Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 466. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 708  —  466. mál.
Fyrirspurntil sjávarútvegsráðherra um úthlutun Byggðastofnunar og ráðherra á aflaheimildum.

Frá Gísla S. Einarssyni og Jóhanni Ársælssyni.     1.      Hvaða skip hafa fengið úthlutað aflaheimildum sem falla undir 9. gr. laga um stjórn fiskveiða og ákvæði til bráðabirgða XXVI í sömu lögum og hversu mikið hefur komið í hlut hvers skips úr sérhverri úthlutun?
     2.      Í hvaða byggðum sem „að verulegu leyti eru háðar veiðum krókaaflamarksbáta“ eru þeir bátar sem fengið hafa úthlutun skv. 3. mgr. 9. gr. laga um stjórn fiskveiða og hversu mikið kom í hlut hvers byggðarlags? Hversu mikill var aflasamdrátturinn í tonnum talið sundurgreindur eftir byggðarlögum? Við hvaða skip var miðað þegar samdráttur í afla einstakra byggðarlaga var reiknaður út?


Skriflegt svar óskast.