Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 354. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 667  —  354. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum nr. 8/1996, um löggildingu nokkurra starfsheita sérfræðinga í tækni- og hönnunargreinum, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 11. des.)



1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:
     a.      5. tölul. orðast svo: húsgagna- og innanhússarkitekta (húsgagna- og innanhússhönnuða) eða hluta þessa starfsheitis.
     b.      Orðið „og“ í 7. tölul. fellur brott.
     c.      Við bætist nýr töluliður, svohljóðandi:
        10. tölvunarfræðinga.

2. gr.

    Við 2. gr. laganna bætist nýr málsliður sem orðast svo: Þeir sem lokið hafa BS-prófi eða meistaraprófi í tölvunarfræði frá viðurkenndum íslenskum háskóla þurfa ekki slíkt leyfi ráðherra.

3. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.