um skip sem falla ekki undir ákvæði alþjóðasamninga eða EES-samninginn. Miðað er við að í reglugerð verði ákveðið hvort útgefin verði haffærisskírteini vegna þeirra eins og verið hefur eða önnur jafngild skírteini. Gert er ráð fyrir að í reglugerð verði jafnframt kveðið á um form og gildistíma skírteina. Samkvæmt gildandi lögum er meginreglan sú að haffærisskírteini gildir í eitt ár. Heimilt er að gefa skírteini út til skemmri tíma en 1 árs, t.d. ef eigandi skips fær frest til að lagfæra ágalla. Gildistími getur einnig farið í 13 mánuði þegar sérstakar ástæður mæla með því. Ef haffærisskírteini rennur út þegar skip er á ferð skal því heimilt að ljúka ferðinni áður en það er fært til skoðunar til endurnýjunar haffærisskírteinis. Þó mega ekki líða meira en tíu dagar frá því að skírteini rennur út og þar til skip tekur höfn.
    Í 3. mgr. er jafnframt lagt til að haffærisskírteini eða annað jafngilt skírteini skuli ekki gefið út fyrir skip sem er minna en 20 brúttótonn nema fyrir liggi yfirlýsing tryggingafélags um áhafnartryggingu skv. 2. mgr. 172. gr. siglingalaga, nr. 34/1985. Þetta ákvæði er samhljóða ákvæði sem kom inn í lög um eftirlit með skipum, nr. 35/1993, með ákvæðum laga nr. 55/2001, en með þeim lögum var skylda til lögskráningar bundin við 20 brúttótonn og eftirlit með áhafnartryggingum skipa undir þeirri stærð tengt útgáfu haffærisskírteinis skips. Einn megintilgangur með lögskráningu sjómanna er að ganga úr skugga um að áhöfn skips sé líf- og slysatryggð með fullnægjandi hætti, en lögskráning sjómanna fer fram á útgerðarstað skips og er framkvæmd af sýslumönnum og tollstjóra í Reykjavík. Þessu ákvæði er ætlað að tryggja að áhafnir skipa sem ekki er skylt að lögskrá á, þ.e. skipa undir 20 brúttótonnum, séu tryggðar með sama hætti og áhafnir skipa sem skylt er að lögskrá á.

Um 17. gr.

    Greinin svarar til 16. gr. laga um eftirlit með skipum, nr. 35/1993, með síðari breytingum. Greinin hefur að geyma heildarákvæði um það hvenær skip telst óhaffært.
    Í fyrsta lagi telst skip óhaffært ef það hefur eigi gild skírteini þau sem greinin telur. Gildir þetta hvort sem skip er óhaffært í raun eða ekki. Auk haffærisskírteina og skírteina samkvæmt alþjóðasamþykktum er vísað til þess í frumvarpinu að sama gildi um skírteini samkvæmt ákvæðum samnings um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. einnig ákvæði 16. og 20. gr. frumvarpsins.
    Í öðru lagi telst skip óhaffært ef það liggur dýpra en hleðslumerki þess leyfa samkvæmt alþjóðasamþykktum.
    Í þriðja lagi telst skip óhaffært ef svo er ástatt sem í 3. tölul. greinarinnar segir. Hér er tekinn af allur vafi um það að til þess að skip teljist óhaffært í merkingu 3. tölul. þarf það að vera raunverulega óhaffært, þ.e. óhaffært í efnislegri merkingu. Hér yrði að athuga hvert tilvik fyrir sig, hvort skipi eða skipshöfn stafi hætta af því að fara í sjóferð þá sem það skal fara eða er í. Sjóferð samkvæmt greininni er allur sá tími sem skipið er ekki bundið við bryggju eða legufæri.

Um 18. gr.

    Greinin svarar til 17. gr. laga um eftirlit með skipum, nr. 35/1993, með síðari breytingum.

Um 19. gr.

    Greinin er samhljóða 19. gr. laga um eftirlit með skipum, nr. 35/1993, með síðari breytingum.

Um 20. gr.

    Greinin svarar til 20. gr. laga um eftirlit með skipum, nr. 35/1993, með síðari breytingum. Þessi kafli fjallar um hvenær farbann verður lagt á skip, hverjir hafa heimild til þess og réttarúrræði þeirra sem telja farbann ekki á rökum reist. Ákvæði um farbann eru hér gerð skýrari og ótvíræðari en í gildandi lögum.
    Lagt til að í 1. mgr. verði bætt við að jafnframt sé skylt að leggja farbann á skip sem ekki hefur gilt viðeigandi skírteini samkvæmt ákvæðum alþjóðasamþykkta og/eða samnings um Evrópska efnahagssvæðið.

Um 21. gr.

    Greinin er samhljóða 21. gr. laga um eftirlit með skipum, nr. 35/1993, með síðari breytingum. Samkvæmt greininni geta einungis siglingamálastjóri og þar til bærir starfmenn Siglingastofnunar lagt farbann á skip. Ákvörðun um farbann hefur ávallt alvarlegar afleiðingar fyrir rekstur skips og því er nauðsynlegt að hafa skýr ákvæði um hver hefur heimild til að leggja farbann á skip.

Um 22. gr.

    Greinin er samhljóða 22. gr. laga um eftirlit með skipum, nr. 35/1993, með síðari breytingum.

Um 23. gr.

    Greinin er samhljóða 23. gr. laga um eftirlit með skipum, nr. 35/1993, með síðari breytingum.

Um 24. gr.

    Greinin er samhljóða 24. gr. laga um eftirlit með skipum, nr. 35/1993, með síðari breytingum. Ákvæðið var þá nýmæli, en samkvæmt lögum sem áður giltu var eingöngu heimilt að kæra farbann Siglingamálastofnunar ríkisins til siglingadóms og var dómur hans endanlegur. Með lögum nr. 35/1993 var siglingadómur lagður niður og kveðið á um sérstaka farbannsnefnd að danskri fyrirmynd. Samkvæmt dönskum lögum er heimilt að kæra ákvörðun dönsku siglingamálastofnunarinnar til „tilbageholdelsesnævn“. Ákvæði um skipan nefndarinnar og verkefni voru einnig að danskri fyrirmynd. Ákvörðun um farbann er ráðstöfun sem getur haft miklar fjárhagslegar afleiðingar og því er nauðsynlegt að skorið verði úr um gildi farbanns svo fljótt sem auðið er. Rökin fyrir því að setja á fót farbannsnefnd voru meðal annars þau að tryggja hraðari málsmeðferð, en það leiðir af eðli dómstóla og lagaákvæðum sem um þá gilda að meðferð mála er ítarlegri og seinlegri en hjá stjórnskipuðum nefndum.


Um 25. gr.

    Greinin svarar til 25. gr. laga um eftirlit með skipum, nr. 35/1993, með síðari breytingum.


Um 26. gr.

    Greinin er samhljóða 26. gr. laga um eftirlit með skipum, nr. 35/1993, með síðari breytingum.


Um 27. gr.

    Greinin er samhljóða 27. gr. laga um eftirlit með skipum, nr. 35/1993, með síðari breytingum, að öðru leyti en því að tilvísunum til greina er breytt vegna breyttrar röðunar greina.

Um 28. gr.

