Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 597. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 958  —  597. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á ýmsum lögum vegna nýs stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.

(Lagt fyrir Alþingi á 128. löggjafarþingi 2002–2003.)



I. KAFLI
Dóms- og kirkjumálaráðuneyti.
Breyting á lögum nr. 74/1938, um löggilta niðurjöfnunarmenn sjótjóns,
með síðari breytingum.

1. gr.

    Við 3. mgr. 2. gr. laganna, sbr. 2. gr. laga nr. 133/1993, bætist: eða í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.

Breyting á umferðarlögum, nr. 50/1987, með síðari breytingum.
2. gr.

    Á eftir orðunum „að Evrópska efnahagssvæðinu“ í 2. mgr. 54. gr. laganna, sbr. 6. gr. laga nr. 138/1996, kemur: eða stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu.

Breyting á lögum nr. 91/1991, um meðferð einkamála, með síðari breytingum.
3. gr.

    Á eftir orðunum „utan Evrópska efnahagssvæðisins“ í a-lið 1. mgr. 133. gr. laganna, sbr. 1. gr. laga nr. 97/1999, kemur: eða aðildarríkis stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.

Breyting á lögum nr. 54/1997, um fasteigna-, fyrirtækja- og skipasölu,
með síðari breytingum.

4. gr.

    Við 3. mgr. 17. gr. laganna bætist: eða í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.

Breyting á lögum nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga,
með síðari breytingum.

5. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna, sbr. 1. gr. laga nr. 90/2001:
     a.      Á eftir orðunum „Evrópska efnahagssvæðinu“ í 1. mgr. kemur: í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.
     b.      2. mgr. orðast svo:
             Lögin gilda einnig um vinnslu persónuupplýsinga þótt ábyrgðaraðili hafi hvorki staðfestu í ríki á Evrópska efnahagssvæðinu né í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu ef hann notar tæki og búnað sem er hér á landi.

6. gr.

    Við 13. gr. laganna, sbr. 7. gr. laga nr. 90/2001, bætist ný málsgrein sem orðast svo:
    Ákvæði 4. mgr. gilda einnig þegar vinnsluaðili á staðfestu í öðru aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu en ábyrgðaraðili, sbr. 1. mgr. 6. gr., og þegar ábyrgðaraðili hefur staðfestu í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu en vinnsluaðili ekki.

II. KAFLI
Félagsmálaráðuneyti.
Breyting á lögum nr. 12/1997, um atvinnuleysistryggingar, með síðari breytingum.
7. gr.

    Við 2. tölul. 1. mgr. 2. gr. laganna bætist: eða í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.

8. gr.

    Á eftir orðunum „til annars EES-ríkis“ í 4. málsl. 3. gr. laganna, sbr. 2. gr. laga nr. 47/1998, kemur: eða aðildarríkis stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.

9. gr.

    28. gr. laganna orðast svo:
    Atvinnuleysistryggingasjóði er heimilt fyrir hönd þar til bærrar stofnunar í EES-landi eða aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu að greiða ríkisborgara í EES-ríki eða aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu, sem hingað kemur í atvinnuleit, atvinnuleysisbætur, enda endurgreiði sú stofnun sjóðnum þær fjárhæðir sem þannig eru inntar af hendi.

Breyting á lögum nr. 46/1997, um Tryggingasjóð sjálfstætt starfandi einstaklinga,
með síðari breytingum.

10. gr.

    Á eftir orðunum „til annars EES-ríkis“ í 4. málsl. 6. gr. laganna, sbr. 1. gr. laga nr. 48/1998, kemur: eða aðildarríkis stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.

Breyting á lögum nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof.
11. gr.

    Á eftir orðunum „í öðrum EES-ríkjum“ í 2. málsl. 1. mgr. 13. gr. laganna kemur: eða aðildarríkjum stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.

Breyting á lögum nr. 54/2001, um réttarstöðu starfsmanna sem starfa tímabundið
á Íslandi á vegum erlendra fyrirtækja.

12. gr.

    Við 6. gr. laganna bætist: eða í aðildarríkjum stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.

Breyting á lögum nr. 72/2002, um réttarstöðu starfsmanna
við aðilaskipti að fyrirtækjum.

13. gr.

    Á eftir orðunum „innan Evrópska efnahagssvæðisins“ í 1. mgr. 1. gr. laganna kemur: eða í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.

III. KAFLI
Fjármálaráðuneyti.
Breyting á lögum nr. 88/1991, um aukatekjur ríkissjóðs, með síðari breytingum.
14. gr.

    Á eftir orðunum „utan Evrópska efnahagssvæðisins“ í 8. tölul. 11. gr. laganna, sbr. 9. gr. laga nr. 143/1997, kemur: eða utan aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.

Breyting á lögum nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins,
með síðari breytingum.

15. gr.

    Á eftir orðunum „ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins“ í 4. tölul. 1. mgr. 6. gr. laganna kemur: eða aðildarríkjum stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.

