Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 181. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 520  —  181. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 113/1990, um tryggingagjald, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ragnheiði Snorradóttur frá fjármálaráðuneyti.
    Umsagnir um málið bárust frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Samtökum iðnaðarins, Alþýðusambandi Íslands, Samtökum atvinnulífsins, Félagi löggiltra endurskoðenda, ríkisskattstjóra og Verslunarráði Íslands.
    Með frumvarpinu er í fyrsta lagi lagt til að sú hækkun á tryggingagjaldi sem samþykkt var með lögum nr. 133/2001, um breyting á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt o.fl., og taka á gildi 1. janúar 2003, lækki um 0,27%. Er það í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar vegna samkomulags við aðila vinnumarkaðarins frá 13. desember 2001. Í öðru lagi er um að ræða niðurfellingu nokkurra ákvæða um gjaldflokka tryggingagjalds sem lokið hafa tilgangi sínum. Í þriðja lagi eru lagðar til breytingar til samræmis við ákvæði almannatryggingalaga, þar sem greiðsla á tryggingagjaldi er í ákveðnum tilvikum gerð að skilyrði fyrir rétti til bótagreiðslna úr almannatryggingakerfinu. Loks eru úrræði innheimtumanns eftir álagningu tryggingagjalds samræmd þeim úrræðum sem hann hefur við innheimtu vangoldinnar staðgreiðslu.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Jóhanna Sigurðardóttir skrifar undir nefndarálitið með fyrirvara vegna ákvæðisins um lækkun tryggingagjaldsins en Samfylkingin lagði til frekari lækkun þess á síðasta þingi.
    Kristinn H. Gunnarsson, Össur Skarphéðinsson og Ögmundur Jónasson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 2. des. 2002.



Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Árni R. Árnason.


Einar K. Guðfinnsson.



Gunnar Birgisson.


Jónas Hallgrímsson.


Jóhanna Sigurðardóttir,


með fyrirvara.