Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 428. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 631  —  428. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um fjáröflun til vegagerðar, nr. 3/1987, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Jónu Björk Guðnadóttur frá fjármálaráðuneyti.
    Með frumvarpinu er lagt til að tímabundin heimild til undanþágu frá greiðslu þungaskatts fyrir bifreiðar, sem í tilraunaskyni nota annan orkugjafa en bensín, dísilolíu eða annað eldsneyti unnið úr olíu, verði framlengd til 31. desember 2004 þar sem tilraunir með aðra orkugjafa en þá sem unnir eru úr olíu er skammt á veg komnar.
    Leggur nefndin til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Jóhanna Sigurðardóttir, Kristinn H. Gunnarsson, Hjálmar Árnason og Árni R. Árnason voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 9. des. 2002.



Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Einar K. Guðfinnsson.


Gunnar Birgisson.



Össur Skarphéðinsson.


Ögmundur Jónasson.