Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 258. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 666  —  258. mál.
Frumvarp til lagaum breytingu á lögum um vitamál, nr. 132/1999.

(Eftir 2. umr., 11. des.)1. gr.

    2. mgr. 7. gr. laganna orðast svo:
    Vitagjald, 78,20 kr. af hverju brúttótonni skips, skal greiða af skipum sem taka höfn hér á landi og skal hálft tonn eða þar yfir teljast heilt tonn, en minna broti sleppt. Þó skal þetta gjald aldrei vera lægra en 3.500 kr.

2. gr.

    Við 10. gr. laganna bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
    Til að tryggja öryggi siglinga skal áður en sæstrengir eða neðansjávarleiðslur eru lagðar afla samþykkis Siglingastofnunar Íslands fyrir legu þeirra. Áður en samþykki er veitt skal stofnunin leita álits hagsmunaaðila í sjávarútvegi.
    Jafnframt skal leita umsagnar Siglingastofnunar um legu og merkingu hvers kyns fljótandi mannvirkja á sjó, svo sem fiskeldiskvía, mælitækja í sjó og veðurdufla.

3. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.