Breyting á lögum nr. 18/1997, um endurskoðendur, með síðari breytingum.
16. gr.

    Við 1. tölul. 5. mgr. 6. gr. laganna bætist: eða í aðildarríkjum stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.

Breyting á lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og
starfsemi lífeyrissjóða, með síðari breytingum.

17. gr.

    2. málsl. 1. mgr. 31. gr. laganna orðast svo: Stjórnarmenn skulu vera búsettir hér á landi, í aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins eða aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.

Breyting á lögum nr. 94/2001, um opinber innkaup.
18. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
     a.      Á eftir orðunum „ríki Evrópska efnahagssvæðisins“ í skilgreiningu hugtaksins evrópskt tæknisamþykki kemur: eða aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.
     b.      Á eftir orðunum „ríkja Evrópska efnahagssvæðisins“ í skilgreiningu hugtaksins sameiginleg tækniforskrift kemur: eða aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.

19. gr.

    Á eftir orðunum „ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins“ í c-lið 7. gr. laganna kemur: eða aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.

20. gr.

    Á eftir orðunum „ríkja Evrópska efnahagssvæðisins“ í 1. mgr. 8. gr. laganna kemur: eða aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.

IV. KAFLI
Landbúnaðarráðuneyti.
Breyting á lögum nr. 162/1994, um lífræna landbúnaðarframleiðslu,
með síðari breytingum.

21. gr.

    6. gr. laganna, sbr. 1. gr. laga nr. 150/2001, orðast svo:
    Landbúnaðarráðherra setur reglugerð þar sem tilgreindar eru lágmarkskröfur sem gerðar eru til vottaðra lífrænna framleiðsluhátta við íslenskar aðstæður í samræmi við grunnreglur Alþjóðasamtaka lífrænna landbúnaðarhreyfinga (IFOAM), skuldbindingar Íslands skv. I. og II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og skuldbindingar Íslands samkvæmt viðauka F við stofnsamning Fríverslunarsamtaka Evrópu.

Breyting á lögum nr. 66/1998, um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr.
22. gr.

    10. gr. laganna orðast svo:
    Dýralæknir hefur leyfi til að kalla sig sérfræðing og starfa sem slíkur hér á landi hafi hann fengið til þess leyfi landbúnaðarráðherra, fengið viðurkenningu til að starfa sem sérfræðingur í ríki sem er aðili að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið eða í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.
    Umsóknir um sérfræðingsleyfi skulu lagðar fyrir dýralæknaráð til umsagnar þegar menntunar er aflað utan Evrópska efnahagssvæðisins eða utan aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.

Breyting á lögum nr. 58/2000, um yrkisrétt.
23. gr.

    Á eftir orðunum „að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið“ í 4. mgr. 3. gr. laganna kemur: eða stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu.

24. gr.

    Fyrri málsliður 24. gr. laganna orðast svo: Hafi yrkishafi hvorki búsetu eða aðsetur hér á landi, í ríki sem er aðili að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið eða aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu er unnt að beina erindum til umboðsmanns hans.

V. KAFLI
Menntamálaráðuneyti.
Breyting á lögum nr. 83/1993, um viðurkenningu á menntun og prófskírteinum,
með síðari breytingum.

25. gr.

    1. mgr. 1. gr. laganna, sbr. 1. gr. laga nr. 37/1997, 1. gr. laga nr. 49/2001 og 1. gr. laga nr. 127/2002, orðast svo:
    Lög þessi gilda um störf sem löggildingu, leyfi eða aðra jafngilda viðurkenningu þarf til og falla undir tilskipanir 89/48/EBE, með áorðnum breytingum, sbr. tilskipun 2001/19/EB, 92/51/EBE, með áorðnum breytingum, sbr. tilskipun 2001/19/EB, eða 1999/42/EB, sem viðauka við þær svo sem þeir eru á hverjum tíma, sem samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið eða stofnsamningur Fríverslunarsamtaka Evrópu ná til og kveða á um almennar reglur um gagnkvæma viðurkenningu á prófskírteinum vegna starfsmenntunar.

26. gr.

    Á eftir orðunum „aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins“ í 2. gr. laganna, sbr. 2. gr. laga nr. 76/1994, kemur: og stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.

Breyting á lögum nr. 72/1996, um réttindi og skyldur kennara
og skólastjórnenda grunnskóla.

27. gr.

    Á eftir orðunum „annarra ríkja Evrópska efnahagssvæðisins“ í 4. tölul. 1. mgr. 3. gr. laganna kemur: eða aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.

Breyting á lögum nr. 86/1998, um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum grunnskólakennara, framhaldsskólakennara og skólastjóra.
28. gr.

    Við 3. gr. laganna bætist ný málsgrein sem orðast svo:
    Samkvæmt umsókn frá ríkisborgara aðildarríkis stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu skal menntamálaráðherra staðfesta leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari með sömu skilyrðum enda leggi viðkomandi fram vottorð um viðurkennd kennsluréttindi í aðildarríki samtakanna.

