Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 1. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 555  —  1. mál.




Breytingartillaga



við frv. til fjárlaga fyrir árið 2003.

Frá Árna Steinari Jóhannssyni og Jóni Bjarnasyni.



    Við 7. gr. Nýr liður:
    7.11 Að auka hlutafé í Sementsverksmiðjunni hf. á Akranesi um allt að 500 m.kr.

Greinargerð.


    Vegna samkeppni á sementsmarkaði, þar sem því hefur verið haldið fram að innflytjandi hafi beitt undirboðum sl. tvö ár, hefur Sementsverksmiðjan hf. átt í verulegum rekstrarerfiðleikum. Tap verksmiðjunnar árið 2001 var 228,4 millj. kr. og er talið að tap á þessu ári gæti orðið annað eins. Í þeim tilgangi að vinna tíma til þess að gera áætlun um framtíðarstöðu verksmiðjunnar leggja flutningsmenn til að hlutafé verði aukið í verksmiðjunni og fjármálaráðherra heimilað að nota allt að 500 millj. kr. í því skyni.