    Greinin svarar til 28. gr. laga um eftirlit með skipum, nr. 35/1993, með síðari breytingum.
    Með þessu ákvæði er lögð til gjörbreyting á innheimtu skipagjalds. Hingað til hafa eigendur skipa greitt eitt skipagjald sem samanstendur af bæði skatti og árlegu skoðunargjaldi. Gjaldið hefur mætt hluta af kostnaði Siglingastofnunar Íslands fyrir lögbundna árlega aðalskoðun skipa. Í greinargerð með 28. gr. laga nr. 35/1993 segir: „Í fyrsta lagi er hér lagt til að lögfest verði ákvæði um árlegt skipagjald. Þetta er gjald, nokkurs konar skattur, og er lagt á öll skip sem skráð eru hér á landi án tillits til notkunar. Í gjaldinu er falin árleg skoðun, enda hefur gjald þetta áður verið nefnt skoðunargjald.“ Árið 1995 var 77. gr. stjórnskipunarlaga breytt og er þar nú kveðið á um að skattamálum skuli skipað með lögum og ekki megi fela stjórnvöldum ákvörðun um hvort leggja skuli á skatt, breyta honum eða afnema hann. Þar segir ennfremur að enginn skattur verði lagður á nema heimild sé fyrir honum í lögum þegar þau atvik urðu sem ráða skattskyldu. Í ljósi þessarar breytingar á stjórnarskránni er brýn nauðsyn á að breyta gildandi lögum um innheimtu skipagjalda. Í frumvarpinu er lögð til sú breyting að skipagjald verði miðað við stærð skipa, sbr. lög nr. 39/1988, um bifreiðagjald.
    Gjöld skv. 1. mgr. greinarinnar leggjast jafnt á alla skipaeigendur miðað við skipastærð sem eiga skráð skip á Íslandi.
    Í lögum nr. 6/1996 er kveðið á um verkefni Siglingastofnunar Íslands. Stofnunin gegnir mikilvægu þjónustu- og eftirlitshlutverki á sviði siglinga hér á landi.
    Í 2. mgr. ákvæðisins er lagt til að innheimt verði gjald fyrir kostnað sem Siglingastofnun Íslands ber vegna þess hlutverks sem henni er ætlað samkvæmt lögunum. Er gert ráð fyrir að þeir sem þessarar þjónustu njóta greiði kostnað samkvæmt gjaldskrá sem samgönguráðherra setur að tillögu Siglingastofnunar. Gjaldskráin skal aldrei nema hærri upphæð en sannanlegum kostnaði Siglingastofnunar af því að veita þjónustuna, svo sem tímagjald skoðunarmanna, prentun skírteina o.s.frv. Siglingastofnun hefur lagt mat á hve langan tíma taki að skoða skip í hverjum stærðarflokki fyrir sig byggt á tímaskráningu og reynslu skoðunarmanna. Miðað við stærð skipa, eðli skoðana og skoðunartímabil er niðurstaða Siglingastofnunar að tímagjald fyrir skoðunarmenn stofnunarinnar þurfi að vera 3.800 kr. á klst. Siglingastofnun hefur jafnframt tekið saman tekjur og gjöld stofnunarinnar sem tengjast eftirliti með skipum árið 2001. Heildarkostnaður Siglingastofnunar árið 2001 við þætti sem lúta að skipaskoðun og stjórnsýsluverkefnum sem tengjast skipum og áhöfnum þeirra nam 233 millj. kr. Sértekjur greiddar beint til stofnunarinnar vegna þessara verkefna námu um 52 millj. kr. Eftir standa um 181 millj. kr. sem fjármagnaðar voru beint úr ríkissjóði (119 millj. kr.) og með skipagjaldi (62 millj. kr. ). Af umræddri 181 millj. kr. sem skipaverkefni kostuðu árið 2001, var kostnaður við aðalskoðun um 71 millj. kr. Með frumvarpi þessu eru lagðar til breytingar á tíðni skoðana eftir því sem nánar verður ákveðið í reglugerð, en í drögum að reglugerð sem birt eru sem fylgiskjal með frumvarpinu er gert ráð fyrir að skoðun á öryggisbúnaði skips fari fram árlega. Skoðunum á öðru en öryggisbúnaðinum mun fækka og væntanlega verður hægt að ná fram tilteknum sparnaði. Siglingastofnun áætlar að þegar breytingarnar verða yfirstaðnar megi lækka kostnað af þessum sökum um allt að 10%, þ.e. úr 71 millj. kr. í 64 millj. kr.

Um 29. gr.

    Greinin svarar til 29. gr. laga um eftirlit með skipum, nr. 35/1993, með síðari breytingum, en henni var breytt með 207. gr. laga nr. 82/1998, um breyting á almennum hegningarlögum, nr. 19 12. febrúar 1940, með síðari breytingum, og um breytingar á öðrum lögum (afnám varðhaldsrefsingar). Með þeirri breytingu var kveðið á um að brot gegn lögunum eða reglum samkvæmt þeim varðaði sektum eða fangelsi allt að tveimur árum, en áður var talað um sektir, varðhald eða fangelsi ef sakir væru miklar.

Um 30. gr.

    Greinin er óbreytt frá 30. gr. laga um eftirlit með skipum, nr. 35/1993, með síðari breytingum.

Um 31. gr.


    Greinin er óbreytt frá 31. gr. laga um eftirlit með skipum, nr. 35/1993, með síðari breytingum.


Um 32. gr.

    Greinin er óbreytt frá 32. gr. laga um eftirlit með skipum, nr. 35/1993, með síðari breytingum, en það var þá nýmæli frá eldri lögum að dómari skyldi tilkynna öllum lögreglustjórum á landinu um réttindasviptingu og réttindaskírteini skyldu afhent samgönguráðuneytinu. Var það gert til að gæta samræmis við ákvæði 3. mgr. 238. gr. siglingalaga, nr. 34/1985, sem kveður á um að hlutaðeigandi dómstóll skuli senda samgönguráðuneytinu skírteini.

Um 33. gr.

    Greinin svarar til 33. gr. laga um eftirlit með skipum, nr. 35/1993, með síðari breytingum. Þá var ákveðið að dómari hefði vald til að ákveða hvort sektum fyrir brot gegn lögunum fylgdi lögveð í skipi, en í lögum sem áður giltu var fortakslaust ákvæði um að svo skyldi vera. Upphaflega hugsunin bak við ákvæðið var sú að brot væri venjulega drýgt eigendum skips til hagnaðar og oft með vitund þeirra án þess að sannað væri. Því þótti eðlilegt að tjón félli á þá. Slík fortakslaus regla þótti ekki sanngjörn því að brotamaður þarf ekki að vera eigandi né þarf eigandi að hagnast nokkuð á broti, t.d. þegar skipasmíðastöð brýtur gegn lögunum.

Um 34. gr.

    Greinin er samhljóða 34. gr. laga um eftirlit með skipum, nr. 35/1993, með síðari breytingum.


Um 35. gr.

    Lagt er til að lögin öðlist gildi 1. janúar 2003.Fylgiskjal I.

Reglugerð um eftirlit og skoðanir íslenskra skipa.

(Drög.)I. KAFLI
Almenn ákvæði.
1. gr.
Gildissvið, markmið og tilgangur.

    Ákvæði þessarar reglugerðar gilda um öll íslensk skip sem skráð eru á íslenska skipaskrá samkvæmt lögum um skráningu skipa.
    Markmið og tilgangur þessarar reglugerðar er að tryggja öryggi íslenskra skipa og efla varnir gegn mengun sjávar og að einfalda og efla eftirlit með skipum og auka einsleitni í skoðunum þeirra.

2. gr.
Skilgreiningar.

