Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 183. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 521  —  183. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. nr. 98/1999, um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Benedikt Árnason frá viðskiptaráðuneyti.
    Umsagnir um málið bárust frá Verslunarráði Íslands, Samtökum banka og verðbréfafyrirtækja, Sambandi íslenskra sparisjóða, Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitinu.
    Með frumvarpinu er lagt til, í samræmi við tilskipun nr. 97/9/EB, um tryggingakerfi fyrir fjárfesta, að skuldbindingar aðildarfyrirtækja Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta skuli njóta tryggingaverndar þar til starfsleyfi viðkomandi fyrirtækis er afturkallað.
    Leggur nefndin til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Össur Skarphéðinsson og Kristinn H. Gunnarsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 2. des. 2002.Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Árni R. Árnason.


Einar K. Guðfinnson.Gunnar Birgisson.


Hjálmar Árnason.


Jóhanna Sigurðardóttir.Jón Bjarnason.