Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 349. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 613  —  349. mál.




Svar



heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Drífu Hjartardóttur um Forvarnasjóð.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hver fer með stjórn Forvarnasjóðs?
     2.      Hve miklu fé var úthlutað árlega 1999–2002 til
              a.      verkefna,
              b.      áfangaheimila?
     3.      Hvernig er eftirliti með verkefnum háttað?


    Áfengis- og vímuvarnaráð fer með stjórn sjóðsins og gerir tillögur um úthlutun úr honum til heilbrigðisráðherra skv. lögum um áfengis- og vímuvarnaráð nr. 76/1998 og lögum um gjald á áfengi nr. 96/1995.
    Framlög á fjárlögum í Forvarnasjóð frá því að Áfengis- og vímuvarnaráð tók til starfa árið 1999 og úthlutanir til verkefna og áfangaheimila koma fram í töflunni, upphæðir eru í millj. kr.

Fjárlög. Forvarnasjóður 1999–2001.


1999

2000

2001
2002 áætlun 2003 fjárlög
Forvarnasjóður – alls 55,00 70,60 80,30 82,50 77,10
Rekstur 7,00 7,20 7,40 7,90 8,10
Forvarnasjóður, 1% af áfengisgjaldi 48,00 53,40 63,40 69,00 69,00
Viðbót á fjárlögum + leiðrétt vegna gjalda 10,00 9,50 5,6
Þar af ráðstafað til verkefna og áfangaheimila (56% )
30,85
(66% )
46,50
(63% )
50,95
(61% )
50,30
Verkefni 20,85 36,50 40,95 40,30
Áfangaheimili 10,00 10,00 10,00 10,00

    Eftirfarandi eru yfirlit yfir úthlutanir styrkja úr Forvarnasjóði árin 1999, 2000, 2001 og 2002. Þessi yfirlit er einnig að finna á heimasíðu áfengis- og vímuvarnaráðs, www.vimuvarnir.is, og í ársskýrslu ráðsins sem alþingismönnum hefur verið send. Á heimasíðunni er jafnframt að finna nánari lýsingu á verkefnum sem hafa hlotið styrki.
    Við úthlutun styrkja hefur áfengis- og vímuvarnaráð hugað að jafnvægi milli landshluta, niðurstöðum nýjustu kannana og fyrirliggjandi upplýsingum um vímuefnaneyslu í samfélaginu og forvarnir. Ráðið hefur haft að leiðarljósi að styrkja verkefni sem lúta að grasrótarstarfi í sveitarfélögum, meðal foreldra og ungmenna, innan heilsugæslu, skóla, leikskóla, tómstundastarfs og sem varða eftirlit og löggæslu á sviði vímuvarna. Samvinna um verkefni og mótframlög annarra hefur verið álitinn kostur.
    Fylgst er með verkefnum með því að styrkir hærri en 500 þús. kr. eru greiddir út í tvennu lagi. Síðari hluti styrks er greiddur út að því tilskyldu að styrkþegar skili áfangaskýrslu þar sem þeir gera grein fyrir gangi verkefnisins. Styrkir allt að 500 þús. kr. eru greiddir út í einu lagi. Allir styrkþegar þurfa að skila lokaskýrslu um verkefnið þar sem fram kemur hvernig styrkfénu hefur verið varið en í haust voru tekin í notkun sérstök eyðublöð fyrir áfangaskýrslu og lokaskýrslu. Starfsmenn og fulltrúar áfengis- og vímuvarnaráðs leggja sig auk þess fram um að heimsækja styrkþega og fylgjast þannig með verkefnum sem hafa hlotið styrki.
    Auk verkefna sem koma fram á eftirfarandi listum hefur hluta af Forvarnasjóði verið varið til rannsókna til að grundvalla á frekara forvarnastarf, m.a. ESPAD 1999 (European School Survey Project on Alcohol and Other Drugs), Ungt fólk 2000, Ungt fólk í framhaldsskólum 2000, Ungt fólk utan framhaldsskóla 2001 og könnun á áfengis- og vímuefnaneyslu meðal almennings 2001. Vaxandi áhersla er lögð á að meta verkefni sem njóta hárra fjárframlaga úr sjóðnum með tilliti til framkvæmdar og árangurs. Tvö stór verkefni hafa verið metin á þennan hátt, þ.e. Sveitarfélagaverkefni SÁÁ og heilbrigðisráðuneytisins og Ísland án eiturlyfja. Þá annast ráðið umfangsmikla gagnasöfnun á afleiðingum áfengis- og vímuefnaneyslu á Íslandi sem fram kemur í skýrslu sem kom í fyrsta skipti út sl. vor. Niðurstöður þessara rannsókna nýtast um allt land. Loks er allur rekstur og innra starf áfengis- og vímuvarnaráðs, m.a. laun fjögurra starfsmanna og fulltrúa í áfengis- og vímuvarnaráði, útgáfa og auglýsingar, greitt af Forvarnasjóði.


