Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 248. máls.
127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 458  —  248. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 83/1993, um viðurkenningu á menntun og prófskírteinum, með síðari breytingum.

Frá menntamálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Val Árnason og Hörð Lárusson frá menntamálaráðuneyti.
    Tilgangur frumvarpsins er að koma í framkvæmd hér á landi tilskipun Evrópusambandsins nr. 2001/19/EB sem lýtur að einföldun á gildandi reglum um gagnkvæma viðurkenningu á menntun og prófskírteinum sem m.a. koma fram í tilskipunum Evrópusambandsins nr. 89/48/EBE og 92/51/EBE. Með innleiðingu tilskipunarinnar er jafnframt verið að samræma ákvæði á þessu sviði og skýra frekar atriði sem hafa þótt óljós.
    Tilgangur þessara tilskipana er að auðvelda frjálsan flutning ríkisborgara innan Evrópska efnahagssvæðisins sem óska eftir því að stunda starf sitt í öðru landi en því sem þeir hlutu menntun sína og starfsþjálfun í. Framkvæmd framangreindra tilskipana hefur þannig auðveldað íslenskum ríkisborgurum að fá heimild til að starfa í öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Sigríður Jóhannesdóttir, Einar Már Sigurðarson, Kjartan Ólafsson og Kristinn H. Gunnarsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.


Alþingi, 20. nóv. 2002.



Gunnar Birgisson,


form., frsm.


Ólafur Örn Haraldsson.


Sigríður Ingvarsdóttir.



Kolbrún Halldórsdóttir.


Arnbjörg Sveinsdóttir.