    Í reglugerð þessari hafa eftirfarandi orð og orðasambönd þá merkingu sem hér að neðan greinir:
     Upphafsskoðun er allsherjarskoðun á skipi áður en það er tekið í notkun. Skoðunin felur í sér skoðun á öllum atriðum sem tengjast skírteini skipsins og þeirri notkun sem skipinu er ætlað.
     Reglubundin aðalskoðun er skoðun á atriðum sem tengist tilteknu skírteini skipsins og þeirri notkun sem skipinu er ætlað.
     Milliskoðun er reglubundin einföld skoðun sem tengist viðeigandi skírteini skipsins og þeirri notkun sem skipinu er ætlað.
     Endurnýjunarskoðun er reglubundin aðalskoðun er leiðir til útgáfu á nýju skírteini.
     Árleg skoðun er allsherjarskoðun á atriðum sem tengjast tilteknu skírteini skipsins og þeirri notkun sem skipinu er ætlað.
     Botnskoðun er skoðun á þeim hluta skipsins sem er neðan sjávar og tengdum atriðum.
     Viðbótarskoðun er skoðun sem fer fram eftir viðgerð eða í hvert sinn sem meiri háttar breytingar hafa verið gerðar á skipi.
     Skyndiskoðun er fyrirvaralaus skoðun á ástandi og búnaði skips og skírteinum þess sem Siglingastofnun Íslands framkvæmir.
     Útgerðarmaður er sá sem mannar skipið, ræður ferðum þess, ber kostnaðinn af þeim og nýtur arðsins af þeim.
     Skipstjóri er sá sem fer með æðsta vald á skipi.
     Skoðunaraðili er Siglingastofnun Íslands eða flokkunarfélag sem samgönguráðherra hefur veitt heimild til að skoða skip og hafa eftirlit með þeim.
     Flokkunarfélag er fyrirtæki sem hefur heimild samkvæmt sérstökum samningi við samgönguráðherra að vera skoðunar- og eftirlitsaðili skipa.
     Öryggisskírteini er skírteini sem Siglingastofnun Íslands gefur út þar sem finna má skráðar upplýsingar um öryggisbúnað skipsins.
     Nýtt skip er skip þar sem smíðasamningur eða samningur um meiri háttar breytingar hefur verið gerður eftir þann dag sem reglugerð þessi tekur gildi.
     Gamalt skip er skip sem ekki er nýtt skip.
     SOLAS er alþjóðasamþykkt um öryggi mannslífa á hafinu frá árinu 1974 með síðari breytingum.

3. gr.
Ábyrgð útgerðarmanns gagnvart eftirliti, skoðun og viðhaldi skips.

    Útgerðarmaður og skipstjóri eru ábyrgir fyrir því að fyrirmæli um eftirlit og skoðanir skips séu framkvæmd á þann hátt sem reglugerð þessi mælir fyrir um.
    Útgerðarmanni ber að óska eftir skoðun á skipi sínu í samræmi við lög um eftirlit með skipum og nota til þess þjónustu skoðunaraðila.
    Útgerðarmaður er ábyrgur fyrir því að skip hans sé aðgengilegt og ber honum að sýna öll gögn er varða skipið og niðurstöður eldri skoðana óski skoðunaraðili eftir því. Útgerðarmaður er enn fremur ábyrgur fyrir því að skoðun geti farið fram á skilvirkan hátt.
    Útgerðarmanni ber að halda skipi og búnaði þess í því ástandi sem ákvæði gildandi laga og reglugerða krefjast til þess að tryggja að skipið sé ávallt í haffæru ástandi fari það úr höfn.

4. gr.
Gögn er varða nýsmíði og breytingu á skipi.

    Við nýsmíði, endurbyggingu og breytingu á skipi skulu teikningar og nauðsynleg skjöl send Siglingastofnun Íslands til samþykktar. Áður en nýsmíði eða breyting á skipi er hafin skal útgerðarmaður hafa fengið í hendur skriflegt mat Siglingastofnunar hvort fyrirhuguð nýsmíði eða breyting uppfylli gildandi lög og reglugerðir.

5. gr.
Framkvæmd eftirlits.

    Allt eftirlit skoðunaraðila skal framkvæmt á þann hátt sem gert er ráð fyrir í skoðunarhandbókum sem gefnar eru út af Siglingastofnun Íslands.
    Eftir að skoðun hefur farið fram á skipi skal skoðunaraðili fylla út og undirrita skoðunareyðublað sem varðveitt skal í Siglingastofnun Íslands.

6. gr.
Eftirlit og skoðun.

    Til að framfylgja ákvæðum þessarar reglugerðar og undanþágum frá þeim skal eftirlit og skoðanir skipa vera á hendi Siglingastofnunar Íslands. Siglingastofnun getur þó veitt viðurkenndum skoðunaraðila umboð til að annast eftirlit og skoðun skipa.
    Skoðunaraðilar sem hafa heimild til að annast eftirlit og skoðun skipa skulu hafa umboð til að krefjast viðgerða á skipi og annast eftirlit og skoðanir sé eftir því óskað af Siglingastofnun Íslands.
    Þegar skoðunaraðili metur að ástand skips eða búnaðar þess sé efnislega ekki í samræmi við einstök atriði skírteinis þess, eða að skipið sé ekki hæft til að halda til hafs, skal skoðunaraðili þegar í stað tryggja að viðeigandi ráðstafanir séu gerðar og tilkynna málið til Siglingastofnunar. Ef úrbætur eru ekki gerðar er æskilegt að viðeigandi skírteini séu fjarlægð og það tilkynnt strax til Siglingastofnunar.
    Í sérhverju tilviki skal Siglingastofnun ábyrgjast að eftirlitið og skoðunin séu gerð á fullkominn og skilvirkan hátt.

II. KAFLI
Skoðanir og skírteini
farþegaskipa og flutningaskipa.

7. gr.
Skoðanir farþegaskipa.

