Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 594. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 951  —  594. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um aðgerðir til að bæta þjónustu við sjúk börn og unglinga.

Frá Ástu R. Jóhannesdóttur.



    Hvaða stefnumið ríkisstjórnarinnar í málefnum langveikra barna, sbr. stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá í maí 1999, hafa komið til framkvæmda og hver á eftir að uppfylla á sviði heilbrigðis- og tryggingamála,
     a.      í þjónustu fyrir langveik börn og aðstandendur þeirra á sjúkrahúsum, þ.e.
       –      að stuðla að eflingu þverfaglegrar teymisvinnu til að auka fjölskylduráðgjöf o.fl.,
    –     að efla búnað til fjarkennslu og fjarfunda,
    –     að stofna hjúkrunarheimili fyrir langveik og langveik fötluð börn, og
    –    að undirbúa opnun deildar fyrir langtímameðferð á vegum Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans fyrir unglinga;
     b.      í skólaheilsugæslu og heilsugæslu, þ.e.
    –    að auka samstarf heilbrigðis- og menntakerfisins til að tryggja samfellu og gæði í umönnun langveikra barna í skólum,
    –    að auka sálfræðiþjónustu hvað varðar greiningu, meðferð og stuðning,
    –    að stofna fagráð um skólaheilsugæslu og gefa út handbók um skólaheilsugæslu,
    –    að koma á heilbrigðisþjónustu í framhaldsskólum sem taki mið af þörfum langveikra ungmenna, og
    –    að efla sérfræðiþjónustu (sálfræðinga, iðjuþjálfa eða félagsráðgjafa) vegna greiningar og meðferðar barna með geðraskanir á þremur heilsugæslustöðvum?


Skriflegt svar óskast.