Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 457. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 760  —  457. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um stofnun hlutafélags um Norðurorku.

Frá minni hluta iðnaðarnefndar.    Minni hlutinn leggst eindregið gegn samþykkt frumvarpsins. Hann telur það í grundvallaratriðum vera ranga stefnu að hlutafélagavæða velferðarþjónusu og stoðkerfi samfélagsins á borð vð orkuveitur. Reynsla kennir að slíkt kemur notendum í koll þegar til lengri tíma er litið auk þess sem skorið er á lýðræðisleg yfirráð yfir grunnþjónustu í samfélaginu með því að breyta þjónustustofnunum í hlutafélög.
    Frumvarpið er auk þess mjög seint fram komið og hefði þurft miklu nánari skoðun áður en þingið staðfestir það sem lög.
    Enn er á það að líta að áður en ráðist er í breytingar af þessu tagi hefði þurft að liggja fyrir mótuð heildstæð framtíðarsýn í orkumálum landsmanna.

Alþingi, 13. des. 2002.Árni Steinar Jóhannsson.