Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 440. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 747  —  440. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um húsaleigubætur, nr. 138/1997, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 13. des.)



1. gr.

    3. gr. laganna fellur brott.

2. gr.

    Við 4. gr. laganna bætist ný málsgrein sem verður 3. mgr. og orðast svo:
    Heimilt er sveitarfélagi að greiða húsaleigubætur til leigjanda sem búa þarf tímabundið í öðru sveitarfélagi vegna veikinda. Umsókn um bætur skal send því sveitarfélagi þar sem umsækjandi á lögheimili.

3. gr.

    Í stað orðanna „Húsnæðisstofnunar ríkisins“ í 3. mgr. 8. gr. laganna kemur: Íbúðalánasjóðs.

4. gr.

    3. mgr. 10. gr. laganna orðast svo:
    Umsókn um húsaleigubætur skal hafa borist eigi síðar en 16. dag fyrsta greiðslumánaðar. Berist umsókn seinna verða húsaleigubætur ekki greiddar vegna þess mánaðar.

5. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2003.