Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 372. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 618  —  372. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ragnheiði Snorradóttur, Jón Guðmundsson, Erlu Pétursdóttur og Maríönnu Jónasdóttur frá fjármálaráðuneyti og Indriða Þorláksson ríkisskattstjóra.
    Umsagnir um málið bárust frá Bandalagi háskólamanna, Félagi löggiltra endurskoðenda, Verslunarráði, rikisskattstjóra og Lögmannafélagi Íslands.
    Í frumvarpinu er að finna þær breytingar sem gera þarf á lögunum til að færa innheimtuþátt staðgreiðslukerfis opinberra gjalda frá ríkisskattstjóra til Fjársýslu ríkisins. Einnig er lagt til að almennt verði hægt að skuldajafna á móti sköttum til ríkis og sveitarfélags eins og á móti þinggjöldum og sveitarsjóðsgjöldum.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:



    Við 3. gr. Í stað orðanna „sbr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu“ komi: samkvæmt lögum nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu.

    Hjálmar Árnason var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 6. des. 2002.



Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Gunnar Birgisson.


Einar K. Guðfinnsson,


með fyrirvara.



Árni R. Árnason.


Kristinn H. Gunnarsson.


Jóhanna Sigurðardóttir.



Össur Skarphéðinsson.


Ögmundur Jónasson.