VI. KAFLI
Samgönguráðuneyti.
Breyting á lögum nr. 112/1984, um atvinnuréttindi skipstjórnarmanna
á íslenskum skipum, með síðari breytingum.

29. gr.

    Á eftir orðunum „ríkja Evrópska efnahagssvæðisins“ í 2. mgr. 1. gr. laganna, sbr. 1. gr. laga nr. 62/1995, kemur: og aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.

Breyting á lögum nr. 113/1984, um atvinnuréttindi vélfræðinga, vélstjóra
og vélavarða á íslenskum skipum, með síðari breytingum.

30. gr.

    Á eftir orðunum „ríkja Evrópska efnahagssvæðisins“ í 2. mgr. 9. gr. laganna, sbr. 6. gr. laga nr. 60/1995 og 14. gr. laga nr. 7/1996, kemur: og aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.

31. gr.

    Á eftir orðunum „utan hins Evrópska efnahagssvæðis“ í 1. mgr. 12. gr. laganna, sbr. 7. gr. laga nr. 60/1995, kemur: og aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.

Breyting á lögum nr. 60/1998, um loftferðir, með síðari breytingum.
32. gr.

    Á eftir orðunum „utan Evrópska efnahagssvæðisins“ í 3. mgr. 127. gr laganna kemur: eða aðildarríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu.

Breyting á lögum nr. 73/2001, um fólksflutninga, vöruflutninga og
efnisflutninga á landi, með síðari breytingum.

33. gr.

    11. gr. laganna orðast svo ásamt fyrirsögn:

Fólks-, vöru- og efnisflutningar innan Evrópska efnahagssvæðisins og
milli aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.

    Þeir sem hafa almennt leyfi skv. 4. gr. geta sótt um leyfi til Vegagerðarinnar til að stunda fólks-, vöru- og efnisflutninga á milli ríkja Evrópska efnahagssvæðisins eða aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða innan lands í þeim ríkjum. Vegagerðin veitir slík leyfi á grundvelli reglna sem um slík leyfi gilda. Sama gildir um leyfi sem veitt eru á grundvelli samninga við ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins eða aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.

Breyting á lögum nr. 76/2001, um áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa.
34. gr.

    3. mgr. 1. gr. laganna orðast svo:
    Tilgangur laga þessara og reglugerða settra samkvæmt þeim er að laga íslenskan rétt að þjóðréttarlegum skuldbindingum íslenska ríkisins samkvæmt alþjóðasamþykkt um menntun og þjálfun, skírteini og vaktstöður sjómanna (STCW) frá 1978 með síðari breytingum, EES- samningnum, sbr. tilskipun ráðsins nr. 94/58/EB frá 22. nóvember 1994, um lágmarksþjálfun sjómanna, sbr. tilskipun ráðsins nr. 98/35/EB frá 25. maí 1998, og stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu.

35. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 4. gr. laganna:
     a.      Við 2. mgr. bætist: og aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.
     b.      Á eftir orðunum „á Evrópska efnahagssvæðinu“ í síðari málslið 5. mgr. kemur: og aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.

36. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á 6. gr. laganna:
     a.      Við 2. mgr. bætist nýr málsliður sem orðast svo: Hið sama gildir um umsóknir frá ríkisborgurum aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.
     b.      Á eftir orðunum „utan Evrópska efnahagssvæðisins“ í 3. mgr. kemur: og aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.

VII. KAFLI
Gildistaka.
37. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Frumvarp þetta hefur að geyma breytingar á ýmsum lögum sem rekja má til nýs stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA), Vaduz-samningsins. Ljóst var að hinn nýi stofnsamningur, sem tók gildi 1. júní á sl. ári og var til meðferðar á Alþingi á 127. löggjafarþingi, sbr. þingskjal 864, mundi kalla á ýmsar lagabreytingar. Var það að hluta til gert með lögum nr. 76/2002, um breytingu á ýmsum lögum vegna nýs stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu, sem einnig voru samþykkt á 127. löggjafarþingi, sbr. þingskjöl 1088 og 1392.
    Eftir að þau lög voru samþykkt var hins vegar ljóst að breyta þyrfti nokkrum lögum til viðbótar til að Ísland gæti staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt hinum nýja stofnsamningi. Með frumvarpi þessu er úr því bætt.



Fylgiskjal.


Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna
nýs stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.

    Tilgangur frumvarpsins er að breyta ýmsum lögum vegna nýs stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA), Vaduz-samningsins. Samningur, sem tók gildi 1. júní 2002, var til meðferðar á Alþingi á 127. löggjafarþingi og þá var breytt nokkrum lögum til að Ísland gæti staðið við skuldbindingar sínar vegna samningsins. Ljóst er að breyta þarf fleiri lögum til að svo megi verða og er það gert með frumvarpi þessu. Verði frumvarpið óbreytt að lögum verður ekki séð að það hafi kostnað í för með sér fyrir ríkissjóð.