Forvarnarsjóður 1999. Úthlutanir samkvæmt auglýsingu í maí 1999.
Börn eru líka fólk – námskeið fyrir börn í áhættuhópum Vímulaus æska 1.500.000
Forvarnarverkefnið „Hættu áður en þú byrjar“. Lögreglan í Reykjavík, Hvítasunnukirkjan á Íslandi – Marita, félagsþjónustan í Reykjavík
1.500.000
Fyrirmyndarforeldrar, foreldrasamningurinn. Heimili og skóli 1.000.000
Fíkniefnafræðsla í framhaldsskólum. Jafningjafræðslan 1.000.000
Kynning á útivistarreglum, forvarnadeild lögreglunnar í Reykjavík, Ísland án eiturlyfja, Vímulaus æska, Heimili og skóli, samstarfsnefnd Reykjavíkur um afbrota- og fíknivarnir

1.000.000
Vímuvarnaskólinn. Fræðslumiðstöð í fíknivörnum, forvarnadeild SÁÁ og Rauði kross Íslands
1.000.000
Auglýsingaátak gegn unglingadrykkju. SAMFÉS / Ísland án eiturlyfja 1.000.000
Bindindismótið í Galtalækjarskógi. Sumarheimili templara 1.000.000
Forvarnir í samstarfi við ungmenna- og íþróttafélög í sveitarfélögum. Fjölmennt 1.000.000
Lífsstíll ungs fólks, breyttar áherslur, tilraunaverkefni. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ 500.000
Foldaskóli – vímulaus grunnskóli, tilraunaverkefni. Foldaskóli 500.000
Unglingalandsmót UMFÍ árið 2000 – vímulaus fjölskyldu- og íþróttahátíð. Ungmennafélag Íslands
500.000
Reykjanesbær á réttu róli – alhliða forvarnir í bænum. Reykjanesbær 500.000
Fræðsla um hass og amfetamín. Forvarnadeild SÁÁ og fræðsludeild lögreglustjórans í Reykjavík
500.000
Sæludagar 1999 – vímulaus fjölskylduhátíð um verslunarmannahelgi. Skógarmenn KFUM
500.000
„Rusfri diil“. Íslenskir ungtemplarar 500.000
VOFF-verkefnið, leiklist og námskeið tengd vímuvörnum. Kompaníið, Upplýsinga- og þjónustumiðstöð ungs fólks á Akureyri
400.000
Landsmóta skáta. Bandalag íslenskra skáta 350.000
Hátt uppi án vímu – hvatning til „jákvæðrar áhættuhegðunar“. Bandalag íslenskra skáta
300.000
Unglingar í áhættuhópi og foreldrar þeirra. Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann – SÁÁ
300.000
Vefsíða um áfengis- og fíkniefnamál. Fræðslumiðstöð í fíknivörnum 300.000
Verum saman – verkefni fyrir 10–12 ára börn og foreldra þeirra. Komið og dansið 300.000
Ferðastyrkur. AA-samtökin (úthlutað af ráðherra) 300.000
Verkefni til að bæta skemmtanahald í framhaldsskólum. Komið og dansið 200.000
Breytt viðhorf til ölvunar. Fræðslumiðstöð í fíknivörnum 200.000
Foringjanámskeið skáta. Bandalag íslenskra skáta 100.000
Efling foreldrarölts. SAMFOK – samtök foreldrafélaga og foreldraráða í grunnskólum í Reykjavík
100.000
Efling foreldrarölts. SAMKÓP 100.000
Tilvera í Grundarfirði – samfélagsverkefni. Hópur foreldra í Stykkishólmi 100.000
Ísland án eiturlyfja. Ríkisstjórnin, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga 4.800.000
Sveitarfélagaverkefni SÁÁ og heilbrigðisráðuneytisins 6.500.000
Fjölskyldumiðstöðin. Reykjavíkurdeild Rauða krossins, félagsmálaráðuneyti og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti
3.000.000
Samtals 30.850.000