     a.      Farþegaskip skal skoðað:
                  1.      Upphafsskoðun áður en skipið er tekið í notkun,
                  2.      reglubundinni aðalskoðun vegna endurnýjunar á 12 mánaða fresti, nema ef b-, e-, f- og g-liður 14. gr. gildir og
                  3.      viðbótarskoðunum eftir því sem ástæða er til.
     b.      Skoðanirnar, sem um getur hér á undan, skulu gerðar sem hér segir:
                  1.      Upphafsskoðun skal fela í sér allsherjarskoðun á burðarvirki skipsins, vélbúnaði og búnaði, þar með töldu ytra byrði botns skipsins og á innra og ytra byrði katla. Þessi skoðun skal vera þannig að tryggt sé að fyrirkomulag, efni og efnismál smíðinnar, katlar og önnur þrýstihylki og fylgibúnaður þeirra, aðal- og hjálparvélar, rafbúnaður, fjarskiptabúnaður, þar með talinn sá sem notaður er í björgunarbúnaði, eldvarnir, brunaöryggisbúnaður og -tæki, björgunarbúnaður og fyrirkomulag hans, siglingatæki, sjóferðagögn, búnaður fyrir leiðsögumenn til að fara um borð og annar búnaður sé í fullu samræmi við ákvæði þessarar greinar og laga, úrskurða, tilskipana og reglugerða sem gefnar eru út fyrir skip sem talin er fullnægjandi fyrir fyrirhugaða notkun. Skoðunin skal einnig ná til verkvöndunar allra hluta skipsins og búnaðar þess og tryggja að hún sé í öllum tilvikum fullnægjandi og skipið sé búið ljósum og búnaði sem geti gefið hljóðmerki og neyðarmerki í samræmi gildandi alþjóðareglur til að koma í veg fyrir árekstra á sjó.
                  2.      Reglubundin aðalskoðun skal fela í sér skoðun á burðarvirki skipsins, kötlum og öðrum þrýstihylkjum, vélum og búnaði, þar með talinn bolur skipsins að utan. Skoðunin skal vera þannig að tryggt sé að fyrirkomulag, efni og efnismál smíðinnar, katlar og önnur þrýstihylki og fylgibúnaður þeirra, aðal- og hjálparvélar, rafbúnaður, fjarskiptabúnaður, þar með talinn sá sem notaður er í björgunarbúnaði, eldvarnir, brunaöryggisbúnaður og -tæki, björgunarbúnaður og fyrirkomulag hans, siglingatæki, sjóferðagögn, búnaður fyrir leiðsögumenn til að fara um borð og annar búnaður sé í fullnægjandi ásigkomulagi og í fullu samræmi við ákvæði þessarar reglugerðar og efni laga, fyrirmæla, skipana og reglugerða sem gefnar hafa verið út af hálfu stjórnvalda. Í ofangreindri skoðun skal einnig skoða ljósin, dagmerkin, búnað til hljóðmerkja- og neyðarmerkjagjafar um borð í skipum til að tryggja að hann sé í samræmi við ákvæði þessarar greinar, svo og gildandi alþjóðareglur til að koma í veg fyrir árekstra á sjó.
                  3.      V iðbótarskoðun, annaðhvort allsherjar- eða hlutaskoðun eftir aðstæðum, skal framkvæmd eftir viðgerð eða í hvert sinn sem meiri háttar viðgerðir eða endurnýjanir eru gerðar. Skoðunin skal þannig gerð að tryggt sé að nauðsynlegar viðgerðir eða endurnýjanir hafa verið gerðar með fullnægjandi hætti, efni og verkvöndun slíkra viðgerða eða endurnýjana séu í öllum atriðum viðunandi og að skipið uppfylli í hvívetna ákvæði þessarar greinar, gildandi alþjóðareglna til að koma í veg fyrir árekstra á sjó og laga, fyrirmæla, skipana og reglugerða sem gefnar hafa verið út af hálfu stjórnvalda í því sambandi.

8. gr.
Skoðanir á björgunarbúnaði og öðrum búnaði flutningaskipa.

     a.      Björgunarbúnaður og annar búnaður flutningaskipa 500 brúttótonn og stærri skal skoðaður:
                  1.      Upphafsskoðun áður en það er tekið í notkun,
                  2.      endurnýjunarskoðun með millibilum samkvæmt nánari ákvörðun Siglingastofnunar Íslands en ekki sjaldnar en á 5 ára fresti nema þegar b-, e-, f- og g-liður 14. gr. eiga við,
                  3.      reglubundinni aðalskoðun innan þriggja mánaða fyrir eða eftir aðra árlegu dagsetninguna eða innan þriggja mánaða fyrir eða eftir þriðju árlegu dagsetningu skírteinis um öryggisbúnað flutningaskips sem skal gerð í staðinn fyrir eina af árlegu skoðununum sem tilgreindar eru í 4. tölul. a-liðar,
                  4.      árlegri skoðun innan þriggja mánaða fyrir eða eftir hverja árlegu dagsetningu skírteinis fyrir öryggisbúnað flutningaskips og
                  5.      viðbótarskoðun, sbr. 3. tölul. b-liðar 7. gr., fyrir farþegaskip.
     b.      Skoðanirnar sem um getur í a-lið skulu gerðar sem hér segir:
                  1.      Upphafsskoðunin skal fela í sér allsherjarskoðun á brunaöryggisbúnaði og -tækjum, björgunarbúnaði og fyrirkomulagi hans nema fjarskiptabúnaði, siglingatækjum og öðrum tækjabúnaði, búnaði fyrir leiðsögumenn til að fara um borð og öðrum búnaði til að tryggja að hann uppfylli kröfur þessarar greinar, að hann sé í viðunandi ástandi og sé fullnægjandi fyrir þá notkun sem skipinu er ætluð. Í ofangreindri skoðun skal einnig skoða brunavarnaráætlanir, sjóferðagögn, ljósin, dagmerkin, búnað til hljóðmerkja- og neyðarmerkjagjafar um borð í skipum til að tryggja að hann sé í samræmi við ákvæði þessarar greinar og gildandi alþjóðareglna til að koma í veg fyrir árekstra á sjó ef við á.
                  2.      Reglubundin aðalskoðun skal fela í sér skoðun á búnaðinum sem um getur í 1. tölul. b-liðar til að tryggja að hann sé í samræmi við viðeigandi kröfur þessarar greinar og gildandi aljóðareglna til að koma í veg fyrir árekstra á sjó og að hann sé í viðunandi ástandi og sé fullnægjandi fyrir þá notkun sem skipinu er ætluð.
                  3.      Endurnýjunarskoðun skal fela í sér almenna skoðun á búnaðinum sem um getur í 1. tölul. b-liðar til að tryggja að honum sé haldið við í samræmi við a-lið 11. gr. og að hann sé fullnægjandi fyrir þá notkun sem skipinu er ætluð.
     c.      Reglubundnu aðalskoðanirnar og árlegu skoðanirnar sem um getur í 3. og 4. tölul. a- liðar skulu færðar inn á skírteini fyrir öryggisbúnað flutningaskips.

9. gr.
Skoðanir á fjarskiptabúnaði flutningaskipa.

     a.      Fjarskiptabúnaður, þar með talinn sá sem notaður er í björgunarbúnaði, um borð í flutningaskipum skal skoðaður:
                  1.      Upphafsskoðun áður en það er tekið í notkun,
                  2.      endurnýjunarskoðun með millibilum samkvæmt nánari ákvörðun Siglingastofnunar Íslands en ekki sjaldnar en á fimm ára fresti nema þegar b-, e-, f- og g-liður 14. gr. eiga við,
                  3.      árlegri skoðun innan þriggja mánaða fyrir eða eftir hverja árlegu dagsetningu öryggisskírteinis fyrir fjarskiptabúnað flutningaskips og
                  4.      viðbótarskoðun, sbr. 3. tölul. b-liðar 7. gr., fyrir farþegaskip.
     b.      Skoðanirnar, sem um getur í a-lið, skulu gerðar sem hér segir:
                  1.      Upphafsskoðun skal fela í sér allsherjarskoðun á fjarskiptabúnaði flutningaskipa, þar með talinn sá sem notaður er í björgunarbúnaði.
                  2.      Endurnýjunarskoðun skal fela í sér allsherjarskoðun á fjarskiptabúnaði flutningaskipa, þar með talinn sá sem notaður er í björgunarbúnaði.
     c.      Reglubundnu aðalskoðanirnar og árlegu skoðanirnar sem um getur í 3. tölul. a-liðar skulu færðar inn á öryggisskírteini fyrir fjarskiptabúnað flutningaskips.

