Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 245. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 595  —  245. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. nr. 54 16. maí 1992, um fullvinnslu botnfiskafla um borð í veiðiskipum, með síðari breytingum.

Frá sjávarútvegsnefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Arndísi Á. Steinþórsdóttur, Þorstein Geirsson og Jón B. Jónasson frá sjávarútvegsráðuneyti, Kristján Ragnarsson frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna, Sævar Gunnarsson frá Sjómannasambandi Íslands og Örn Pálsson og Arthur Bogason frá Landssambandi smábátaeigenda. Umsagnir um málið bárust frá Landssambandi smábátaeigenda, Hafrannsóknastofnuninni, Vélstjórafélagi Íslands, Sjómannasambandi Íslands, Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands og Byggðastofnun.
    Með frumvarpinu er lagt til að sú breyting verði gerð á lögunum að öll vinnsla á öllum sjávarafla um borð í veiðiskipum sem er umfram slægingu og ísingu verði háð sérstöku leyfi Fiskistofu og þar með komi önnur ákvæði laganna til með að gilda um alla frekari vinnslu.
    Nefndin leggur til þá breytingu á 1. gr. frumvarpsins að lögin gildi um alla frekari vinnslu afla um borð í skipum en blóðgun, slægingu og flokkun. Með flokkun er t.d. átt við stærðarflokkun fisks sem fer til vinnslu í landi. Þá lítur nefndin svo á að öll meðferð á grásleppu um borð í veiðiskipi falli undir slægingu.
    Samhliða þessu nefndaráliti leggur nefndin fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðieftirlitsgjald til samræmis við þær breytingar sem þetta frumvarp felur í sér, þ.e. að gjaldtökuheimild fyrir veiðieftirlit verði rýmkuð og nái til allra skipa sem vinna afla um borð.
    Nefndin mælir með að frumvarpið verði samþykkt með svofelldri

BREYTINGU:

    Við 1. gr. Í stað orðanna „blóðgun og slægingu“ 1. mgr. komi: blóðgun, slægingu og flokkun.
    
    Kristinn H. Gunnarsson og Vilhjálmur Egilsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.


Alþingi, 3. des. 2002.Einar K. Guðfinnsson,


form., frsm.


Árni R. Árnason.


Guðjón A. Kristjánsson,
Guðmundur Hallvarðsson.


Hjálmar Árnason.


Jóhann Ársælsson.Svanfríður Jónasdóttir.