Forvarnasjóður 2000. Úthlutanir samkvæmt auglýsingu 30. janúar 2000.
Forvarnarlykill, Fræðsluefni og námskeið fyrir foreldra, skóla og börn. SAMFOK 500.000
Útivistarátak. Ísland án eiturlyfja, lögreglan í Reykjavík og samstarfsnefnd Reykjavíkur um afbrota- og fíkniefnavarnir
500.000
Auglýsinga- og hvatningaherferð. Ísland án eiturlyfja, lögreglan í Reykjavík og samstarfsnefnd Reykjavíkur um afbrota- og fíkniefnavarnir
500.000
SÁÁ. Foreldrar í vanda, til að auka þekkingu foreldra á vímuefnum og áhrifum þeirra 500.000
Fjölskylduráðgjöf Vímulausrar æsku og foreldrahópsins. Vímulaus æska 500.000
„Börn eru líka fólk“, námskeið fyrir börn í áhættuhópum og foreldra þeirra. Vímulaus æska
1.000.000
„PMT“-aðferðin til að fyrirbyggja hegðunarerfiðleika hjá börnum. Foreldraráðgjöf. Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar
1.000.000
Sterkur og viðbúinn, aðstoð við foreldra barna í ákveðnum áhættuhópum. Stórstúka Íslands
500.000
Fjölskyldumiðstöð fyrir börn í vanda. Vímulaus grunnskóli / Fjölskyldumiðstöð 3.000.000
Foreldrasamningurinn. Heimili og skóli 1.000.000
Forvarnir í vímu- og fíkniefnamálum. Forvarnir í umferðinni, fræðsla til barna í 8.–10. bekk grunnskóla. Lögreglan á Blönduósi
100.000
„Ég get“ – fjallað um lífssýn, þjálfun hugarfars, styrkingu sjálfsmyndar o.fl. Fjölmennt ehf.
1.000.000
Gerð myndbands fyrir framhaldsskóla. Þóranna Tómasdóttir Gröndal og Hannes Hilmarsson / Mennaskólinn Kópavogi
500.000
„Hættu áður en þú byrjar.“ Marita, félagsþjónustan og lögreglan í Reykjavík 1.500.000
Vörn gegn vímu. „Ég er húsið mitt.“ Krossgötur 500.000
Forvarnir í grunnskólum. Vímuvarnarskólinn, SÁÁ 500.000
Forvarnir í leikskólum, þróunarverkefni. FRÆ 500.000
Tilvera í lífsleikni fyrir 8.–10. bekk grunnskóla. Tilvera í Grundarfirði 200.000
Félagsstarf og útihátíðir. SÁÁ 500.000
Láttu ekki hafa þig að fífli. Samfés 1.000.000
Valur án vímu. Knattspyrnudeild Vals 300.000
Orkudagar 2000. Félagsmiðstöðin Þrykkjan í Hornafjarðarbæ og Orkuverið 200.000
Bindindismótið Galtalæk. Sumarheimili templara 1.000.000
Unglingalandsmót UMFÍ 2000. UMFÍ 500.000
Aukið hópastarf á vegum Miðbæjarstarfsins. Miðbæjarstarf KFUM og KFUK 500.000
Unglingamóttaka, þróunarverkefni. Heilsugæslustöðin á Akureyri 300.000
Heilsuefling í skólum, verkefni til þriggja ára. Heilsuefling – Landlæknisembættið 1.000.000
Fræðsla og forvarnir í Borgarbyggð. Borgarbyggð 100.000
Handbók fyrir heimili og skóla. FRÆ 2.000.000
Sveitafélagaverkefnið. SÁÁ 2.500.000
Ráðstefna um fíknir. Götusmiðjan 500.000
Betra líf. Félagsmiðstöð, Bústaðahverfi 500.000
Loftskipið, frístundir án vímu. UMFÍ 1.000.000
Vímuefnalaust kaffi- og menningarhús unga fólksins. VÁ VEST 300.000
Ráðstefna um ofbeldi ungmenna árið 2000. Barnageðlæknafélag Íslands 200.000
Sjóliðaverkefnið – Haftindur. Karel Karelsson 1.000.000
Ísland án eiturlyfja 4.800.000
Samtals 32.500.000
Aðrar ráðstafanir árið 2000
Úthlutun ráðherra
Gamla apótekið, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 500.000
Akureyri, dóms- og kirkjumálaráðherra 500.000
Samtals 1.000.000
Áfangaheimili
Byrgið 1.800.000
Samhjálp 1.800.000
Dyngjan 2.500.000
Risið 2.500.000
Takmarkið 700.000
Fjólan 700.000
Samtals 10.000.000
Önnur verkefni (samkvæmt áætlun)
Rannsóknir 5.000.000
Laun og rekstur 16.000.000
Auglýsingar, kynning 1.000.000
Gagnasafn og vefur 2.100.000
Annað 3.000.000
Samtals 27.100.000
Alls 70.600.000