10. gr.
Skoðanir á burðarvirki, vélbúnaði og búnaði flutningaskipa.

     a.      Burðarvirki, vélbúnaður og búnaður flutningaskipa, annað en atriði sem tengjast útgáfu öryggisskírteinis fyrir búnað flutningaskips og öryggisskírteinis fyrir fjarskiptabúnað flutningaskips skal skoða:
                  1.      Upphafsskoðun, þar með talið skoðun á ytra byrði botns áður en skipið er tekið í notkun,
                  2.      endurnýjunarskoðun með millibilum samkvæmt nánari ákvörðun Siglingastofnunar Íslands en ekki sjaldnar en á 5 ára fresti nema þegar b-, e-, f- og g-liður 14. gr. eiga við,
                  3.      milliskoðun innan þriggja mánaða fyrir eða eftir aðra eða þriðju árlegu dagsetninguna eða innan þriggja mánaða fyrir eða eftir þriðju árlegu dagsetningu öryggisskírteinis um smíði flutningaskips, sem skal gerð í staðinn fyrir eina af árlegu skoðununum sem tilgreindar eru í 4. tölul. a-liðar,
                  4.      árlegri skoðun innan þriggja mánaða fyrir eða eftir hverja árlegu dagsetningu öryggisskírteinis um smíði flutningaskips,
                  5.      að lágmarki tveim skoðunum á ytra byrði botns á hverju fimm ára tímabili nema þegar e- eða f-liður 14. gr. eiga við. Þegar e- eða f-liður 14. gr. eiga við má framlengja þetta fimm ára tímabil þannig að það stemmi við framlengdan gildistíma skírteinisins. Í öllum tilvikum skal millibilið milli hverra tveggja slíkra skoðana ekki vera lengra en 36 mánuðir og
                  6.      viðbótarskoðun, sbr. 3. tölul. b-liðar 7. gr., um farþegaskip.
     b.      Skoðanirnar, sem um getur í a-lið, skulu gerðar sem hér segir:
                  1.      Upphafsskoðun skal fela í sér allsherjarskoðun á burðarvirki, vélum og búnaði. Þessi skoðun skal vera þannig að tryggt sé að fyrirkomulag, efni, efnismál og verkvöndun burðarvirkisins, katlar og önnur þrýstihylki og fylgibúnaður þeirra, aðal- og hjálparvélar, þar með talinn stýrisbúnaður og tengd stjórnkerfi, rafbúnaður og annar búnaður sé í fullu samræmi við þá notkun sem skipinu er ætluð og að upplýsingarnar um stöðugleika séu fyrir hendi. Ef um er að ræða tankskip skulu slíkar skoðanir einnig fela í sér eftirlit á dælurýmum, farm-, eldsneytis- og loftræstilagnakerfum og tengdum öryggisbúnaði.
                  2.      Endurnýjunarskoðun skal fela í sér skoðun á burðarvirki, vélbúnaði og búnaði sem um getur í 1. tölul. b-liðar til að tryggja að þessi búnaður sé fullnægjandi fyrir þá notkun sem skipinu er ætluð.
                  3.      Milliskoðun skal fela í sér skoðun á burðarvirki, kötlum og öðrum þrýstihylkjum, vélbúnaði, stýrisbúnaði og tengdum stjórnkerfum og rafbúnaði til að tryggja að þessi búnaður sé fullnægjandi fyrir þá notkun sem skipinu er ætluð. Ef um er að ræða tankskip skulu slíkar skoðanir einnig fela í sér eftirlit á dælurýmum, farm-, eldsneytis- og loftræstilagnakerfum og tengdum öryggisbúnaði ásamt prófun á einangrunarþoli rafbúnaðar á hættusvæðum.
                  4.      Árleg skoðun skal fela í sér allsherjarskoðun á burðarvirki, vélbúnaði og búnaði sem um getur í 1. tölul. b-liðar til að tryggja að þessi búnaður sé fullnægjandi fyrir þá notkun sem skipinu er ætluð.
                  5.      Skoðunin á ytra byrði botns skipsins og eftirlit með tengdum atriðum sem skoðuð eru á sama tíma skal vera þannig að tryggt sé að þessir þættir séu fullnægjandi fyrir þá notkun sem skipinu er ætluð.
     c.      Milli- og árlegu skoðanirnar á ytra byrði botns skips, sem um getur í 3. og 4. tölul. a- liðar, skulu færðar inn á skírteini fyrir öryggisbúnað flutningaskips.

11. gr.
Viðhald ástands eftir skoðun.

     a.      Ástandi skipsins og búnaði þess skal haldið við til að ákvæðum þessara reglugerðar sé fullnægt og til að tryggja að skipið sé á allan hátt hæft til að halda til hafs, án hættu fyrir það eða þá menn sem eru um borð í því.
     b.      Að lokinni sérhverri skoðun á skipinu, sem kveðið er á um í 7., 8., 9. eða 10. gr. er óheimilt að gera breytingar á fyrirkomulagi burðarvirkis þess, vélbúnaði, búnaði eða öðrum atriðum, sem skoðunin hefur náð til, án samþykkis Siglingastofnunar Íslands.
     c.      Hvenær sem slys verður í tengslum við skip eða þegar galli kemur í ljós, sem annaðhvort hefur áhrif á öryggi skipsins eða á virkni björgunarbúnaðar þess eða að eitthvað vanti í hann eða annan búnað, skal skipstjóri eða eigandi skipsins við fyrsta tækifæri senda skýrslu um slíkt til þess skoðunaraðila sem er ábyrgur gagnvart útgáfu á viðkomandi skírteini, sem síðan skal sjá um að rannsókn fari fram, til að ákveða hvort skoðun, sem kveðið er á um í 7., 8., 9. eða 10. gr., sé nauðsynleg. Ef skipið er í höfn annarrar samningsríkisstjórnar skal skipstjóri eða eigandi skipsins einnig tilkynna atvikið til viðkomandi yfirvalda hafnarríkisins.

12. gr.
Útgáfa eða áritun skírteina.

     a.      1.    Skírteini, sem nefnt er öryggisskírteini farþegaskips, skal gefið út að lokinni frumskoðun eða endurnýjunarskoðun farþegaskips uppfylli það viðeigandi kröfur.
                  2.      Skírteini, sem nefnt er öryggisskírteini um smíði flutningaskips, skal gefið út að lokinni frumskoðun eða endurnýjunarskoðun flutningaskips uppfylli það viðeigandi kröfur.
                  3.      Skírteini, sem nefnt er skírteini öryggisbúnaðar flutningaskips, skal gefið út að lokinni frumskoðun eða endurnýjunarskoðun flutningaskips uppfylli það viðeigandi kröfur.
                  4.      Skírteini, sem nefnt er öryggisskírteini fyrir fjarskiptabúnað flutningaskips, skal gefið út að lokinni frumskoðun eða endurnýjunarskoðun flutningaskips uppfylli það viðeigandi kröfur.
                  5.      5.1.     Skírteini, sem nefnt er skírteini fyrir öryggisbúnað flutningaskips, skal gefið út að lokinni frumskoðun eða endurnýjunarskoðun flutningaskips uppfylli það viðeigandi kröfur í stað skírteinanna sem um getur í 2., 3. og 4. tölul. a-liðar.
                  5.2.     Hvenær sem í þessum kafla er vísað í öryggisskírteini um smíði flutningaskips, skírteini fyrir öryggisbúnað flutningaskips eða öryggisskírteini flutningaskips sé það notað í stað þessara skírteina.
                  6.      Öryggisskírteini farþegaskips, skírteini fyrir öryggisbúnað flutningaskips, öryggisskírteini fyrir fjarskiptabúnað flutningaskips og öryggisskírteini flutningaskips, sem um getur í 1., 3., 4. og 5. tölul. a-liðar, skulu koma til viðbótar skrár yfir búnað.
                  7.      Þegar skipi er veitt undanþága, samkvæmt og í samræmi við ákvæði þessara reglna, skal gefa út svokallað undanþáguskírteini fyrir skipið til viðbótar skírteininu sem tilgreint er í þessari grein.
                  8.      Skírteinin, sem tilgreind eru í þessari grein, skulu gefin út eða árituð af Siglingastofnun Íslands eða skoðunaraðila sem hefur til þess fullt umboð stofnunarinnar. Í öllum tilvikum skal Siglingastofnun bera fulla ábyrgð á útgáfu skírteinanna.

