Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 573. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 924  —  573. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um fíkniefnameðferð.

Frá Katrínu Fjeldsted.



    Hefur ráðherra ákveðið að fara að tillögum Læknafélags Íslands í bréfi, dags. 24. apríl 2002, um málefni sjúklinga sem nota sterk verkjalyf til vímugjafar þar sem lagt er til að
     a.      komið verði á fót miðstöð fyrir neytendur ópíata þar sem þeir fái skyld lyf eða önnur lyf til að mæta fíkninni og venjast af henni,
     b.      miðlæg verkjameðferð verði styrkt á Landspítala – háskólasjúkrahúsi þannig að starfandi læknar eigi auðveldara með að vísa þangað sjúklingum sem þurfa flókna verkjameðferð og þeir treysta sér ekki til að meðhöndla sjálfir,
     c.      embætti landlæknis verði eflt til að fylgjast með útgáfu lyfseðla á eftirritunarskyld lyf og nauðsynlegum tæknilegum útfærslum mætt í þeim tilgangi með endurskoðun á lögum og reglum sé þess þörf?