Forvarnasjóður 2001. Úthlutun samkvæmt auglýsingu 7. janúar 2001.
Ísland án eiturlyfja 4.800.000
Fjölskylduráðgjafar og námskeiðahald. Vímulaus æska 2.000.000
„Hættu áður en þú byrjar“ eftirfylgni. Fundir með foreldrum og nemendum. „Hættu áður en þú byrjar“ fræðsla fyrir 9. bekk. Marita, félagsþjónustan og lögreglan í Reykjavík

2.000.000
Upplýsingar, fræðsla og rágjöf í vímuvörnum. FRÆ 2.000.000
Fræðsla og fjölskylduráðgjöf. Götusmiðjan 1.500.000
„PMT“-aðferðin til að fyrirbyggja hegðunarerfiðleika hjá börnum. Foreldraráðgjöf. Samstarfsverkefni. Stofnanir í Hafnarfirði, skólaskrifstofa, félagsþjónusta og heilsugæsla

1.500.000
Fjölskyldumiðstöð fyrir börn í vanda. Fjölskyldumiðstöð 1.500.000
Íslenskir ungtemlarar 1.500.000
Gamla apótekið, Ísafirði 1.500.000
Innleiðing uppbyggingarstefnu í Grafarvogi. Miðgarður 1.300.000
Foreldrasamningurinn. Heimili og skóli 1.000.000
Námskeið fyrir foreldra. Til að auka líkur á að börn skjólstæðinga SÁÁ njóti þess bata sem foreldrar þeirra ná. SÁÁ
1.000.000
Forvarnalykill SAMFOKS. SAMFOK 1.000.000
„Láttu ekki hafa þig að fífli.“ Gerð auglýsingamyndbands o.fl. Samfés 1.000.000
Heilsuefling í skólum, verkefni til þriggja ára. Heilsuefling – Landlæknisembættið 1.000.000
Jafningjafræðslan. Þróun forvarna meðal ungs fólks 1.000.000
Átak í forvörnum í Skagafirði. Skagafjörður 1.000.000
Bindindismótið Galtalæk. Sumarheimili templara 1.000.000
Landsmót Egilsstöðum 2001. UMFÍ 1.000.000
Auglýsinga- og hvatningaherferð. Ísland án eiturlyfja, lögreglan í Reykjavík og samstarfsnefnd Reykjavíkur um afbrota og fíkniefnavarnir
700.000
„Gleði, gleði, gleði.“ Verkefni fyrir nemendur 10. bekkjar grunnskóla og 1. bekk framhaldsskóla. KSS, kristileg skólahreyfing
700.000
„Íþróttir efla kjark og þol“, forvarnaverkefni í samvinnu við grunnskóla í hverfi Vals. Valur, knattspyrnudeild
700.000
Félagsstarf og útihátíðir. SÁÁ 500.000
Unglingalandsmót UMFÍ 2002 í Stykkishólmi. UMFÍ 500.000
„Að allt árið“, samþætt vímuvarnastarf fyrir 1.–10. bekk og Orkudagar 2001. Félagsmiðstöðin Þrykkjan Hornafjarðarbæ
500.000
Sæludagar KFUM í Vatnaskógi. KFUM – Skógarmenn 500.000
Námskeið fyrir foreldra barna með hegðunarraskanir. Foreldrafélag misþroska barna og Eirð
500.000
Útivistarátak. Ísland án eiturlyfja, lögreglan í Reykjavík og samstarfsnefnd Reykjavíkur um afbrota- og fíkniefnavarnir
500.000
Forvarnastarf í grunnskólum. Vímuvarnaskólinn 500.000
Þú átt val, gerð myndbands fyrir framhaldsskóla. Þóranna Tómasdóttir Gröndal og Hannes Hilmarsson / Mennaskólinn Kópavogi
500.000
Föstudagsbræðingur á Geysi, kakóbar, „ung list“. Hitt húsið 500.000
Tún, menningar- og félagsaðstaða fyrir ungt fólk. Húsavíkurkaupstaður 500.000
Hópastarf vegna eineltis, sjálfsvarnanámskeið og fræðsla vegna götustarfs. Miðbæjarstarf KFUM og KFUK
500.000
Fjölskylduklúbbar. Bindindissamtökin IOGT 500.000
Unglingamóttaka, unglingar 14–20 ára. Heilsugæslustöðin Sólvangur 500.000
Vímuvarnafulltrúi, samstarfsverkefni. Áfengis- og vímuvarnanefnd Akureyrar 500.000
Vímuvarnastefna íþróttafélaga. Íþróttabandalag Reykjavíkur 400.000
Skrefi á undan, fræðsluefni ætlað foreldrum barna í ákveðnum áhættuhópum. Bindindissamtökin IOGT
400.000
Nemendur í Kópavogsskóla, foreldrar þeirra og aðrir íbúar á þjónustusvæði Kópavogsskóla. Menningarmiðstöð Kópavogsskóla
300.000
Forvarnastarf í Borgarbyggð. Borgarbyggð 250.000
„Verum saman dönsum saman.“ Foreldrar og börn. Komið og dansið 200.000
Samtals 39.250.000
Úthlutun til rannsókna 2001 (september)
Dagbókin, undirbúningur að rannsóknarverkefni um ferli (mynstur) í högum og heilsu ungs fólks. Guðberg K. Jónsson og Héðinn Unnsteinsson, Geðrækt
500.000
Ölvunarakstur í Reykjavík, forvarnir sem byggjast á forspá um síendurtekin brot. Jón Friðrik Sigurðsson, Fangelsismálastofnun
450.000
Áhættuhegðun ungs fólks, langtímarannsókn. Sigrún Aðalbjarnardóttir 750.000
Samtals 1.700.000
Áfangaheimili
Byrgið 1.500.000
Dyngjan 2.500.000
Fjólan 700.000
Krossgötur 400.000
Risið 2.500.000
Samhjálp 700.000
Takmarkið 1.000.000
Vernd, fangahjálp 700.000
Samtals 10.000.000



