Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 419. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 528  —  419. mál.




Fyrirspurn



til samgönguráðherra um Sundabraut.

Frá Bryndísi Hlöðversdóttur.



     1.      Telur ráðherra koma til greina að beitt verði 29. gr. vegalaga við fjármögnun Sundabrautar og að Reykjavíkurborg verði krafin um greiðslu aukakostnaðar sem hlýst af því að farin verði sú leið sem borgin leggur til við lagningu brautarinnar?
     2.      Ef svo er, hver eru rökin fyrir því að beita slíkri heimild í tilviki Sundabrautar?
     3.      Hefur slíkri heimild verið beitt áður, og ef svo er, í hvaða tilvikum?


Skriflegt svar óskast.