Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 371. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 616  —  371. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ragnheiði Snorradóttur, Maríönnu Jónasdóttur og Jón Guðmundsson frá fjármálaráðuneyti og Indriða Þorláksson ríkisskattstjóra.
    Umsagnir um málið bárust frá Bandalagi háskólamanna, Samtökum banka og verðbréfafyrirtækja, Seðlabanka Íslands, Félagi löggiltra endurskoðenda, ríkisskattstjóra, Tryggingastofnun ríkisins, Lögmannafélagi Íslands, Kauphöll Íslands og Verslunarráði.
    Með frumvarpinu er annars vegar kveðið skýrar á um skyldu ríkis og ríkisstofnana til að standa skil á fjármagnstekjuskatti, hins vegar eru lagðar til breytingar við ákvörðun dráttarvaxta vegna vangreiðslu í samræmi við frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, með síðari breytingum.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 6. des. 2002.Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Árni R. Árnason.


Einar K. Guðfinnsson.Gunnar Birgisson.


Kristinn H. Gunnarsson.


Jóhanna Sigurðardóttir.Össur Skarphéðinsson.


Ögmundur Jónasson.