Forvarnasjóður. Úthlutun styrkja 2002.
Ísland án eiturlyfja (lokaframlag) 2.500.000
Námskeið í listum og lífsleikni. Undirbúningshópur um listir og lífsleikni, Götusmiðjan og Foreldrahús
1.500.000
Saman á tímamótum og tyllidögum. Saman-hópurinn 1.500.000
„Láttu ekki hafa þig að fífli.“ Samfés 1.000.000
„PMT“-foreldraþjálfun. Skólaskrifstofa, félagsþjónustan og heilsugæslan í Hafnarfirði
1.000.000
Börn eru líka fólk. Vímulaus æska 1.000.000
Fíkniefnafræðsla fyrir 9. bekk. Eftirfylgd, markhópur 10. bekkur. Forvarnafélagið „Hættu áður en þú byrjar“
1.000.000
Fjölskylduhátíð í Galtalækjarskógi 35 ára. Bindindismótið Galtalækjarskógi 1.000.000
Fjölskyldumiðstöð, fjölskylduráðgjöf. Fjölskyldumiðstöð 1.000.000
Fjölþjóðakvöld. Ævintýraferðir, hópastarf og fagleg ráðgjöf. Miðborgarstarf KFUM og KFUK
1.000.000
Foreldrasamningur. Heimili og skóli 1.000.000
Gerð myndar um raunveruleika fíkniefnaneyslu á Íslandi (með „Hættu áður en þú byrjar“). Samhjálp
1.000.000
Jafningjafræðslan. Hitt húsið – jafningjafræðslan 1.000.000
Landsmót skáta 2002. Bandalag íslenskra skáta 1.000.000
Unglingalandsmót UMFÍ. Stykkishólmi 2002 UMFÍ 1.000.000
Uppbyggingarstefna, forvarnaleið fyrir íbúa Grafarvogs. Miðgarður, fjölskylduþjónustan í Grafarvogi
1.000.000
Menntasmiðja unga fólksins. Menntasmiðjan á Akureyri 900.000
Efling félagsstarfs ungmenna á Húsavík. TÚN menningar- og kaffihús ungs fólks á Húsavík
800.000
Hópastarf Hins hússins. Hitt húsið 800.000
Upplýsinga-, menningar- og kaffihús fyrir ungt fólk í Skagafirði. Samstarfshópur um forvarnir Sauðárkróki
800.000
Forvarnir í leikskóla. Hvernig byggjum við upp einstaklinga sem ánetjast síður fíkniefnum? Áhugahópur leikskólakennara
750.000
Lífsleikni fyrir unglinga og ungt fólk. Biskupsstofa 750.000
Félagsstarf og útihátíðir. SÁÁ 500.000
Fjölskylduráðgjöf. Vímulaus æska 500.000
Forvarnir í leikskólum. Fræðslumiðstöð í fíknivörnum 500.000
Húsráð gamla Apóteksins, leiðsögn og stuðningur. Gamla Apótekið, Ísafirði 500.000
Íslandsleikhús. Gamla Apótekið, Ísafirði 500.000
Sæludagar í Vatnaskógi 2002. Skógarmenn KFUM 500.000
„Vímuvarnir í eigin hópi“, samstarfsverkefni æskulýðsmiðstöðva og vinnuhópa. Fjarðabyggð
