Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 401. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 494  —  401. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um skráningu ökutækja.

Frá Jóhanni Ársælssyni.



     1.      Hve mörg ökutæki hafa verið skráð sem ný samkvæmt gildandi viðauka við reglugerð um skráningu ökutækja, nr. 78 30. janúar 1997? Svarið óskast sundurliðað annars vegar eftir skráningarárum og hins vegar eftir framleiðsluárum.
     2.      Geta kaupendur notaðra bifreiða auðveldlega fullvissað sig um árgerð ökutækja út frá skráningargögnum þeirra?
     3.      Hafa hlotist vandkvæði af þeirri breytingu sem varð þegar farið var að skrá ökutæki sem ný þó að þau hafi verið framleidd einhverjum árum fyrr?
     4.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að stuðst verði að nýju við framleiðsluár við nýskráningu bifreiða?