Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 442. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 748  —  442. mál.



Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um búnaðargjald, nr. 84 frá 26. maí 1997, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 13. des.)



1. gr.

    Á eftir 4. mgr. 5. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
    Að lokinni álagningu ár hvert skal ríkisskattstjóri láta Bændasamtökum Íslands í té skrá um greiðendur búnaðargjalds eftir sveitarfélögum þar sem fram komi af hvaða búgreinum hver og einn hefur greitt. Skrána er samtökunum aðeins heimilt að nota til að sinna lögbundnum verkefnum sínum og þjónustu við bændur. Óheimilt er að veita öðrum aðgang að skránni. Einstakir greiðendur gjaldsins geta andmælt því við ríkisskattstjóra að nöfn þeirra verði birt í skránni, enda liggi til þess lögmætar ástæður eða sérstakar aðstæður að mati ríkisskattstjóra.

2. gr.

    Í stað 1. og 2. mgr. 6. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
    Tekjum af búnaðargjaldi skal skipt í samræmi við viðauka við lög þessi, sbr. þó 3. mgr.

3. gr.

    Ákvæði til bráðabirgða III í lögunum fellur brott.

4. gr.

    Viðauki við lögin orðast svo:

Hlutfallsleg skipting tekna af búnaðargjaldi.



Afurðir

Bændasamtök
Íslands

Búnaðarsambönd

Búgreinasamtök

Bjargráðasjóður
Lánasjóður landbúnaðarins

Alls
Nautgripaafurðir 0,40 0,50 0,10 0,15 0,85 2,00
Sauðfjárafurðir 0,40 0,50 0,15 0,15 0,80 2,00
Hrossaafurðir 0,40 0,50 0,55 0,05 0,50 2,00
Svínaafurðir 0,20 0,15 0,85 0,30 0,50 2,00
Alifuglakjöt 0,20 0,15 0,20 0,95 0,50 2,00
Egg 0,25 0,15 0,90 0,20 0,50 2,00
Kartöflur, rófur 0,45 0,45 0,45 0,15 0,50 2,00
Grænmeti, blóm 0,45 0,45 0,75 - 0,35 2,00
Grávara 0,75 0,15 0,60 - 0,50 2,00
Æðardúnn 0,55 0,35 0,45 0,15 0,50 2,00
Skógarafurðir 0,50 0,15 0,80 0,05 0,50 2,00
5. gr.
    Lög þessi öðlast þegar gildi. Ákvæði 4. gr. kemur til framkvæmda við ákvörðun fyrirframgreiðslu á árinu 2003 og við álagningu búvörugjalds á árinu 2004 vegna búvöruframleiðslu á árinu 2003.