Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 1. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 549  —  1. mál.




Breytingartillögur



við frv. til fjárlaga fyrir árið 2003.

Frá meiri hluta fjárlaganefndar (ÓÖH, EOK, ÍGP, ArnbS, DrH, ÁMöl).



    1.     Við 7. gr. Nýr liður:
         2.24    Að selja skrifstofuhúsnæði Skógræktar ríkisins að Miðvangi 2, Egilsstöðum, og ráðstafa andvirðinu til kaupa eða leigu á öðru hentugu húsnæði.
    2.     Við 7. gr. Nýir liðir:
         3.29    Að selja eignarhluta ríkissjóðs í húsnæði heilsugæslunnar í Kópavogi að Fannborg 7–9 og verja andvirðinu til kaupa eða leigu á hentugra húsnæði.
         3.30    Að selja eignarhluta ríkissjóðs í læknisbústað að Hjarðartúni 7, Ólafsvík, og kaupa annað hentugra húsnæði.
    3.     Við 7. gr. Liður 4.39 falli brott.
    4.     Við 7. gr. Liður 4.56 orðist svo:
        Að selja prestssetursjörðina Desjarmýri – Setberg í Borgarfirði eystra, Múlaprófastsdæmi.
    5.     Við 7. gr. Nýir liðir:
        4.58    Að selja hluta af jörðinni Staðarfelli, Þingeyjarsveit, Suður-Þingeyjarsýslu.
        4.59    Að selja hluta af jörðinni Laxárhlíð, Hrunamannahreppi, Árnessýslu.
        4.60    Að selja hluta jarðarinnar Hvammbóls (Ketilsstaða III), Skaftárhreppi, VesturSkaftafellssýslu.
        4.61    Að selja hluta jarðarinnar Efstu-Grundar, Vestur-Eyjafjallahreppi, Rangárvallasýslu.
        4.62    Að selja jörðina Langholt, Skaftárhreppi, Vestur-Skaftafellssýslu.
        4.63    Að selja jörðina Hærukollsnes í Álftafirði, Djúpavogshreppi, Suður-Múlasýslu.
        4.64    Að selja jörðina Neðri-Þverá, Húnaþingi vestra, Vestur-Húnavatnssýslu.
         4.65    Að selja hluta af jörðinni Húsey, Norður-Héraði, Norður-Múlasýslu.
        4.66    Að selja hluta af jörðinni Borgum í Grímsey, Eyjafjarðarsýslu.
        4.67    Að selja hluta af jörðinni Knappstöðum í Fljótum, Skagafjarðarsýslu.
        4.68    Að selja jörðina Kvíarhól, Ölfusi, Árnessýslu.
        4.69    Að selja jörðina Glaumbæ í Staðarsveit, Snæfellsbæ, Snæfellsnessýslu.
        4.70    Að selja prestssetursjörðina Árnes, Árneshreppi, Húnavatnsprófastsdæmi.
        4.71    Að selja landspildur í eigu ríkissjóðs í Garðabæ.
        4.72    Að selja 13,62 ha spildu í eigu ríkisins við Grænás í Reykjanesbæ.
        4.73    Að selja jörðina Hrjót í Hjaltastaðaþinghá, Norður-Múlasýslu.
        4.74 Að selja jörðina Hvamm í Eyjafjarðarsveit, Eyjafjarðarsýslu.
    6.     Við 7. gr. Nýir liðir:
        6.32    Að kaupa eða leigja fasteignir fyrir sambýli á höfuðborgarsvæðinu.
        6.33    Að kaupa jörðina Víðidal, Norður-Héraði, Norður-Múlasýslu.
        6.34    Að kaupa viðbótarhúsnæði fyrir sýslumanninn á Höfn í Hornafirði.
         6.35    Að taka á leigu reiðkennsluhúsnæði að Hólum í Hjaltadal og nýta sér kauprétt á hinni leigðu eign þegar fé hefur verið veitt til þess á Alþingi.
    7.     Við 7. gr. Nýir liðir:
        7.11    Að ganga til samninga við Neyðarlínuna hf. um kaup á upplýsingakerfum félagsins.
        7.12    Að taka þátt í hlutafjáraukningu í Fiskeldi Eyjafjarðar hf. er nemur 25,4% eignarhlut ríkisins í félaginu fyrir allt að 102 m.kr.
        7.13    Að kaupa hlutafé í Farice hf. fyrir allt að 560 m.kr.
        7.14    Að heimila Háskóla Íslands að stofna félag til að vinna að þróun og markaðssetningu á vísindagörðum og leggja sem stofnframlag til félagsins eða ráðstafa með öðrum hætti hluta af lóðarréttindum skólans í Vatnsmýri í Reykjavík í þessu skyni.
         7.15    Að semja við Fóðuriðjuna í Ólafsdal um sambærilegt uppgjör og samið var um við aðra framleiðendur grasköggla árið 1999.