13. gr.
Útgáfa eða áritun skírteina af öðrum stjórnvöldum.

    Siglingastofnun Íslands getur heimilað erlendu stjórnvaldi að gefa út eða heimilað útgáfu skírteina fyrir skipið. Á skírteini, sem gefið er út á þennan hátt, skal skráð að það hafi verið gefið út erlendis.

14. gr.
Tímalengd og gildi skírteina.

     a.      Öryggisskírteini farþegaskips skal gefið út lengst til 12 mánaða. Öryggisskírteini um smíði flutningaskips, skírteini fyrir öryggisbúnað flutningaskips og öryggisskírteini fyrir fjarskiptabúnað flutningaskips skulu hafa gildistíma ákveðinn af Siglingastofnun Íslands og skal hann ekki vera lengri en fimm ár. Undanþáguskírteini skal ekki gilda lengur en gildistíma þess skírteinis sem það vísar til.
     b.      1.     Þrátt fyrir ákvæði a-liðar, þegar endurnýjunarskoðun er lokið innan þriggja mánaða frá því að gildandi skírteini rennur út, skal nýja skírteinið gilda frá þeim degi sem endurnýjunarskoðuninni lýkur:
                  1.1.    Hvað varðar farþegaskip, dagsetning sem ekki er síðar en 12 mánuðum frá því að gildandi skírteini rennur út.
                  1.2.     Hvað varðar flutningaskip, dagsetning sem ekki er síðar en 5 árum frá því að gildandi skírteini rennur út.
                  2.      Þegar endurnýjunarskoðun er lokið eftir að gildandi skírteini rennur út skal nýja skírteinið gilda frá þeim degi sem endurnýjunarskoðuninni lýkur:
                  2.1.     Hvað varðar farþegaskip, dagsetning sem ekki er síðar en 12 mánuðum frá því að gildandi skírteini rennur út.
                  2.2.     Hvað varðar flutningaskip, dagsetning sem ekki er síðar en 5 árum frá því að gildandi skírteini rennur út.
                  3.      Þegar endurnýjunarskoðun er lokið innan þriggja mánaða frá því að gildandi skírteini rennur út skal nýja skírteinið gilda frá þeim degi sem endurnýjunarskoðuninni lýkur:
                  3.1.     Hvað varðar farþegaskip, dagsetning sem ekki er síðar en 12 mánuðum frá þeim degi sem endurnýjunarskoðuninni lýkur.
                  3.2.     Hvað varðar flutningaskip, dagsetning sem ekki er síðar en 5 árum frá þeim degi sem endurnýjunarskoðuninni lýkur.
     c.      Ef skírteini, annað en öryggisskírteini farþegaskips, er gefið út til fimm ára eða skemur er Siglingastofnun heimilt að lengja gildistíma skírteinisins fram yfir gildistíma allt að hámarkstímanum sem tilgreindur er í a-lið að því tilskildu að skoðanirnar sem um getur í 8., 9. og 10. gr. gildi þegar skírteini er gefið út til fimm ára séu framkvæmdar eins og við á.
     d.      Hafi endurnýjunarskoðun verið lokið og ekki er hægt að gefa út nýtt skírteini eða koma því um borð í skipið áður en gildandi skírteini rennur út má einstaklingurinn eða stofnunin sem hefur til þess heimild Siglingastofnunar árita gildandi skírteini og skal slíkt skírteini tekið gilt og hafa gildistíma sem skal þó ekki vera lengri en 5 mánuðir frá því að það rennur út.
     e.      Sé skip ekki í höfn þar sem það á að sæta skoðun þegar skírteini rennur út er Siglingastofnun heimilt að framlengja gildistíma skírteinisins en einungis má veita slíka framlengingu í því skyni að leyfa skipinu að ljúka sjóferð sinni til hafnarinnar þar sem á að skoða það. Ekki skal framlengja gildistíma neins skírteinis lengur en um þrjá mánuði og skip sem fær framlengingu skal ekki, við komu þess í höfn þar sem skoðun á að fara fram, í krafti slíkrar framlengingar halda úr þeirri höfn án þess að hafa nýtt skírteini. Að lokinni endurnýjunarskoðun skal nýja skírteinið gilda til:
                  1.      Hvað varðar farþegaskip, dagsetningar sem ekki er síðar en 12 mánuðum frá því að gildandi skírteini rennur út áður en framlengingin var veitt.
                  2.      Hvað varðar flutningaskip, dagsetningar sem ekki er síðar en 5 árum frá því að gildandi skírteini rennur út áður en framlengingin var veitt.
     f.      Stjórnvöld mega framlengja skírteini sem gefið er út til skips í stuttum ferðum og hefur ekki verið framlengt samkvæmt framangreindum ákvæðum í þessari grein. Skírteini má framlengja um allt að einn mánuð frá því að tilgreindur gildistími rennur út. Að lokinni endurnýjunarskoðuninni gildir hið nýja skírteini til:
                  1.      Hvað varðar farþegaskip, dagsetningar sem ekki er síðar en 12 mánuðum frá því að gildandi skírteini rennur út áður en framlengingin var veitt.
                  2.      Hvað varðar flutningaskip, dagsetningar sem ekki er síðar en 5 árum frá því að gildandi skírteini rennur út áður en framlengingin var veitt.
     g.      Í sérstökum tilvikum getur Siglingastofnun heimilað að ný skírteini þurfi ekki að hafa dagsetningu frá þeim degi sem gildandi skírteini rennur út eins og krafist er í 2. tölul. b-liðar, e-lið eða f-lið. Í þessum sérstöku tilvikum skal nýja skírteinið gilda til:
                  1.      Hvað varðar farþegaskip, dagsetningar sem ekki er síðar en 12 mánuðum frá þeim degi sem endurnýjunarskoðuninni lýkur.
                  2.      Hvað varðar flutningaskip, dagsetningar sem ekki er síðar en 5 árum frá þeim degi sem endurnýjunarskoðuninni lýkur.
     h.      Sé árlegri skoðun, milliskoðun eða reglubundinni aðalskoðun lokið fyrir þann tíma sem tilgreindur er:
                  1.      Skal árlegu dagsetningunni, sem tilgreind er í viðeigandi skírteini, breytt með áritun til dagsetningar sem skal ekki vera síðar en þremur mánuðum frá þeim degi sem skoðuninni lauk.
                  2.      Síðari árlegri skoðun, milliskoðun eða reglubundinni aðalskoðun sem krafist er lokið með millibilum sem mælt er fyrir um í þessari reglugerð.
                  3.      Sá dagur, sem skírteinið rennur út, getur verið óbreyttur að því tilskildu að ein eða fleiri árleg skoðun, milliskoðun eða reglubundin aðalskoðun, eftir því sem við á, séu framkvæmdar þannig að ekki líði lengri tími á milli skoðananna en sá hámarkstími sem mælt er fyrir um í viðeigandi greinum þessarar reglugerðar.
     i.      Skírteini, sem gefið er út samkvæmt 12. eða 13. gr. fellur úr gildi ef eitthvert eftirtalinna tilvika koma upp:
                  1.      Ef viðeigandi skoðanir eru ekki framkvæmdar innan þess tíma sem tilgreindur er í a-lið 7. gr., a-lið 8. gr., a-lið 9. gr. og a-lið 10. gr.
                  2.      Ef skírteinið er ekki áritað í samræmi við þessa gr.
                  3.      Ef skipið hefur verið flutt undir fána annars ríkis. Aðeins skal gefa út nýtt skírteini ef stjórnvöld, sem gefa út hið nýja skírteini, eru fullviss um að skipið uppfylli ákvæði a- og b-liðar 11. gr. Sé skip flutt milli samningsaðila, sé þess óskað innan þriggja mánaða eftir að flutningur á sér stað, skal Siglingastofnun krefjast, eins fljótt og auðið er, afrits af skírteinunum sem skipinu bar að hafa fyrir flutning og, ef við á, afrits af viðkomandi skoðunarskýrslum frá þeim stjórnvöldum sem heimiluðu skipinu áður að sigla undir fána sínum.

