Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 559. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 907  —  559. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um sérfræðimenntaða lækna.

Frá Rannveigu Guðmundsdóttur.



     1.      Hversu margir sérfræðimenntaðir læknar sem starfa hjá Landspítala – háskólasjúkrahúsi eru jafnframt með sjálfstæðan atvinnurekstur? Svar óskast sundurliðað eftir deildum og sérgreinasviðum.
     2.      Byggjast kjör sérfræðimenntaðra lækna, sem starfa hjá Landspítala – háskólasjúkrahúsi og eru jafnframt með sjálfstæðan atvinnurekstur, á kjarasamningum lækna?
     3.      Hvert er starfshlutfall sérfræðinga á Landspítala – háskólasjúkrahúsi sem jafnframt eru með sjálfstæðan atvinnurekstur, sundurliðað eftir deildum og sérgreinum?
     4.      Eru kjör sérfræðimenntaðra lækna sem starfa eingöngu hjá Landspítala – háskólasjúkrahúsi þau sömu og sérfræðinga sem jafnframt eru með sjálfstæðan atvinnurekstur?
     5.      Eru aðrir sérfræðingar í hlutastarfi hjá Landspítala – háskólasjúkrahúsi sem jafnframt eru með sjálfstæðan atvinnurekstur, svo sem sálfræðingar, félagsráðgjafar, iðjuþjálfar, sjúkraþjálfar og næringarráðgjafar? Ef svo er:
                  a.      er það þá samkvæmt kjarasamningum,
                  b.      hversu margir eru sérfræðingarnir,
                  c.      hvernig skiptast þeir eftir starfsgreinum og deildum?


Skriflegt svar óskast.