Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 403. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 497  —  403. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um íslenskt táknmál.

Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur.



     1.      Hvað hefur verið gert til að tryggja stöðu íslenska táknmálsins síðan Alþingi ályktaði að slíkt skyldi gert 11. mars 1999?
     2.      Hefur verið gerður samanburður á réttarstöðu heyrnarlausra hér á landi og í nágrannalöndum okkar?
     3.      Hvernig er háttað rétti heyrnarlausra til túlkaþjónustu og hvað er gert af hálfu ríkisins til að tryggja þennan rétt?
     4.      Eru uppi áform um að setja sérlög um málefni heyrnarlausra?