15. gr.
Gerð skírteina og skrár yfir búnað.

    Skírteinin og skráin yfir búnað skulu vera samsvarandi þeirri gerð sem sýnd er í viðauka við SOLAS. Ef það tungumál sem er notað er hvorki enska né franska skal vera í textanum þýðing á annað hvort þessara tungumála.

16. gr.
Varðveisla skírteina.

    Skírteinin sem gefin eru út samkvæmt 12. eða 13. gr. skulu ávallt vera tiltæk um borð í skipinu til skoðunar.

17. gr.
Viðurkenning skírteina.

    Skírteinin, sem gefin eru út í umboði Siglingastofnunar Íslands af erlendu ríki, skulu viðurkennd í öllum atriðum sem þessi reglugerð tekur til.

18. gr.
Skrá um skírteini og skjöl.

     a.      Ef fjöldi manna um borð í skipi í tiltekinni sjóferð er minni en heildarfjöldinn sem gefinn er upp í öryggisskírteini farþegaskips og heimilt er að hafa færri björgunarbáta og annan björgunarbúnað en þann sem tilgreindur er í skírteininu skal skrá slíkt í viðauka skírteinisins.
     b.      Í þessum viðauka skíreinisins skal koma fram að í slíkum tilvikum teljist reglugerð þessi ekki brotin. Viðaukinn skal fylgja skírteininu og koma í stað þess hvað björgunarbúnað áhrærir. Hann skal einungis gilda fyrir þá tilteknu sjóferð sem hann var gefinn út fyrir.

19. gr.
Hafnarríkiseftirlit.

     a.      Hvert erlent skip sem liggur í íslenskri höfn skal sæta eftirliti Siglingastofnunar Íslands að svo miklu leyti sem eftirlitið beinist að því að staðfesta gild skírteini.
     b.      Slík skírteini, séu þau gild, skulu tekin gild nema ástæða sé til þess að ætla að ástand skipsins eða búnaðar þess sé ekki efnislega í samræmi við einstök atriði einhverra skírteinanna og að skipið og búnaður þess uppfylli ekki ákvæði a- og b-liðar 11. gr.
     c.      Við þær aðstæður sem segir í b-lið, hafi gildistími skírteinis runnið út eða það fallið úr gildi, skal Siglingastofnun gera viðeigandi ráðstafanir til þess að tryggja að skipið sigli ekki úr höfn fyrr en það getur siglt eða haldið úr höfn í því skyni að halda til viðeigandi skipaviðgerðarstöðvar án þess að stofna skipi og þeim sem um borð eru í hættu.
     d.      Verði eftirlitið tilefni til einhvers konar íhlutunar skal Siglingastofnun upplýsa ræðismanninn eða í fjarveru hans næsta fulltrúa utanríkisþjónustu ríkisins skriflega um þær ástæður sem urðu þess valdandi að íhlutun var talin nauðsynleg. Að auki skal, þegar það á við, tilkynna um tilnefnda skoðunarmenn eða viðurkenndar stofnanir sem bera ábyrgð á að gefa út skírteini fyrir skipið.
     e.      Siglingastofnun skal tilkynna um allar viðeigandi upplýsingar um skipið til yfirvalda í næstu viðkomuhöfn, til viðbótar þeim aðilum sem um getur í d-lið, þess efnis að það geti ekki gripið til aðgerðanna sem tilgreindar eru í c- og d-lið eða ef skipinu hefur verið heimilað að halda til næstu viðkomuhafnar.
     f.      Við hafnarríkiseftirlit skal gera allt sem hægt er til að forðast að skip sé kyrrsett eða tafið á ótilhlýðilegan hátt. Ef skip er þannig kyrrsett eða það tafið á ótilhlýðilegan hátt á það rétt á bótum fyrir tap eða tjón sem það verður fyrir.

20. gr.
Sérréttindi.

    Ekki má lýsa yfir sérréttindum til handa skipi samkvæmt þessari reglugerð nema það hafi viðeigandi gild skírteini.

III. KAFLI
Skoðanir og skírteini
annarra skipa en farþegaskipa og flutningaskipa.

21. gr.
Skip stærri en 15 metrar að mestu lengd
.

    Fiskiskip og önnur skip en flutninga- og farþegaskip sem gerð eru út í atvinnuskyni, og eru 15 metrar að lengd og lengri, skal skoða og gefa út skírteini þeim til handa skv. 6. til 11. reglu í viðauka I, I. kafla um almenn ákvæði, í reglugerð um öryggi fiskiskipa sem eru 24 metrar að lengd og lengri nr. 26/2000 með síðari breytingum.

22. gr.
Skip minni en 15 metrar að lengd.

    Reglubundin aðalskoðun skipa, sem eru 15 metrar að lengd eða minni og gerð eru út í atvinnuskyni, skal framkvæmd á tveggja ára tímabili nema er varðar fjarskipta- og öryggisbúnað sem skal skoðaður árlega. Milliskoðun fyrir þessi skip skal framkvæmd á milli aðalskoðana.
     a.      Eftirfarandi skip, sem þessi grein á við um, skulu gangast undir aðalskoðun:
                  1.      Öll skip áður en þau eru tekin í notkun.
                  2.      Öll skip. Skoðunartímabilið reiknast frá síðustu aðalskoðun. Skoðunin getur átt sér stað allt að sex mánuðum áður eða eftir að skoðunartímabilið er útrunnið án þess að það breyti dagsetningu til næstu skoðunar.
                  3.      Skip sem ekki hafa komið á réttum tíma til milliskoðunar.
                  4.      Við lokaúttekt skips sem hefur verið breytt eða endurbyggt.
                  5.      Siglingastofnun getur í sérstökum tilfellum skoðað skip aðalskoðun, t.d. ef grunur leikur á að ástand skips sé ekki í samræmi við kröfur laga og reglugerða, og ef eigandi skips óskar þess.
     b.      Eftirfarandi skip, sem þessi grein á við um, skulu gangast undir milliskoðun:
                  1.      Öll skip. Skoðunartímabilið reiknast frá síðustu aðalskoðun. Skoðunin getur átt sér stað allt að sex mánuðum áður eða eftir að skoðunartímabilið er útrunnið án þess að það breyti dagsetningu til næstu skoðunar.
                  2.      Skip, sem orðið hefur fyrir skaða eða gert hefur verið við á þann hátt að telja má að traustleiki eða virkni búnaðar þess hafi minnkað. Skoðunin þarf að jafnaði ekki að taka til annars en þeirra atriða sem ástæða þykir að skoða. Skoðunin skal þó hafa það umfang sem nauðsynlegt er til að ganga úr skugga um að ástand skipsins og búnaðar þess sé í samræmi við gildandi lög og reglugerðir. Skoðunin skal framkvæmd af skoðunarmanni.
     c.      Aðalskoðun og milliskoðun skal framkvæmd skv. 6. reglu í viðauka I, I. kafla um almenn ákvæði, í reglugerð um öryggi fiskiskipa sem eru 24 metrar að lengd og lengri nr. 26/2000 með síðari breytingum.

