Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 271. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 414  —  271. mál.




Svar



dómsmálaráðherra við fyrirspurn Rannveigar Guðmundsdóttur um skýrslutöku af börnum í Barnahúsi og dómhúsum.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hve mörg börn hafa komið í skýrslutöku frá því að Barnahúsið var opnað?
     2.      Hversu oft hafa verið teknar skýrslur af börnum í Barnahúsi annars vegar og í dómhúsum hins vegar frá því að breyting þar að lútandi var gerð á lögum um meðferð opinberra mála? Svar óskast sundurliðað eftir árum og aldri barna.


    Alls hafa 218 börn komið í skýrslutöku í Barnahúsi frá opnun Barnahússins hinn 1. nóvember 1998 og fram til 1. nóvember 2002.
    Fyrir breytingu á lögum um meðferð opinberra mála, sem samþykkt var á Alþingi 10. mars 1999, sbr. lög nr. 36/1999, sem öðluðust gildi hinn 1. maí 1999, voru teknar alls 48 skýrslur af börnum í Barnahúsi undir stjórn lögreglu. Frá 1. maí 1999 og fram til 1. nóvember 2002 hafa verið teknar 170 skýrslur af börnum í Barnahúsi undir stjórn dómara.
    Sundurliðun á skýrslutöku á rannsóknarstigi í Barnahúsi undir stjórn dómara eftir árum og aldri barna má sjá nánar í eftirfarandi töflu:

Aldur 1999* 2000 2001 2002** Alls
2–5 ára 5 8 9 4 26
6–9 ára 10 8 6 8 32
10–13 ára 11 11 16 17 55
14–18 ára 10 14 14 19 57
Samtals 36 41 45 48 170
* Frá 1. maí 1999.
* * Til 1. nóvember 2002.

    Sundurliðun á skýrslutöku á rannsóknarstigi í dómhúsi frá tímabilinu 1. janúar 2000 og fram til 1. nóvember 2002 má sjá nánar í eftirfarandi töflu:

Aldur 1999 2000 2001 Til 1. nóv. 2002 Alls
Brotaþolar <14 ára 5 14 14 13 46
Brotaþolar 14–18 ára 13 17 21 11 62
Samtals 18 31 35 24 108

         Tíðni skýrslutöku af börnum á rannsóknarstigi opinberra mála í dómhúsi skiptist nánar tiltekið niður á héraðsdómstólana með eftirfarandi hætti:

Héraðsdómur Aldur 1999 2000 2001 Til 1. nóv. 2002 Alls
Reykjavíkur <14 5 10 8 7 30
14–18 9 12 11 5 37
Vesturlands <14 0 0 0 0 0
14–18 0 0 1 0 1
Vestfjarða <14 0 0 0 0 0
14–18 0 0 2 0 2
Norðurlands vestra <14 0 1 1 1 3
14–18 0 0 3 1 4
Norðurlands eystra <14 0 1 5 5 11
14–18 0 0 4 3 7
Austurlands <14 0 2 0 0 2
14–18 0 3 0 1 4
Suðurlands <14 0 0 0 0 0
14–18 0 1 0 1 2
Reykjaness <14 0 0 0 0 0
14–18 4 1 0 0 5
Samtals 18 31 35 24 108

    Við lestur og frekari úrvinnslu tölulegra upplýsinga verður að hafa hugfast að vegna ársins 1999 miðast tímamark skýrslutöku í Barnahúsi við 1. maí 1999 en tímamark skýrslutöku í dómhúsi miðast við allt árið 1999.
    Að auki verður að hafa hugfast að skýrslutökur í dómhúsum fara fram í sérútbúnum skýrslutökuherbergjum og í mjög mörgum tilfellum sjá reyndir sálfræðingar um skýrslutökurnar í dómhúsunum og í nokkrum tilfellum hafa sérfræðingar Barnahúss verið kallaðir til, þannig að segja má að skýrslutökur í dómhúsum og Barnahúsi skarist talsvert.