500.000
Árangursvottun ungs fólks í félagsmiðstöðvastarfi. Samfés, samtök félagsmiðstöðva 500.000
Heilsuefling í skólum. Heilsuefling – Landlæknisembættið 500.000
Heilsuvernd barna og fræðsla um áfengi og vímuefniMiðstöð heilsuverndar barna 500.000
Reykjanesbær á réttu róli. Íþróttabandalag Reykjanesbæjar 500.000
Tveggja hæða strætisvagn. KFUM og KFUK í Reykjavík 500.000
Þú átt val, myndband. Menntaskólinn í Kópavogi 500.000
Agi til forvarna. Miðstöð heilsuverndar barna 450.000
Lært fyrir lífið. Akraneskaupstaður 400.000
Víma á vettvangi, gerð myndbands. Akureyrarbær, íþrótta- og tómstundadeild 400.000
Forvarnalykill SAMFOKS. SAMFOK Reykjavík 300.000
Forvarnastarf foreldra í Kópavogi. SAMKÓP 300.000
Forvarnir í Borgarbyggð. Borgarbyggð 300.000
Heimur, trúnaðarsími. Gamla Apótekið, Ísafirði 300.000
Íþróttanámskrá knattspyrnudeildar, forvörn í fyrirrúmi. Knattspyrnudeild Hauka 300.000
Landnemar. Unglingaathvarfið Keilufelli 300.000
Forvarnanámskeið, öflugt sjálfstraust. Vímulaus æska 250.000
Langtímaáhrif stelpnahópa, vinna til forvarna. Lone Jensen og Helga Steinunn Guðmundsdóttir
200.000
Móttaka fyrir ungt fólk. Heilsugæslan á Seltjarnarnesi 200.000
Móttaka fyrir ungt fólk. Heilsugæslan í Kópavogi 200.000
Lífsleikni og forvarnir á Raufarhöfn. Grunnskólinn á Raufarhöfn 100.000
Unglingar án vímuefna. Heppuskóli Hornafirði 100.000
Samtals 33.900.000
Ráðherraúthlutun
AA-samtökin 471.000
Samtals 34.371.000
Áfangaheimili
Dyngjan, áfangaheimili 2.500.000
Risið, líknarfélag 2.500.000
Takmarkið, líknarfélag 1.000.000
Vernd, fangahjálp 1.000.000
Byrgið, Rockville 800.000
Fjólan 700.000
Samhjálp, stoðbýli 700.000
Krossgötur 400.000
SÁÁ, áfangaheimili 400.000
Samtals 10.000.000
Rannsóknarstyrkir
Sigrún Aðalbjarnardóttir 500.000
Hildigunnur Ólafsdóttir 500.000
Ragný Þóra Guðjohnsen 200.000
Guðberg Jónsson 250.000
Samtals 1.450.000
Samtals úthlutun 45.821.000
Úthlutun í nóvember. Samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og áfengis- og vímuvarnaráðs. (Er í undirbúningi.) 3.500.000
Fræðslumiðstöð í fíknivörnum samkvæmt samkomulagi við heilbrigðisráðherra 1.100.000
Samtals 4.500.000
Alls 50.321.000