23. gr.
Skemmtibátar.

    Skemmtibátar skulu skoðaðir upphafsskoðun þegar þeir eru teknir á íslenska skipaskrá, aðalskoðun á fimm ára fresti og milliskoðun, ef Siglingastofnun metur svo, á tveggja ára fresti.
    Upphafsskoðun skal fela í sér skoðun á bol, vél- og öryggisbúnaði. Skoðunin skal tryggja að fyrirkomulag, efni og efnismál smíðinnar sé í fullu samræmi við efni laga, fyrirmæla, skipana og reglugerða sem gefnar hafa verið út af hálfu stjórnvalda. Skoðunin skal einnig ná til verkvöndunar allra hluta skipsins og búnaðar þess.
    Reglubundin aðalskoðun skal framkvæmd eins og um getur í b-lið þessarar greinar.
    Milliskoðun skal framkvæmd annað hvert ár, annaðhvort sem allsherjar- eða hlutaskoðun eftir aðstæðum. Skoðunin skal einnig framkvæmd eftir viðgerð eða í hvert sinn sem meiri háttar viðgerðir eða endurnýjanir eru gerðar. Skoðunin skal þannig gerð að tryggt sé að nauðsynlegar viðgerðir eða endurnýjanir hafi verið gerðar með fullnægjandi hætti. Eiganda skemmtibáts er heimilt að framkvæma milliskoðunina samkvæmt leyfi og nánari fyrirmælum Siglingastofnunar Íslands.

IV. KAFLI
Eftirfylgni skoðana.
24. gr.
Skyndiskoðun.

    Siglingastofnun Íslands getur hvenær sem er gert skyndiskoðun á skipi. Siglingastofnun getur krafist aðal- eða milliskoðunar ef skyndiskoðun hefur leitt í ljós að ástand skips er ekki í samræmi við kröfur laga og reglugerða.

25. gr.
Eftirfylgni og endurskoðun.

    Allir gallar og annmarkar sem koma í ljós við skoðun skips skal lagfæra sem fyrst af útgerðarmanni eða fulltrúa hans.
    Þegar alvarlegir gallar eða annmarkar koma fram við skoðun skips og skoðunaraðili metur skipið óhaffært skal hann tilkynna það strax til Siglingastofnunar Íslands sem fellir þá öryggisskírteinið úr gildi og setur farbann á skipið ef við á.
    Þegar gallar eða annmarkar koma í ljós við skoðun skips skulu þeir lagfærðir innan þriggja mánaða og síðan endurskoðaðir af skoðunaraðila.
    Þar sem minni háttar gallar eða annmarkar koma í ljós við skoðun skips er ekki nauðsynlegt að skoðunaraðili skoði skipið aftur en útgerðarmaður eða fulltrúi hans skulu hafa gert úrbætur á athugasemdum eigi síðar en innan þrjátíu daga.
    Verði útgerðarmaður eða fulltrúi hans ósammála skoðunaraðila eða ósáttur við athugasemdir hans vegna skráningar á galla eða annmarka getur hann farið fram á að annar skoðunaraðili framkvæmi nýja skoðun.

V. KAFLI
Skírteini og frávik.
26. gr.
Skírteini.

    Siglingastofnun Íslands gefur út öryggisskírteini fyrir skip og áritar þau.
    
Öll skjöl, skírteini um skipið og síðasta útfyllta skoðunareyðublað skal á hverjum tíma vera varðveitt um borð í skipinu og vera aðgengilegt áhöfn skips og skoðunaraðila. Afrit skjala skulu geymd í landi og varðveitt á hentugan hátt.
    Eftir hverja aðalskoðun skal gefa út nýtt öryggisskírteini fyrir skipið. Á skírteinunum skal vera færður inn gildistími þeirra og einnig skal dagsetning næstu aðal- eða milliskoðunar færð á þau.

27. gr.
Undanþágur.

    Þegar sérstakar ástæður eru fyrir hendi getur skoðunaraðili vikið frá kröfum þessarar reglugerðar eftir skriflega beiðni frá útgerð skips um undanþágu. Beiðnin skal vera vel rökstudd og sérstakar ástæður þurfa að liggja fyrir sem gera undanþáguna nauðsynlega. Undanþágan skal vera réttlætanleg gagnvart öryggi skipsins.

28. gr.
Jafngildi.

    Heimilt er að nota búnað um borð í skipi sem að mati Siglingastofnunar er jafngildur og sá búnaður sem krafist er um borð í skipinu. Jafngildur búnaður skal vera viðurkenndur af Siglingastofnun Íslands.

VI. KAFLI
Lokaákvæði.
29. gr.
Gjöld.

    Fyrir skoðun sem skoðunaraðili framkvæmir greiðir útgerðarmaður gjald í samræmi við gjaldskrá hans.

30. gr.
Refsiákvæði.

    Brot á reglugerð þessari varða sektum samkvæmt lögum um eftirlit með skipum.

31. gr.
Gildistaka o.fl.

    Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum um eftirlit með skipum og tekur gildi xx. xx. 2003 er varðar ný skip.
    Reglugerð þessi tekur gildi fyrir gömul skip eftir að þau hafa verið færð til aðalskoðunar þegar öryggisskírteini þeirra hafa fallið úr gildi.

Samgönguráðuneytinu, xx. xx. 2003.


VIÐAUKI I

Skoðunarferli og skírteinisútgáfa fyrir fiskiskip.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
VIÐAUKI II

Skoðunarferli og skírteinisútgáfa


fyrir     flutninga- og farþegaskip.     


(Samkvæmt ályktun IMO nr. A. 746 (18).)
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Skýringar fyrir tegundir skoðunar:
R     –     Endurnýjunarskoðun (e. Renewal survey).
P     –     Reglubundin aðalskoðun (e. Periodical survey).
I     –     Milliskoðun (e. Intermediate survey).
A    –     Árleg skoðun (e. Annual survey).

Fylgiskjal II.

Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga um eftirlit með skipum.

    Markmið frumvarpsins er að fylgja eftir nokkrum tilskipunum Evrópusambandsins um skoðun og eftirlit með skipum.
    Samkvæmt 28. gr. frumvarpsins verður breyting á skipagjaldi, en gjaldið hefur að hluta staðið undir kostnaði Siglingastofnunar Íslands við árlega aðalskoðun skipa. Skipagjaldið er áætlað 63,9 m.kr. í frumvarpi til fjárlaga 2003. Nú er lagt til að hluti skipagjaldsins verði greiddur árlega í ríkissjóð af eigendum skipa á aðalskipaskrá eða u.þ.b. 36 m.kr., en 28 m.kr. verði áfram innheimtar til að standa undir kostnaði við skoðun skipanna. Að öðru leyti er gjald vegna skoðunar skipa óbreytt. Í athugasemdum með frumvarpinu er gert ráð fyrir að hægt verði að ná fram u.þ.b. 10% hagræðingu í kostnaði við skoðun á skipum vegna færri skoðana á öðrum þáttum en öryggisbúnaði þeirra. Gert er ráð fyrir að hagræðingin geti numið 7 m.kr. á ári og munu útgjöld Siglingastofnunar lækka sem því nemur.